Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1995, Page 27

Skinfaxi - 01.12.1995, Page 27
UMFÍ 27 mmmamm efni. Þarna er í raun um aö ræða hæg- an bruna. Og hvað er lífrænt efni? í bókum má finna efnafræðilega skilgreiningu á því, en hér dugar sú skýring að líf- rænt efni sé efni sem er upprunnið frá lífverum, plöntum jafnt sem dýrum. Lífrænn úrgangur í safnkassa gæti því verið laufblöö, kvistir, greinar, afklipp- ur, hey, grænmeti, ávextir, kaffikorgur, telauf, eggjaskurn, kjöt, fiskur, eggja- bakkar, bylgjupappi, skrifpappír og dagblöð, svo eitthvað sé nefnt. Niöurstö&urnar Úrvinnslu verkefnisins á Hólmavík er ekki lokið, en helstu niðurstöður sem liggja fyrir eru þessar: Einangrun eöa ekki? Mikill munur er á notagildi einangr- aðra og óeinangraöra safnkassa. Nið- urbrot lífræns úr- gangs í einangruð- um kössum getur tekið nokkra mánuöi eða eitt ár, en í óein- angruðum kössum tekúr þetta ferli lík- lega um þrjú ár. Hitastigiö í ein- angruðu kössunum verður einnig hærra eða um 60°C. Illgres- isfræ og plöntusjúk- dómar þola yfirleitt ekki svo hátt hita- stig, þannig aö safn- kassamold úr ein- angruðum kössum verður væntanlega heilbrigðari en ella. Oeinangraðir kassar eru hins vegar ódýr- ari og einfaldari aö allri gerð, og í sum- um tilvikum skiptir niðurbrotstíminn ekki öllu máli. Því er ástæðulaust að af- skrifa óeinangruðu kassana. skiptir miklu máli, og því er heppilegt að úrgangurinn sé sem fjölbreyttastur. Gott er ab kurla greinabúta Æskilegt er aö kurla greinabúta áður en þeir eru settir í safnkassana. Trjá- greinar o.þ.h.. brotna seint niöur, en séu þær kurlaðar bæta þær loftstreymi í kössunum, auk þess sem innihaldið verður léttara í sér og þægilegra til úr- vinnslu. Sama gildir um aðrar trénað- ar plöntuleifar, svo sem dauða stöngla úr vorhreinsuninni o.s.frv. Reyndar má segja aö það sama gildi einnig um dagblöð, en þau þarf helst að rífa nið- ur til að þau nýtist í safnkössunum. Hvers vegna safnkassar? Taliö er aö um 30-50% af öllu sorpi sem til fellur á íslenskum heimilum sé lífrænn úrgangur sem hægt væri að breyta í gróöurmold í safnkössum. í Hverjir geta notaö safnkassa? í raun og veru geta allir notað safn- kassa til að breyta lífrænum úrgangi í gróðurmold. Þessi aðferð hentar þó best þeim sem búa í einbýlishúsum og raðhúsum og hafa pláss fyrir kassa á lóðinni. í þéttari byggð hentar betur að fást við lífrænan úrgang á sameig- inlegum vettvangi, en það útheimtir aö sjálfsögöu meiri tækjabúnað og flutning á úrganginum frá heimilum aö vinnslustaö. Ab lokum Nýting á lífrænum úrgangi í safn- kössum er gott dæmi um það sem hvert og eitt okkar getur gert fyrir náttúruna. Við finnum oft fyrir van- mætti og teljum okkur engin áhrif hafa í stórum heimi. Það sem við ger- um er vissulega sem dropi í hafið, en við megum þó aldrei gleyma því, að Þórdís Gunnarsdóttir og Sara Benediktsdóttir eru oð athuga ástand mála í safnkassanum sínum. Fjölbreyttur úrgangur gefur góba raun Arangurinn af notkun safnkassanna virðist verða því betri sem úrgangur- inn er fjölbreyttari. Nokkrar fjölskyld- ur í verkefninu á Hólmavík notuðu eingöngu plöntuleifar, þ.e. garðúrgang og grænmetisleifar o.þ.h.. úr eldhús- inu. Aðrir notuðu jafnframt pappírsaf- ganga og afganga af kjöti og fiski. Síð- ari samsetningin virðist gefa betri ár- angur. Plöntuleifar innihalda mikið af kolefni (C), en dýraleifar eru hins veg- ar próteinríkar og innihalda því tölu- vert magn af köfnunarefni (N). Hlut- fallið milli C og N í safnkössunum sumum tilvikum getur þetta hlutfall verið enn hærra, eða allt aö 70%! Því er ljóst að almenn notkun safnkassa myndi hafa í för með sér mikinn sparn- að í sorphiröu. Þá er ekki eingöngu ver- ið að tala um beinan peningalegan sparnað, sem þó yrði verulegur, heldur einnig og ekki síður um umhverfislegan sparnað. Sá sparnaður er reyndar tví- þættur: Annars vegar er hægt með þess- um hætti aö viðhalda lífrænum efnum í hringrás náttúrunnar í staö þess að kasta þeim á glæ og hins vegar er hægt ab komast hjá þeirri mengun og óþrifn- aði sem fylgir því að eyba þessum efn- um með uröun eöa brennslu. án dropanna væri ekkert haf. Þess vegna eigum við að leggja okkar af mörkum, og það getum við m.a. gert með þeim hætti sem hér hefur verið lýst. Förgun á lífrænum úrgangi er ekki vandamál, heldur vibfangsefni. Líf- rænn úrgangur er ekki andstyggi- legt sorp, heldur auðlind. Þessa auð- lind eigum við að nýta, sjálfum okkur og börnunum okkar til góðs. Stefán Gíslason sveitarstjóri á Hólmavík

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.