Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1988, Page 25

Skinfaxi - 01.08.1988, Page 25
skipta á milli að þjálfa elsta og yngsta hópinn. En við þurfum að æfa vel í 2 1/2 mánuð fram að 2. deildinni. Þetta er góðurhópur, þau stóðu sig öll mjög vel. Þvf var t.a.m. skotið að mér á AMÍ mótinu með hann Geir Birgis, að það mætti sjá það á honum að hann hefði fengið að þróast eðlilega, náttúrulega sem sundmaður. Það vill oft gerast að efnilegt fólk er tekið of snemma í stífa þjálfun, kýlt áfram með erfiðum lyftingum og þar fram eftir götunum. Það hefur hins vegar sýnt sig á honum að oftast eru hreinar sundæfingar það besta til að byrja með. En það verður gaman að fylgjast með honum og hópnum öllum í framtíðinni. Og langtímamarkmiðið hjá okkur er auðvitað Landsmótið hér í Mosfellsbæ, ná upp góðu liði fyrir það. Við ætlum að halda uppi merki UMSK og Mosfellsbæjar”, segir Halldór að lokum. 1H Ræktun lýðs og lands saga Ungmennafélags íslands 1907 -1982 Við viljum minna ykkar á þessa bók sem er nauðsynleg fyrir alla þá er vinna að og fylgjast með málefnum ungmennafélags- hreyfingarinnar. Þessi bók er til sölu hjá héraðs- samböndum, stjórnarmönnum UMFÍ og á skrifstofu UMFÍ. Bókin kostar sem fyrr aðeinskr. 1000 Ungmennafélag Íslands75 ára 1907-1982 Gunnar Kristjánsson tók saman Ungmenna og íþróttafélög. Fáið myndalistann okkar næst þegar þið þurfið að veita skemmtilega viðurkenningu. Við getum ýmislegt gert fyrir ykkur. Skinfaxi 25

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.