Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1995, Síða 18

Skinfaxi - 01.12.1995, Síða 18
umhvemo Fyrirtæki og Umhverfismál hafa á undanförnum árum í auknum mœli fariö aö skipta máii í rekstri fyrirtœkja. Cjald- taka vegna alls konar eftirlits skiptir auknu máli hjá fyrirtœkjum og rœtt er um aö „eftirlitsiönaöurinn" sé eina atvinnugreinin sem blómstri á íslandi. Þrátt fyrir þessar kvartanir veröur þaö aö segjast aö gjöld tengd umhverfismálum eru mjög lág hér á landi samanboriö viö nágrannaríki okkar, sem viö gjarnan viljum bera okkur saman viö. Enn sem komið er greiða fyrirtæki ekki sérstaklega fyrir hreinsun á frá- rennsli. Mörg fyrirtæki losna jafnvel við að greiða sérstakt gjald fyrir sorp- förgun og spilliefnaeyðingu. í nánustu framtíð getum við gert ráð fyrir að gjöld tengd umhverfismálum og rekstri fyrirtækja muni hækka. Það er því tímabært fyrir fyrirtæki að byrja sem fyrst að huga að því hvernig hægt sé að hafa ávinning af því að skoða rekstur fyrirtækjanna og um- hverfismálin í samhengi. Hér á eftir verða nefnd nokkur dæmi um aðferðir sem reynst geta vel til slíkrar skoðunar. Hreinni framleibslutækni Með hreinni framleiðslutækni er átt við aðferðafræöi sem ættuð er frá Bandaríkjunum (fyrstu leiðbeining- arnar voru gefnar út 1984). Aðferðin var sett fram til þess að reyna að draga úr kostnaði fyrirtækja viö úr- gangseyðingu en kostnaður var að aukast verulega vegna aukins þrýst- ings stjórnvalda. Við beitingu þessarar aðferðafræði er farið markvisst yfir framleiösluferli fyrirtækja og myndunarstaðir úrgangs kortlagðir. Síðan er leitað leiða til þess að draga úr úrgangsmynduninni á myndunarstað. Á undanförnum árum hefur þessi aðferðafræði verið notuð í Evrópu- löndum og víða um heim með góðum árangri í fyrirtækjum í margvíslegum rekstri. Hér á larfdi hófst verkefni áriö 1990 þar sem aðferðin var reynd í 5 fyrir- tækjum. Þessi fyrirtæki eru í ólíkum greinum atvinnulífsins en þau eru: íslenskur skinnaiðnaður á Akureyri. Plastos hf. Sápugerðin Frigg hf. Vífilfell hf. Lýsi hf. Segja má að verkefnið hafi gengið vonum framar miðað við þann árang- ur sem náðist í fyrirtækjunum. Grein- ing á starfseminni leiddi til verkefna- lista með um 10 upp í 25 verkefnum hjá hverju fyrirtæki. í mörgum tilfell- um var hægt að draga allverulega úr kostnaði með því að minnka sóun. Dæmi er um að dregið hafi verið úr heildarmagni úrgangs um 70% og kostnaður lækkaður um allt að 2 - 3 miljónir á ári. í framhaldi af þessu verkefni er Iðn- tæknistofnun að vinna með Rann- sóknarstofnun fiskiðnaðarins í nor- rænu verkefni þar sem verið er að skoða samhengið á milli umhverfis- mála og gæöamála. Okkar hlutur í verkefninu er að vinna að umhverfis- úttekt hjá matvæla- og fiskvinnslufyr- irtækjum hér á landi. Þau fyrirtæki sem tekið hafa hafa þátt í verkefninu fram til þessa eru: Mjólkursamsalan, Kjötumboðið hf., Útgerðarfélag Akureyringa hf., Faxamjöl hf., H.B. á Akranesi, Fiskiðjan hf., Vestmannaeyjum, Síldarvinnslan hf. í Neskaupstaö, Fiskimjölsverksmiðjan Krossanes á Akureyri. Verkefnið er misjafnlega langt á veg komið í þessum fyrirtækjum, en þó er ljóst að töluverðum árangri má ná á mörgum sviðum við að draga úr kostnaði hjá þeim. Okkur sem staðið höfum aö þessum verkefnum er það ljóst að hægt er að ná fram verulegum úrbótum hvað umhverfismál varðar hjá fyrirtækjun- um með notkun þessarar aðferða- fræði. Tekist hefur að ná fram bættri hráefnanýtingu, sem leiðir til minni myndunar á úrgangi, dregið hefur verið úr orkunotkun, meðferð á föst- um úrgangi hefur verið breytt, endur- notkun og endurvinnsla aukin. Síðast en ekki síst hefur verkefnið í flestum tilfellum orðið til þess að auka um- hverfisvitund innan fyrirtækjanna. Nauðsynlegt er að stjórnendur fyrir- tækjanna séu meðvitaðir um verkefni sem unnin eru í tengslum við um- hverfisúttektina til þess að þau gagnist fyrirtækjunum. Aðferðafræðin gengur ekki út á neitt annað en að finna leiðir til þess að draga úr sóun. Þannig næst fram sparnaður í rekstri fyrirtækisins, en einnig tryggir hún aö menn fái heild- aryfirlit yfir það framleiðsluferli þar sem úrgangur myndast og eins fá menn heildarmynd af þeim áhrifum sem rekstur viðkomandi fyrirtækis hefur á umhverfið. Hugmyndir hafa verið uppi um að nota aðferðafræðina í víðara sam- hengi en aöeins hjá fyrirtækjum. Jafn- vel að beita henni á borgir og stærri samfélög, en við slíkar aðstæður verð- ur málið mun flóknara. Nýir stjórnunarhættir og ný tækifæri Á sl. árum hafa gæðakerfi mjög rutt sér til rúms á Islandi eins og í öðrum Evrópulöndum. Alþjóðasamtök staöla- ráða, ISO, hafa gefið út röð staðla sem fjalla um gæðakerfi, ISO 9000 röðina. Svo mjög hafa þessir staðlar oröið vin- sælir að í viðskiptum í Evrópu að þaö getur skipt öllu máli fyrir fyrirtæki að það geti sannað að það sé með vottað gæðakerfi. Þetta á einkum við fyrirtæki hér á landi sem selja á erlendan mark- að. Nú hefur verið hafin vinna að sam- bærilegum stöðlum fyrir umhverfismál. Unnið er að gerð staðlaraðar, ISO 14000. Fyrstu staðlarnir munu verða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.