Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1995, Page 38

Skinfaxi - 01.12.1995, Page 38
38 UMFI ■■■■BBnasBi AÐ VERA „GRÆNN" Græn ferbaþjónusta birtist í ýmsum myndum Aö vera „grœnn" er í tísku á íslandi. Þaö lítur a.m.k. út fyrir þaö, ósjaldan má sjá greinar og erindi um umhverfismál í blööum, tímaritum og öörum fjölmiöl- um. Þaö er raett um þaö aö vera vistvœnn í hugsun og hegöun, stuöla aö sjálfbcerri nýtingu náttúruauö- linda, hugtökin „grœn þetta" og „graen hitt" skjóta alstaöar upp kollinum. Og þannig viröist þaö vera meö grœna feröamennsku, hugtakiö er oröiö þjált í munni og kunnuglegt þeim, sem um feröamál fjalla. En hvaö þýöir þetta allt saman og hvers vegna er sí- aukin áhersla á mikilvœgi „grœnnar" feröamennsku? Hvaö er „grœn" feröamennska og hvernig getum viö stuölaö aö framgangi hennar? Cöngugarpar á ferb um landib. „Fjöldaferöa- mennskan" og áhrif hennar Það var um miðbik sjöunda áratugarins sem bera fór á um- fjöllun um græna ferðamennsku. Ástæð- urnar voru nokkra, m.a. þrýstingur nátt- úruverndarsinna og þrýstihópa um um- hverfismál, sem töldu að síaukinn fjöldi ferðamanna í heimin- um hefði neikvæð áhrif á náttúrulegt umhverfi og þau sam- félög sem sótt væru heim. í kjölfar hins svokallaða „tímabils fjöldaferöamenn- skunnar" (eftir heims- styrjöldina síðari) kom það enda í ljós aö margir af fjölsótt- ustu feröamannastöð- um heims voru ýmist að leggjast í rúst eða áttu viö fyrirsjáanleg félagsleg, umhverfisleg og menningar- leg vandamál að stríða, sem rakin voru til ágangs ferðamanna. Sem dæmi má nefna að sólbaðsstrendur og borgir við Miðjarðarhafið voru af mörgum taldar orðnar „afmyndaðar" vegna óhreininda og iila skipulagðra byggingaframkvæmda og ekki þótti ástandið betra t.a.m. í skíðahéruðum Alpanna. Syndir feöranna Sem mótvægi við niðurníðslu bað- stranda og fjallahéraða, óréttmætar byggingaframkvæmdir og jafnvel fyr- irsjáanlegri eymd heimamanna á fjöl- förnum ferðamannastöðum, hófst nú herferð fyrir breyttri hugsun og hegð- un. Ferðamennska í litlum hópum og einstaklingsferðamennska var kynnt sem mótvægi við fjöldaferðamennsk- unni. Ferðamenn voru hvattir til aö sækja fáfarnari staði svo og að huga meira ab umhverfismálum og um- gengni við íbúa þeirra staba, sem sótt- ir voru heim. Hér var komin „græn" ferbamennska og oftar en ekki var hugsunin sú að ferðamenn nútímans myndu með breyttri hegbun og vib- horfi bæta fyrir syndir og aðgerðir þeirra, sem fyrr fóru. Gagnrýnendur hafa haldið því fram að græn feröamennska eins og hún hefur verið kynnt sé fyrst og fremst ný sölutækni. Feröaþjónustuaðilar hafi séð fram á hnignun pakkaferða og geri sér ljóst að ferðamenn nútím- ans láti ekki bjóða sér hvað sem er. Það var enda annað óhjákvæmilegt en að ferðamennirnir sjálfir fyndu fyrir áhrifum óhreinna baðstranda og því að mörgum ferðamannastöðum væri ofboðið. Ferðamenn voru nú einnig orðnir reyndari og heimsvanari og leituðu því á nýjar og fjarlægari slóðir á ferðum sínum. Leitað var eftir

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.