Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1995, Page 72

Skinfaxi - 01.12.1995, Page 72
72 UMFÍ Náttúran I borginni Á hverju vori bíöa lands- menn óþreyjufullir eftir fréttum af feröum fyrstu farfuglanna til landsins; vorboöanna Ijúfu. Borgar- búar eru ekki síst vel vak- andi yfir feröum „sinna" fugla því þegar krían er komin á Tjörnina vita Reykvíkingar aö sumariö er komiö. Fæstir leiða þó hugann að því að ef fuglarnir ættu sér ekki vísan samastaö þá kæmu þeir ekki. Ef við héldum til dæmis áfram ab byggja hús út í Tjörn- ina, eins og Ráðhúsið, eða þurrkuöum hana upp af einhverjum öörum ástæð- um, hvert héldi krían þá til að verpa? Útivistarsvæbin abgengileg Það er afar mikilvægt aö varöveita og vernda mikilvæg náttúruleg svæöi en í þéttbýli eiga þessi svæöi gjarnan í vök að verjast vegna þess að stöðugt vantar meira svæði fyrir byggingar og þá er oftar en ekki gengið á opnu grænu svæðin. Borgaryfirvöld hafa þó ekki gleymt náttúrunni því þaö er stefna þeirra að við skipulagningu mannvirkja, borgarhverfa og allrar starfsemi verði tekið mið af náttúru- legu umhverfi jafnframt því sem saga borgarinnar veröi virt. Þetta þýðir að enn frekar en áður verður hugað ab því að vernda og efla náttúruleg svæöi í borginni - og síðast en ekki síst er stefnt aö því að gera svæðin aögengi- leg öllum almenningi. Liður þar í er aö fræða borgarbúa um svæðin og því lét umhverfismálaráð Reykjavíkur gefa út upplýsingabækling í vor, sem kall- ast Utivist í Reykjavík. Þar er sagt frá öllum helstu útvistarsvæðum borgar- innar en bæklingurinn nýtist jafn- framt sem göngukort um borgarland- iö og er það von ráðsins að hann hvetji borgarbúa til gönguferöa og annarrar útivistar. Áhersla á göngustígakerfib Til að borgarbúar geti notið útivistar- svæða borgarinnar sem skyldi þarf aö vera auðvelt að komast að þeim. Borg- aryfirvöld hafa lagt mikla áherslu á að efla til muna göngu- og hjólreiðakerfi borgarinnar enda er umferöin á stíg- unum sífellt aö aukast - og á góöviðr- isdögum má jafnvel tala um „Lauga- vegsumferö". Á þessu ári kemst í gagniö mikil samgöngubót sem lengi hefur verið beðið eftir - en það er göngubrúin yfir Kringlumýrarbraut.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.