Skinfaxi - 01.08.1988, Síða 9
treystandi til að setja lágmörk sem gengju
jafnt yfir allar greinar. Rökréttast hefði
því verið að íslensku lágmörkin hefðu
ÖLL verið sett skör ofar en alþjóðlegu
lágmörkin.
I raun tel ég að Ólympíunefndin hafi
loks gert sér grein fyrir þeim mistökum
sem hér um ræðir, en ekki viljað opinbera
það öðruvísi en svo að þeir hafa nú skyn-
dilega falið Frjálsíþróttasambandinu en-
danlegt val á frjálsíþróttaliðinu og þar
með í raun numið lágmörkin óopinber-
lega úr gildi. Auðvitað hlýtur það að vera
í valdsviði sérsambandanna að velja en-
danlega keppendur. Mér þætti til dæmis
undarlegt ef Ólympíunefndin ætti að velja
endanlega þann 15 manna hóp sent keppir
í handknattleik en ekki þjálfari liðsins
Bogdan Kowalzsik. Meginstefna
varðandi þann árangur sem íslensku kep-
pendumir skulu hafa náð áður en þeir eru
valdir er hinsvegar í valdi
Ólympíunefndar að ákveða.
Ólympíunefndin á síðan að fela
sérsamböndunum að setja þau lágmörk
sem til þarf, til að ná settu heildarmarki.
Nóg um lágmörkin að sinni.
Keppendur íslands í
frjálsíþróttum.
Eggert Bogason, kringlukastari.
Ólympíuleikarnir verða frumraun
Hggerts á stómióti af stærstu gerð. Undir
stórmót flokka ég Ólympíuleika,
Heimsmeistaramót og Evrópu-
meistaramót. Eggert hefur verið að bæta
sig hægt og sígandi síðustu árin og er nú
niun öruggari með köst upp að 60 metrum
en hann hefur nokkurn tíma áður verið.
Möguleikar Eggerts á að komast í 12
ntanna úrslit eru þó litlir því líklega þarf
að kasta um 62 metra til að komast í hóp
þeirra 12 bestu. Kast yfir 58 metra í un-
dankeppninni væri vel viðunandi og 60 m.
kast mjög gott, þar sem hver kastari fær
aðeins þrjár tilraunir.
Vésteinn Hafsteinsson,
kringlukastari.
Vésteinn hefur bæði kastað langt á
síðustu árum og keppt á stórmótum. Stóru
köstin hafa hinsvegar látið á sér standa á
stórmótunum hingað til en vonandi að
breyting verði á nú. Raunhæft takmark
Vésteins ætti að vera að komast í 12
manna úrslit. Köst á bilinu 62-63 m. eru
ekkert nýnæmi fyrir Véstein og því alls
ekki óeðlilegt að stefna í úrslitin.
Vésteinn hefur átt við smávægileg
meiðsli að stríða um nokkum tíma í
hásinum sem hafa tekið það fínasta af
endakrafti útkastsins í burtu það sem af er
þessu keppnistímabili. Nái Vésteinn sér
fullkomlega í hásinunum fyrir leikana eru
mun meiri líkur á góðu svifi kringlunnar
og löngu. Þegar í undankeppnina er
komið snúast málin um að framkvæma
það sem æft hefur verið mörg þúsund
sinnum og passa sig á að ætla sér ekkert
meira en það sem gert hefur verið á hver-
jum degi svo mánuðum skiptir og jafnvel
árum, að kasta tæknilega vel og afslappað.
"Þegar í undankeppninaer
komið snúast málin um að
framkvæma það sem æft
hefur verið mörg þúsund
sinnum og gæta þess að
ætla sér ekkert meira en
það sem gert hefur verið á
hverjum degi svo mán-
uðum skiptir og jafnvel ár-
um,..."
Sigurður Einarsson,
spjótkastari.
Sigurður er að mörgu leyti í sömu
sporum og Vésteinn, hefur kastað langt á
síðustu árum en ekki náð sér á strik á stóru
mótunum. Sigurðurhefurátt við meisli að
stríða í baki í sumar og hefur það háð
honum það sem af er sumri. Sigurður er
geysilega öflugur kastari og getur gert
stóra hluti nái hann að nýta það sem í
honum býr. Til gamans má geta þess að
Sigurður er einn sterkasti og kraftmesti
spjótkastari heims ef tekið er mið af getu
í ýmsum grunnæfingum spjótkastsins.
Þessi kraftur hlýtur að vera Sigurði mikill
sálrænn styrkur. Það tekur tíma fyrir alla
íþróttamenn að læra að nýta sér þá
hæfileika sem þeir eru gæddir. Sigurður
stendur nú á þeim þröskuldi að gefa
tækninni lausan tauminn og yfirvinna
óþarfa spennu og átök sem hafa komið í
veg fyrir að hann stigi yfir þröskuldinn
fram að þessu. Með þeirri miklu reynslu
og þroska sem Sigurður er að ná í grein
sinni kæmi mér ekki á óvart að sjá 77 til 80
m. kast frá honum í undankeppninni.
Líklegt er að 80 m. kast dugi inn í úrslit og
ef Sigurður yrði á bilinu 10-14 hlyti það
að teljast mjög góður árangur.
Einar Vilhjálmsson,
spjótkastari.
Einar er í sérflokki okkar íslensku kep-
penda. Hann hefur verið meðal bestu
spjótkastara heims síðastliðin ár, kastað
langt og náð langt á stórmótum.
Frammistaða hans á Ólympíuleikunum í
Los Angeles 1984 var mjög góð þar sem
hann á eftirminnilegan hátt náði 6. sæti.
Þetta þótti að margra áliti ósigur fyrir
Einar vegna þess að fjölmiðlar og fleiri
aðilar höfðu sprengt væntingarnar upp úr
öllu valdi. Það vissu fáir að Einar átti við
meiðsli að stríða fyrir Ólympíuleikana
Skinfaxi
9