Skinfaxi - 01.08.1988, Síða 13
Ragnheiður Runólfsdótiir og Eðvarð Þór Eðvarðsson. Þau urðu fyrst til að ná
lágmörkunum fyrir Ólympíuléikana í Seoul í S-Kóreu.
meðal þjóða sundheimsins á síðastliðnum
árum. Þjálfarar eru opnari en áður að tjá
sig um þær aðferðir sem þeir nota við
þjálfunina. Þetta á einnig við unt þjálfara
A-Evrópuþjóða.
Þess er því að vænta að það verði sund-
menn frá mörgum þjóðlöndum sem synda
munu í úrslitasundum Ólympíuleikanna í
Seoul. Og eitt er nærri víst, einhver
sundmaður eða sundkona mun koma á
óvart og sigra eða vinna til verðlauna, án
þess að búist sé við því fyrirfram. Þetta
gerist nærri því á hverju alþjóðlegu
meistaramóti sem haldið er.
Möguleikar íslands í sund-
keppninni
Þegar unnið var að gerð
viðmiðunartíma fyrir Ólympíuleikana hjá
Sundsambandi Islands, var reynt að afla
sem allra bestu upplýsinga um úrslit
alþjóðlegra meistaramóta og afreka í
heiminum á árunum 1982-1986.
Markmið þessarar vinnu var að finna
viðmiðunartíma sem skilaði sundfólkinu í
miðjan hóp keppenda eða betri. Það var
öllunt ljóst að íslenska sundfólkið þurfti
að taka stórstígum framförum til þess að
þessum árangri yrði náð. Þess vegna voru
viðmiðunartímarnir fyrir Ólympíuleik-
ana tengdir lágmörkum Sundsambands-
ins fyrir Heimsmeistaramótið árið 1986
og Evrópumótið 1987.
Sundfólkið íslenska hefur tekið
stórstígum framförum á s.l. fjórum árunt.
Þegar lágmörkin voru sett þótti mörgum
nóg unt og töldu það vonlítið. Þessirsömu
einstaklingar hafa æft af kappi og náð
viðmiðunartímunum. Fáar íþróttagreinar
eru því í eins örri þróun og sundíþróttin.
Eftir nærri átta ára hæga framför hefur
alþjóðlegur árangur tekið miklunt
framförum. Ein ástæða þessa er að nú, í
fyrsta sinn síðan 1976, mun allt besta
sundfólk heimsins keppa um
Olympíumeistartitla. Það verður því
enginn mömmuleikur að standa sig vel í
sundkeppninni í Seoul. En markmiðið er
að gera sitt besta, helst örlítið betur og það
mun íslenska sundfólkið reyna. Lítum þá
á möguleika þeirra og hverjir koma til
meða að berjast um meistaratitlana.
Eðvarð Þór Eðvarsson, 100
og 200 m. baksund.
Eddi, eins og hann er kallaður í okkar
hópi, tók stórstígum framförum árið
1985. Hann kom öllum á óvart og náði í
6. sæti á Evrópumeistaramótinu 1985 í
100 m . baksundi og 9. sæti í 200 m.
baksundi. Þennan árangur bætti hann svo,
þegar hann krækti í 4. sætið í 200 m.
baksundi á Evrópumeistaramótinu í
Strassborg í fyrra.
Magnús Már Ólafsson.
Möguleikar Edda til að ná langt eru
miklir. Eg veit að markmiðið í fyrstu
atrennu er að ná inn í 8 manna úrslit. En
til þess að það takist verður Eðvarð að
synda á sínum bestu tímum, bæði í 100 og
200 metrunum.
Það eru margir sundmenn, sem munu
berjast um sigurinn íbaksundsgreinunum
íSeoul. Líklegasturtil sigurserþóheims-
methafinn í 100 og 200 metra baksundi,
Sovétmaðurinn, Igor Polianskiy. Hann
bætti nýlega heimsmetið í 100 m.
baksundi tvívegis og er það nú 55.13 sek.
Til samanburðar má geta þess að er
Islandsmet Eðvarðs 57.15 sek. Nýlega
syntu einnig tveir sundmenn frá Kanada
undir 56.o sek.
1200 m. sundinu verður baráttan einnig
hörð en þar eru möguleikar Polianskiys
hvað mestir. Aðrir sundmenn sem korna
til með að keppa um verðlaun eru V-
Þjóðverjamir Frank Hoffmeister og Jens-
Peter Berndt, Tamas Deutsch frá Ungver-
jalandi og Stefano Battistelli frá Ítalíu. Til
gamans má geta þess að báðir “V-
Þjóðverjarnir” eru flóttamenn frá A-
Þýskalandi.
Einnig má reikna með að einhverjir
Bandaríkjamenn blandi sér íbaráttuna en
lítið hefur borist af fréttum frá bandaríska
úrtökumótinu.
Ragnheiður Runólfsdóttir,
100 og 200 m. bringusund.
Ragnheiður hefur loksins tekið miklum
framförum í ár, eftir tveggja ára stopp
hvað framfarir í 50 m. braut varðar. Það
má segja að framfarirnar komi á réttum
tíma, því hún þurfti á þeim að halda til
þess að ná viðmiðunartímunum á leikana.
Það verður við ramman reip að draga
fyrir Ragnheiði. Ég held þó að takist
henni að bæta sig nokkuð, þá á hún
möguleika á að komast í B-úrslit þ.e. úrslit
um 9.-16 sætið. Ég á von á því að það
verði sundkonur frá Evrópu, sem koma til
með að vinna flest verðlaunin í bringusun-
dunum. Sundkonur frá A- Þýskalandi
hafa verið allsráðandi í þessari
sundaðferð á undanfömum árurn.
Skinfaxi
13