Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1995, Page 47

Skinfaxi - 01.12.1995, Page 47
önnur lög og reglugerbir um um- hverfismál Núoröið taka fjölmörg önnur lög og reglugerðir á umhverfismálum en mengunarvarnareglugerðin. Meðal þeirra mikilvægustu eru lögin um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð um sama efni. Samkvæmt þeim þarf að meta áhrif framkvæmdar á umhverfið áður en ráðist verður í hana, hvort framkvæmdin skaði umhverfið og því nauðsynlegt að grípa til mótvægisað- gerða, eða hvort framkvæmdin hafi ekki teljandi breytingar á umhverfinu í för með sér. Ákveðnar framkvæmdir eru ávallt matsskyldar, t.d. sorpförgun, stóriðja eða vegalagning, í öðrum til- fellum getur umhverfisráðherra ákveð- ið hvort tiltekin framkvæmd þurfi að fara í mat á umhverfisáhrifum. Umhverfis- og náttúruvernd verður ekki tryggð nema með góðu skipulagi og þess vegna gegna skipulagslög og -reglugerðir mikilvægu hlutverki í því sambandi. í þeim eru ákvæði um að gæta jafnan umhverfissjónarmiða við gerð skipulags og forðast mengun eftir því sem unnt er. Segja má að umhverfismál hafi nú fengið viðunandi lagaramma hér á landi. Enn vantar þó nánari stefnu- mörkun á ýmsum sviðum og að ákvæðum laga og reglugerða verði framfylgt svo að markmið þeirra um umhverfisvernd og mengunarvarnir nái fram að ganga. Lúðvík E. Gústafsson jarðfrœðingur sérfrœðingur Hollustuvemdar ríkisins í úrgangsfórgun Helstu lög og reglugerbir er fjalla um umhverfismál: • Lög um hollustuhætti og heil- brigðiseftirlit nr. 81/1988, með síðari breytingum • Mengunarvarnareglugerð nr. 48/ 1994, með síðari breytingum • Lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 63/1993 • Reglugerð um mat á umhverfis- áhrifum nr. 179/1994 • Skipulagslög nr. 19/1964 • Skipulagsreglugerð nr. 318/1985, með síðari breytingum • Lög um náttúruvernd nr. 47/1971 • Reglugerð um náttúruvernd nr. 205/1973 ÆVINTYRAHEIMUR ÍSLENSKRA STRANDA

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.