Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Page 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Page 13
Ur endurminningum Guðmundar frá Bakka ÍS OG ERFIÐLEIKAR Árið 1888 var eitt hið mesta erfiðleika- og harðindaár, hér norðan lands, vegna mikilla haf- ísa og aflaleysis. Mér er þetta ár mjög minnis- stætt og ætla ég því að segja frá því helzta, er á daga mína dreif á þessu herrans ári. Vera kann að einhverjum þyki ekki ómerkilegt, að bera saman þau lífskjör, er menn áttu almennt við að búa á þessum árum, við það, er nú tíðkast, og kynnast að nokkru þeirri lífsbaráttu, er al- geng var fyrir, og allt fram undir síðustu alda- mót. , Ég byrja þessa frásögn mína í árslok 1887, en þá hafði ég ráðið mig á „Trofast“, er var lítill hákarlabátur (vetrarskip), er Kristinn Hafstein útgerðarmaður á Akureyri átti. Skip- stjóri á „Trofast“ var Jóhann Þorfinnsson frá Iíóli í Skagafirði. Við fórum í hákarlalegu á annan dag jóla, að kvöldi, og höfðum þriggja sólarhringa útivist, eins og venja var, þegar vel gekk, enda gekk þessi fyrsta ferð okkar ágætlega. Lögðum við því strax upp í aðra legu og komum aftur til Siglufjarðar á Gamlárskvöld. Á annan í nýjári 1888 héldum við inn til Ak- ureyrar með lifrina, og lögðum hana þar upp, eins og skip Kristins Hafstein voru vön að gera. Fórum við síðan nokkrar legur frá Akureyri og fengum góðan afla. Þegar komið var fram í marz, rak mikinn hafís að landi fyrir öllu Norðurlandi, svo að hvergi sást í auða vök. Fraus þá saman sjór og land, svo að ganga mátti þurrum fótum um vík- ur og voga, alla leið frá Siglufirði til Akureyr- ar. Um sumarmál rak ísinn nokkuð frá landi, en lagís var þó allmikill á innanverðum Siglu- firði, svo að ekki var unnt að koma skipum út úr firðinum. Var þá tekið að saga ísinn og sög- uð mjó rás frá eyrarodda og inn á poll, innan- vert við Siglufjarðareyri, en ekki var þessi rás þó fær nema smábátum. FERÐ TIL SAUÐÁRKRÓKS Þennan vetur var hart í ári í Siglufirði, eins og víðar um Norðurland og vörur mjög af skorn- um skammti, og að mestu gengnar til þurrðar um sumarmál. Var það ráð því tekið að senda 12 menn til Sauðárkróks eftir matbjörg, og feng- ust fljótt menn til þeirrar farar. Fórum við all- ir fótgangandi yfir Siglufjarðarskarð og feng- um þrjá litla báta lánaða í Hraunakrók, en þá var þar útræði nokkuð og margir bátar í naust- um. Einar bóndi Guðmundsson á Hraunum og fleiri bændur lánuðu bátana. Formenn á bátun- um voru þeir: Jóhann Þorfinnsson á Hóli, Jón Sveinsson á Siglunesi, og Baldvin Jóhannsson á Siglunesi. Þegar við lögðum af stað úr Hrauna- krók var að sjá íslaust með landi og héldum við því vestur á bóginn í áttina til Sauðárkróks. Þegar kom að Kögurvík við Þórðarhöfða var ekki unnt að komast lengra, því að allt var fullt af ís, þegar innar dró. Drógum við bátana á land og gengum til Hofs- óss. Hittum við þar að máli Ólaf heitinn Haf- stein verzlunarstjóra og báðum hann að greiða fyrir okkur og lána okkur bát, því að okkur þótti líklegt, að hægt væri að komast þaðan sjóveg til Sauðárkróks. Lánaði hann okkur bát, er Sleipnir hét, og var hann svo stór, að hann bar næstum því eins og allir hinir bátarnir, sem við fengum í Hraunakrók, einnig lánaði hann okkur minni bát. Héldum við síðan til Sauðár- króks og komumst þangað við illan leik eftir sólarhrings útivist. Komum við þangað seint að kvöldi. Forstjóri Gránuverzlunarinnar á Sauðárkrók var þá Stefán Jónsson, sonur sr. Jóns í Glaum- bæ. Snerum við okkur strax til hans, því að við höfðum bréf meðferðis frá Oddvita Hvanneyrar- hrepps, er gerði grein fyrir erindi okkar. Fengum við þegar hinar beztu viðtökur og afhenti Stefán okkur vörur þær, er við áttum að sækja, og létum við þegar í stað bera þær í bátana. Þó að kvöld væri komið og við værum svefnlitlir, ákváðum við að leggja af stað heim- leiðis þá um kvöldið. En ekki var fyrsti áfang- inn langur, því að eftir nokkra erfiðleika urð- um við að lenda á miðjum Borgarsandi og bera vörurnar af skipunum og láta fyrirberast þar um nóttina. Á næsta sjávarfalli komumst við austur fyrir Hegranesið, og lágum þar við klapp- irnar, innan við Utanverðunes, allan þann dag, VIKINGUR 13

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.