Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1995, Side 7

Skinfaxi - 01.12.1995, Side 7
UMFI 7 Hvab er sibfræbi náttúrunnar? Siöferöi er fólgiö í boöum og bönnum, dygöum og löstum og mati manna á því sem gefur lífinu gildi. Þaö birtist í ákvöröunum manna og hegöun, sam- skiptum þeirra og verkum á öllum sviöum mannlífsins: Á heimilum, i stjórnmálum, í umferöinni, í störfum manna og leikjum, í iökun vísinda og lista. Hvarvetna í mannfélaginu er aö finna vissar reglur um rétt og rangt, hvarvetna reynir á dygöir manna og lesti og hvarvetna kemur fram mat manna á góöu og illu í samskiptum þeirra og samlífi. Um þetta allt fjallar siðfræðin. Hún er fræðigrein sem rannsakar siðferðið, leitast við að lýsa því og skýra það svo að við getum bætt okkur sem siðferð- isverur. Siðfræðin fjallar bæði um for- sendur siðferðilegrar breytni manna almennt og um sérstakar forsendur siðlegrar breytni á hinum ýmsu svið- um mannlífsins. Þannig má tala um „siðfræði fjölskyldunnar", „siðfræði starfsstétta", „siðfræði stjórnmála" og þar fram eftir götunum. Hvernig kemur náttúran hér við sögu og í hvaða skilningi er hægt aö tala um „siðfræði náttúrunnar"? Hvaða máli skipta dýr og blóm, fjöll og fossar fyrir siðferði manna? Snýst ekki siðferðið eingöngu um mannleg samskipti? Mér virðist náttúran hafa þrenns konar siðferbilega þýbingu: í fyrsta Iagi er náttúran móðir og fóstra alls lífs á jörðunni, líka mann- lífsins. Vib þurfum sífellt ab bregðast við henni og læra að hlýba henni, ef ekki á illa að fara. Slíkt gerist ekki þrautalaust, því að uppeldisaðferðir þessarar fóstru eru okkur oft bæði ill- skiljanlegar og óútreiknanlegar. Stundum ergir hún okkur og ógnar svo við erum skelfingu lostin. Stund- um heillar hún okkur og hrífur svo við erum frá okkur nunlin. Oft friðar hún okkur og róar svo við hvílumst og endurheimtum kraft til að takast á við verkefni lífsins. Þannig þroskumst við og lærum smám saman ab lifa sem siðferðisverur meb því lifa og skipuleggja líf okkar í sambýli við náttúruöflin í öðru lagi er náttúran uppspretta þeirra gæða sem menn þurfa til að lifa. Þess vegna þurfa þeir stöðugt ab huga að því hvernig þeir geti sem best nýtt sér það sem náttúran gefur af sér. Fari þeir illa með gjafir hennar spilla þeir jafnframt eigin lífsskilyröum. Hugtakið „sjálfbær þróun" merkir að menn mega ekki ausa af auðlindum náttúrunnar nema þeir taki mið af því að þær geti endurnýjað sig og nýst komandi kynslóöum ekki síður en okkur sem nú lifum. Mönnum ber því að hindra eftir föngum ab náttúran spillist af mannavöldum. í þribja lagi er náttúran að verki í okkur sjálfum. Hún er lífsviljinn sem leitast vib að tjá sig í athöfnum okkar og verkum, finna sér nýja farvegi og form til að birtast í heiminum. Öll framkoma manna gagnvart náttúrunni er því um leið framkoma gagnvart þeim sjálfum. Hegbi menn sér rudda- lega gagnvart dýrum eða blómum eru þeir að forsmá lífið sjálft, lítilsvirða þann mátt sem þeir eiga tilveru sína að þakka. Virðingin fyrir lífinu í öllum fjölbreytileika þess og fegurb er frum- forsenda alls mannlegs siðferðis. Um þetta fjallar sibfræði náttúrunn- ar. Hún leitast viö ab skýra bob og bönn, dygðir og lesti, verðmæti og gildi sem eru i húfi í hegðun manna gagnvart náttúrunni og fyrirbærum hennar. Framtíð lífs á jörðunni er komin undir því að vib tileinkum okkur heil- steypta, sibfræðilega hugsun og lærum að rækja skyldur okkar sem þegnar í ríki náttúrunnar. Páll Skúlason prófessor við Háskóla íslands Námskeið Félagsmálaskóla UMFI á haustmisseri 1995 • Ab brjóta ísinn • Betri ræöumaöur • Betri fundir • Foreldrastarf í félögum • Stjórnun og rekstur félaga • Stefnumótun og kynningarmál • Gjaldkerinn • Leiötoginn • Skattskil ungmennafélaga • Öflun og meöhöndlun upplýsinga • Félagatal, Mótahald I, Mótahald Upplýsingar í þjónustumiðstöð UMFÍ í síma 568-2929

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.