Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1995, Side 73

Skinfaxi - 01.12.1995, Side 73
UMFÍ saBMBBKiafWBsaa 73 Meö tilkomu hennar tengjast loks stíga- kerfi vestur- og austurhluta borgarinnar og verður nú haegt að komast á stígum alla leið vestan úr bæ að Elliðavatni. Láta umhverfib sig varða Umhverfismálaráð Reykjavíkur er nátt- úruverndarnefnd borgarinnar og hefur því eftirlit með náttúrulegum svæðum borgarinnar. Þar er stefnt að því að náttúran í öllum sínum fjöl- breytileik fái að njóta sín og þess gætt að allar líf- verur hafi þar jafnan rétt. Ráð- ið hefur jafn- framt eftirlit með opnum, grænum svæð- um borgarinn- ar en til slíkra svæða teljast m.a. opin leik- svæði. I öllum hverfum borgar- innar eru slík svæði og þar sem flestir hafa mikinn áhuga á sínu nánasta umhverfi eru það eink- um þessi svæði sem borgar- búar láta sig varða. Margar óskir og ábendingar berast því frá íbúum hverfanna sem hafðar eru til hliðsjónar þegar unnar eru framkvæmdaáætlanir hvers árs. Endurvinnsla Mikið magn af sorpi og öðrum úrgangi fylgir svo stórum þéttbýliskjarna sem borgin er og borgarbúar og borgaryfir- völd hafa nú tekið höndum saman um að minnka þetta magn og stuðla jafn- framt að endurvinnslu. í þeim tilgangi var hafin tilraun með söfnun pappírs til endurvinnslu og var gámum fyrir blöð og tímarit komið fyrir á aðgengi- legum stöðum um alla borg. Einnig hefur verið í gangi tilraun borgarinnar og nágrannasveitarfélaganna um jarð- vegsgerð úr grasi, trjágreinum og kurli sem blandað er hrossaskít. Afurðin hef- ur hlotið nafnið „molta" og virðist til- raunin ætla að gefa svo góða raun að ekki verður annaö séð en að framleiðsl- unni verði haldið áfram. Að lokum má geta þess að áfram er unnið við endurnýjun á holræsakerfi borgarinnar sem mun gera það að verkum að áður en langt um líður verður strandlengjan orðin hrein - börnum og öðrum borgarbúum til ómældrar gleði og ánægju. Bryndts Kristjánsdóttir formaður umhverfismálaráðs Reykjavtkur mm AUGL ÝSINGAVÖRUR Pennar. Klukkur. Kveikjarar. Lyklakippur. Pennastandar. Endurskinsmerki. Vasaljós. Möppur. Brélahnííar. Pennasel. Skjalatöskur. Upptakarar.Ogmargtíl. Yfir 300 vöruflokkará skrá Tranavogi 1, 104 Reykjavík - Allar okkar yorureru Sími 568 2850, Fax 568 2856 prentaðar a Islandi Goði 'aíltaf goður

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.