Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1995, Side 16

Skinfaxi - 01.12.1995, Side 16
16 UMFÍ ÍSLENSK STJÓRNVÖLD OG UMHVERFISMÁLIN Segja má aö umhverfismál hafi lengi setiö á hakarium i stefnumörkun hjá íslenskum stjórnvöldum. Þar kemur margt til, en kannski vegur þyngst ab viö Islendingar höfum löngum taliö aö viö œttum ekki viö jafn mikinn vanda aö glíma og aörar þjóöir. Á meðan mengunarský grúfðu yfir borgum á borð við London og Los Angeles var Reykjavík talin hreinasta höfuðborg heims, með reyklausa hús- hitun og laxveiðiá sem uppfyllti bandarískar kröfur um drykkjarvatn. Margir gerðu sér þó snemma ljóst að við íslendingar eigum við ýmis umhverfisvandamál að glíma og það væri ósanngjarnt að segja að fullkom- ið andvaraleysi hafi ríkt í umhverfis- málum á íslandi fram á þennan dag. í upphafi aldarinnar hófu hugsjóna- menn og ungmennafélög baráttu gegn jarðvegseyðingu með upp- græðslu sanda og skógrækt. Lög um skógrækt og varnir gegn uppblæstri voru samþykkt frá Alþingi árið 1907, en almenn náttúruverndarlög ekki fyrr en 1956. Þá hafa menn smám saman verið að vakna til vitundar um aö ísland er ekki einangrað frá vandamálum um- , heimsins. Mengun virðir ekki landa- mæri og mörg vandamál verða ekki leyst nema með alþjóðlegri samvinnu. Meðal annars vegna þessa hefur laga- flóra umhverfismála smám saman orðiö blómlegri og stjórnvöld látið meira til sín taka á sviði náttúru- verndar, mengunarvarna og hollustu- verndar. Stofnun umhverfisráöuneytis Segja má að þáttaskil hafi orðið í þess- um efnum þegar umhverfisráðuneytið var stofnað árið 1990. Yfirstjórn um- hverfismála var þá færö á eina hönd. Margar þær stofnanir sem koma á einn eða annan hátt að umhverfis- málum hafa verið færðar til ráðu- neytisins: Náttúruverndarráð, Nátt- úrufræðistofnun, Veðurstofan, Holl- ustuvernd, mengunarsvið Siglinga- málastofnunar ríkisins, Skipulag ríkisins, Landmælingar íslands og embætti Veiðistjóra. Þá hefur ráðu- neytið samstarf við önnur ráðuneyti um ýmis mál, svo sem landgræðslu og skógrækt. Segja má að stefna íslenskra stjórn- valda í umhverfismálum sé fjórþætt: að draga úr skaðlegri mengun; að stuðla að vernd óspilltrar náttúru; að standa við alþjóðlegar skuldbindingar; og aö stuðla að sjálfbærri þróun. Um alþjóöamálin er fjallaö í sérstökum kafla og tvö fyrstnefndu atriðin skýra sig sjálf. En „sjálfbær þróun" - hvaö er átt við með því? Gæsin og gulleggin Sjálfbær þróun er nýtt hugtak í ís- lensku, en hugsunin á bak viö þaö er að minnsta kosti jafn gömul sögunni af gæsinni sem verpti gulleggjunum. Við vitum að jafnvel þó að einhver gullegg leynist í kviði gæsarinnar þá er skynsamlegra að ala hana og hirba eggin um langa framtíb en ab slátra henni og spretta upp á henni belginn fyrir skammtímagróðann. Við höfum því miður allt of oft gleymt boðskap þessa einfalda ævin- týris í umgengni okkar við auðlindir jarðar. Við þurfum að hafa sjálfbæra þróun í huga við nýtingu fiskistofna okkar og landgæöa og þegar við veg- um og metum kosti endurvinnslu og endurnýtingar á móti notkun einnota umbúða. ísland - hreinasta land í heimi? ísland stefnir að því að verða talið hreinasta land hins vestræna heims um næstu aldamót og aö verða ímynd hreinleika og sjálfbærrar þróunar í samfélagi þjóðanna. Við Islendingar stöndum að mörgu leyti vel að vígi gagnvart þessu markmiði, eins og áb- ur sagði, þar sem mengun er óvíða minni á byggðu bóli. Þab er þó langt í frá að við getum leyft okkur að slaka á og hreykt okkur af því einu ab búa fjarri helstu iðnab- arsvæbum heims. Frágangur á rusla- haugum hefur batnað mikið á síðustu árum og endurvinnsla verið hafin á ýmsum úrgangi, en við erum enn eft- irbátar margra nágrannaþjóða varð- andi skil á endurvinnanlegum efnum og spilliefnum á borð við rafhlöður. Eitt stærsta verkefnið framundan er að koma fráveitumálum í gott horf, en sums staöar hefur fólk verib varað vib aö vera í snertingu við sjó eða vatn nálægt stöðum þar sem skolpi er veitt út í. Væntanlegar endurbætur á frárennsliskerfi á höfuðborgarsvæðinu hafa verib kallaðar dýrasta fram- kvæmd íslendinga í umhverfismálum, og ríkið hyggst aöstoða sveitarfélög víba um land til þess ab hægt verði að ráðast í nauðsynlegar endurbætur á næstu árum. Stór verkefni framundan Við þurfum að halda áfram því mikla starfi sem aldamótakynslóðin hóf við að græða landið og við þurfum að gæta þess ab fiskveiðar séu stundaðar á þann hátt að tryggt sé að komandi kynslóðir fái fíka að njóta af helstu auðlind okkar íslendinga, fiskimibun- um. Þá þarf að gera umtalsverðar úr- bætur í sorphirðu- og fráveitumálum, meb áherslu á breytta framleiðslu- og neysluhætti, minnkun úrgangs, bætta nýtingu og endurvinnslu. Það eru því stór verkefni framUndan fyrir íslensk stjórnvöld ef ná á settu marki í byrjun nýrrar aldar. Því marki verður ekki náð bara með stjórnvaldsaðgerðum. Almenningur verbur ab koma þar inn í, til dæmis með því að taka þátt í skógrækt eða hreinsunarátaki eins og því sem UMFÍ gekkst fyrir sumarið 1995. Það skiptir jafnvel enn meira máli að fólk hugsi um hvernig hægt er að sóa minna og nýta umbúðir til endurvinnslu og síð- ast en ekki síst á almenningur að veita stjórnvöldum aðhald. Viö búum í lýð- ræðisríki, þar sem handhafar ríkis- valdsins eru í vinnu hjá þe^gnunum. Skoðanakannanir sýna að Islendingar telja hreint umhverfi vera forgangs- mál og meðan sú er raunin ber stjórn- völdum ab framfylgja metnaðarfullri stefnu í því efni. Hugi Ólafsson deildarstjóri í umhverfisráduneytinu

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.