Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1995, Side 79

Skinfaxi - 01.12.1995, Side 79
UMFÍ salnum á Hlemmi sem geymir marga merka og skemmtilega gripi eins og til dæmis geirfuglínn fræga sem talib er að hafi verið sá síðasti sinnar teg- undar. Umtalsverð vakning hefur orðið mebal þjóða heims um nauösyn þess að vakta og vernda umhverfið. Al- þjóðlegum samningum á sviði nátt- úruverndar fer sífellt fjölgandi og er það vel því þeir eru vettvangur fyrir samvinnu ríkja að umhverfismálum. Hvernig mál þróast er náttúrlega undir okkur sjálfum komið. Ábyrgðin er okkar og það sem vib, hinn al- menni borgari ásamt stofnunum og félagasamtökum, getum gert er ómet- anlegt. Gamla góða máltækið; „Margt smátt gerir eitt stórt" er að sjálfsögðu í fullu gildi. Við verðum að sýna stað- festu, nýta okkur þá þekkingu sem fyrir hendi er og ganga ekki um of á náttúruna. Eða eins og skáldib Jónas Hallgrímsson sagði: „Náttúrufrœðin er allra vísinda indœl- ust, og nytsemi hennar harla mikil og margfaldleg. Hið líkamlega líf mannsins hér á jörðu er, að kalla má, allt saman komið undir náttúrunni og réttri þekk- ingu á þeim hlutum, er hún framleiðir. Alls konar afli, aðdrættir á sjó og landi og allar vorar handiðnir og kaupverslun manna á meðal þarf slíkrar þekkingar við, eigi það ekki allt saman að mistak- ast. Náttúruvísindin forða oss fyrir marg- fóldu tjóni, veita oss œrinn ávinning og auka þannig farsæld manna og velmeg- un." Höfundur Þóra Jónsdóttir starfsmaður Náttúrufrœðistofnunar íslands og áhugamanneskja um umhverfismál

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.