Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1988, Page 30

Skinfaxi - 01.08.1988, Page 30
 Krakkarnir á Suðureyrarvelli. Hjá þeim rœður bjartsýnin ríkjum. Ekkert mál Ef finna þarf einhverja af yngri kynslóðinni til þess að ræða við þegar komið er ípláss á við Suðureyri er bara að fara á íþróttavöllinn. Það gerði ég á Suðureyri. Þar var fullt af krökkum að leik og hressileikinn og bjarsýnin réði ríkjum. Ekkert mál. “Strákarnir eru í fótbolta og stelpurnar eru í frjálsum”, hrópuðu strákarnir, þegar spurt var hvað krakkar þar í bæ legðu helst stund á. Ekki voru nú stelpumar alveg til í að samþykkja þetta. “Rugl og vitleysa. Ég er í fótbolta og hún líka”, sagði ein þeirra og benti á vinkonu sína. Strákamir mótmæltu ekki. Þau ætluðu öll að taka þátt í héraðsmótinu á næstunni og spurðu mig hvort mér fyndist völlurinn ekki orðinn fínn. Ég jánkaði því. “Okkur vantar bara þjálfara. Það er furðulegt að ekki sé hægt að finna einn þjálfara til að koma hingað”, héldu þau áfram. “Þetta er fínn staður. Það er lítið að gerast í félaginu (Stefni) núna en ég er viss um að það er nóg af fólki sem er til í að vinna í félaginu. Ekkert mál.” IH Sœrún Sigurbjörnsdóttir. Nú vantar bara þjálfarann Á Suðureyri hitti ég 15 ára stúlku sem Suðureyringar sögðu nokkuð efnilega, \ Særúnu Sigurbjömsdóttur. “Ég er í öllu sein ég kemst f’, sagði Særún, aðspurð um það hvað hún stundaði helst. “Og það er nú lítið annað en knattspyma og frjálsar. En það er líka alveg nóg. Foreldrar mínir eru mjög áhugasamir í íþróttunum og styðja mig vel. En það er enginn þjálfari í sumar á Suðureyri og því sjáum við krakkarnir um þetta sjálf, hlaupum og stökkvum.” -Nú er héraðsmót um næstu helgi. “Já, það lítur nokkuð vel út með það. Völlurinn hér á Suðureyri er að verða tilbúinn eftir miklar endurbætur við það breytist aðstaðan mjög rnikið. Nú vantar okkur bara þjálfara en hann kernur sjálfsagt ekki í sumar.” -Særún keppti á Landsmótinu fyrir HVÍ. Hvemig var sú reynsla? “Það var alveg frábært að koma á Húsavík. Þetta var í fyrsta sinn sem ég kern á svona stórmót og það var alveg ógleymanlegt.” Særún hefur náð nokkuð góðum áran- gri í frjálsíþróttum miðað við aðstæður. Hún var í sumarbúðum HVÍ á Núpi í Dýrafirði og líkaði nijög vel. 1H 30 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.