Skinfaxi - 01.08.1988, Page 29
F>'á Flaíeyri. Snyrtilegur og aðlaðandi bœr.
Að vinna eins
og sleggjur
Það á ekki síður við Flateyri en mörg
önnur sjávarpláss hér á landi að lífið snýst
um fisk. Svo átti einnig við þaað síðdegi
sem ég var á ferð um plássið. Utan við
Hjálm (útgerðarfyrirtækið á staðnum)
gekk ég fram á þrjár manneskjur sem voru
komnar út í sólskinið. Þau Þau íris
Reynisdóttir, 14 ára, Ingvi Hrafn
Oskarsson, 14 ára og Isleifur
Guðbjömsson, 20 ára voru alveg til í að
setjast út undir vegg í sólskini og rabba.
-Því var hvíslað að mér að fólk vinni hér
eins og sleggjur, frá fimm fimm.
“Eins og er vinnum við svona”, svarar
Ingvi, “en þetta er ekki alltaf svona. Við
erum búin að vinna svona þessa viku.”
Isleifur: “Þetta fer allt eftir því hvers
konar afla er verið að landa og á hvaða
árstíma það er. Þetta er ekki eins mikið á
Suðureyri, t.d. Það er mikið að gera á
vorin, þegar grálúðan er veidd. Þá getur
þetta verið svona í einar átta til níu vikur
í striklotu.”
-Iris og Ingvi eru í skóla á Flateyri en
Isleifur hefur lokið stúdentsprófi og var að
kenna í grunnskólanum á Flateyri í vetur,
þ.á.m. þeim Irisi og Ingva. Isleifur var
spurður hvemig það hefur gengið.
“Eigum við nokkuð að ræða það hér og
nú! En í alvöru, þá var það alveg frábært,
mjög gaman. Eitt af því skemmtilegasta
íris Reynisdóttir, Ingvi Hrafn Óskarsson og ísleifur Guðbjörnsson.
sem ég hef fengist við.”
-Eruð þið eitthvað í íþróttum?
Iris: “Eg er aðallega í frjálsum
íþróttum.”
Ingvi: “Ég er í fótbolta.”
-Nú hefur maður heyrt af góðum árangri
í sundi.
ísleifur: “Það er það góð aðstaða ntiðað
við það sem gerist á svona stöðum að
sundið hefur verið töluvert áberandi.
-Er það eins hér og víða annars staðar
sem fólk hættir í íþróttum þegar það er
komið yfir 15 til 16 ára aldurinn?
íris: “Það er staðreynd hér eins og annars
staðar. Ég veit ekki almennilega hver
ástæðan er. Fólk hefur verið eitthvað á
æfingum á sumrin og svo mæta þau ekki
allt í einu eitt sumarið. Kannski er það
vinnan. Fólk hefur kannski ekki kraft í
það að vera að vinna frá 4 eða 5 á mor-
gnana til 5 eða 6 á kvöldin og mæta síðan
á æfingar. Svo rofnar þetta kannski
eitthvað þegar fólk byrjar að fara í skóla
suður.”
-Þannig var það með ísleif. Hann er frá
Siglufirði en var á Flateyri á sumrin.
Þegar hann hóf menntaskólanám í
Reykjavík 16 ára gamall hætti hann að
stunda íþróttir. Hann er spurður að því
hvort hann ætli að setjast hér að.
Isleifur: “Ekki að sinni. Ég er að fara í
háskóla í Reykjavík í haust. En mér hefur
liðið mjög vel hér og ef atvinnutækifæri er
fyrir hendi sé ég ekki neina ástæðu fyrir að
búa ekki á þessum stað.”
Ingvi: “Það flytja fjölskyldur héðan á
hverju ári, sýnist mér og ég held að það
þurfi mikið að gerast til að það breytist.
Isleifur: “Það hefur að mikið að segja að
fjölskyldan slitnar í sundur ef krakkar fara
í framhaldsskóla 16 ára. Það eru ekki allir
sem vilja það.
Iris: “íris: “Ég er að flytja suður.
Þjónustan hefur nrikið að segja miðað við
Reykjavíkursvæðið. Fólk fer suður í
tannréttingar t.d. og aðra læknisþjónustu
og það má lengi telja hvað þetta varðar.
En mér finnst ágætt að vera hérna. Höfum
það síðasta orðið. IH
Skinfaxi
29