Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1995, Page 63

Skinfaxi - 01.12.1995, Page 63
UMFÍ 63 Náttúruverndarár Evrópu 1995 A ráöherrafundi Evrópu- ráösins í Lucern í Sviss 28. -30. apríl 1993 var ákveöiö aö Evrópuráöiö og aöildarlönd þess helg- uöu áriö 1995 náttúru- vernd. Megináhersla er lögð á náttúruvernd utan friðlýstra svæða. Tilgangurinn með náttúruverndarárinu er að opna augu almennings, landeigenda, skipu- lagsyfirvalda og bæjar- og sveitar- stjórna fyrir því að ekki sé nóg að vernda náttúruna með því að friðlýsa ákveðin svæði, svo sem þjóðgaröa og friðlönd. Eigi náttúruvernd að vera virk og árangursrík er nauðsynlegt að hlúa einnig að náttúrunni utan friðlýstra svæða. Undirbúningsnefnd hefur verið starfandi hér á íslandi og var Náttúru- verndarár Evrópu 1995 sett 4. febrúar í tengslum vib opnun ljósmyndasýn- ingar í ráðhúsi Reykjavíkur. Hið ís- lenska merki Náttúruverndarárs Evr- ópu 1995 er útfærsla Áslaugar Jóns- dóttur myndlistarmanns á hugmyndinni um þjóðarblóm íslend- inga, holtasóley. Einkunnarorb Nátt- úruverndarársins eru „Hyggjum að framtíðinni - hlúum að náttúrunni". Lag Náttúruverndarársins var kynnt en það er eftir Melkorku Ólafsdóttur 10 ára og texti eftir Sigrúnu Helga- dóttur. Markmiðið er að ná sem víðtækastri þátttöku sveitarfélaga, félagasamtaka, fyrirtækja og almennings í náttúru- verndarárinu. Það hefur verið mikið um ab vera í tengslum við náttúru- verndarár Evrópu hér á landi og má þar nefna samstarf við umhverfis- verkefni UMFÍ, Ferðafélag íslands hef- Náttúruverndarár Evrópu 1995 Hyggjum aö framtíöinni - Hlúum aö náttúrunni „Þeir komu og þeir fóru." Mynd Sigrúnar Stefánsdóttur sem vann fyrstu verbiaun í Ijósmyndasamkeppni Evrópuráösins sem haldin var í tilefni náttúruverndarárs Evr- ópu 1995. ur staöiö fyrir náttúruminjagöngum í sumar, einnig var skógræktardagurinn 12. ágúst haldinn hátíðlegur. Ráð- stefnur voru haldnar síðastliðið vor, m.a. um siðfræði náttúrunnar og um- hverfismál fyrirtækja. í haust verður ráðstefna um efnisnámur og efnis- töku. Póstur og sími hefur gefið út tvö frímerki tileinkuð árinu. Ýmis útgáfa hefur verið í tengslum við náttúruverndarár Evrópu, m.a. töluvert fræðslu- og kynningarefni frá Evrópuráðinu. Á íslandi var staðib fyr- ir útgáfu sérstaks blaðs sem fylgiblað meb Morgunblaðinu og ýmis greina- skrif og fjölmiblaumfjöllun hefur verið til kynningar á náttúruverndarárinu.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.