Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Síða 12
7-
7
Sjáum viö af fornum fræðum
frjáls var jafnan sjámannslund,
fardrengir í fögrum lclæðum
flcyttu sfceið um mararsund.
Atlantsálinn óðu óblauðir,
upj} að ströndum lands vors bar,
hræddust ekki hel né nauðir
hugumstórir víkingar.
Þeirra starf er starfið mesta -
stöndum, föllum öll með því.
Þeirra starf er starfið versta,
stríðum hafs í veðragný.
Þeir eru okkar styrkust stálin,
stoðin sem upp landið ber.
Þeir eru okkar þjóðarsálin,
því er skylt þá heiðrum vér.
Árin liðu, aldir runnu,
öllu tæknin hefir breytt,
greipar iðnar gullið spunnu,
græði úr var fénu veitt.
Bæir risu, byggðist dalur
brúarmóðu tengslin sterk.
Því sjá bæði hrund og halur
hulin liggja ei sjómannsverk.
Þó að höggvist skörð í skjöldinn
skelfist ek.ki drengja val,
við gamla Ægi glíma um völdin,
gulli ná af yggldum hal.
Fórnarlund er farmanns hróður
fagurgreypt í hvers eins borð.
Styðja fyrst hann Steina bróður
standa gullin þessi orð.
Enn má sjá að fsland elur
ekki tóma miðlungsmenn,
hræðast ei né hlaupa í felur,
hlutgengir þeir reynast enn.
Undan ægis brettum brúnum
bilar hvorki þrek né ráð,
hlutverk sjómanns hetjurúnum
hefir þeirra saga skráð.
Sjáum við af fornum fræðum
frjáls var jafnan sjómannslund,
enn mun lifa í þeim glæðum,
ekki dvína nokkra stund.
Hvar sem fslands farið flýtur
fjallkonunnar merki skreytt,
hvar sem byrðings brotna spýtur,
bræður, verið allir eitt.
Guðm. Magnússon.
Norðfirði.