Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Page 39
Pistilinn skrifar
Markmið og tilgangur með stofnun sjómanna-
blaðsins „Víkingur“ var áreiðanlega sá að gjöra
tilraun til þess, að sameina sjómenn um áhuga-
mál sín og velferðarmál stéttarinnar, en alls
ekki sá, að vera með óþarfar og óheppilegar
hnútur til sérstakra manna bæði í tíma og ótíma,
sem aðeins geta leitt af sér óþarfa leiðindi, en
missa þó marks þar eð sannanirnar eru ekki
lagðar á borðið um ieið. Líf og starf sjómann-
anna er svo heiðarlegt og drengiiegt, að það er
illa farið, er einstöku menn úr stéttinni eru svo
baráttufúsir, að þeir skyrrast ekki við að setja
á prent allskonar óhróður um menn og málefni,
án þess fyrst að gjöra sér ljóst, hvað muni nú
vera unnið við slikt, fyrir stéttarsamtökin. En
það verður þó að ganga út frá, að tilgangurinn
hafi ekki verið eins slæmur og margt bendir til.
Betur væri að slíkir menn temdu sér þann góða
sið að telja upp að þúsund, áður en þeir létu
slík skrif frá sér fara er hér um ræðir, verið
gæti, þá að af mönnum dragi mesta móðinn og
augu þeirra upplykjust þá fyrir því að það er
gott á stundum að geta talað, en að stundum
er beti’a að þegja.
En það er tilefni þessara orða, að í síðasta
tölublaði „Víkings“ er pistill í greinaflokknum
„um hvað er talað,“ sem ég álít að eigi alls
ekki heima í þessu blaði, nefnist pistill þessi
„Gutenberg.“ Því hefir einu sinni verið lýst yfir,
að blað þetta tæki ekki afstöðu til flokka þeirra,
er um völdin deila nú í landi voru, á meðan
að svo er, er hvorki drengilegt né rétt að vera
sýknt og heilagt, að narta í sömu menn, eða sér-
stakan flokk manna, nema því aðeins að þeir
hafi orðið berir að fjandskap og fláttskap við
sjómennina. Látum hin blöðin deila um leig-
una á Gutenberg, engir munu vaxa af þeirri
deilu. Það er ekki svo að skilja að sjómenn
varða að sjálfsögðu öll mál er upp koma, jafnt
og aðrar stéttir þjóðfélagsins, en við höfum
annað markmið. með þessu blaði, en það, að
taka þátt í slíkum umræðum, sem átt hafa sér
stað um þetta og fleiri mál því lík.
Þegar að sjómenn eru orðnir svo samtaka
og samstarfið svo heilsteypt, að af því megi
árangurs vænta í hinni almennu stjórnmála-
baráttu, þá liggur beint fyrir að breyta blaðinu
í stjórnmálablað, eða gefa út annað, sem hefir
það hlutverk, fyrr er ekki tímabært, né heldur
til neins gagns, að vera með sífellt nart í ein-
staka menn.
I sama pistli eru einnig önnur ummæli, sem
eru að mínu áliti algjörlega óverðskulduð, óvið-
eigandi og vanhugsuð, hvaðan kemur höfundi
réttur til þess, að hafa þar þau ummæli, um
þá menn er hann hefir í huga, að þeir séu
„ó-sjálfbjarga“ „ó-jafnaðarmenn“, slíkt eru al-
gjörlega óviðeigandi og óverðskulduð orð í
þeirra garð. Ég gjöri ráð fyrir að þetta þurfi
ekki frekari skýringa, en svo mikið er víst, að
ég tel það einmitt lýsa atorku og áræðni, að
menn þeir er þar mun átt við, fóru inn á þessa
braut, til þess að taka þátt í glímunni um gull-
kálfinn. Borðstofuhjal nokkurra fárra manna
er ekki ávallt í samræmi við það sem þjóðin
helzt vill halda á lofti.
H. Hafstein segir í einu af kvæðum sínum:
„Strikum yfir stóru orðin,
standa við þau minni reynum,
skjöllum ekki skrílsins vammir,
skiljum sjálfir hvað vér meinum."
Þessi orð hins mikla skálds er vert að hafa
í huga, þegar menn henda sögur og órökstudd
ummæli manna og blaða á skotspónum.
Á. S.
Nýtt skipstjóra- og stýrimannaíélag
Skipstjóra- og stýrimannafélagið Grótta var
stofnað sunnudaginn 14. júní síðastliðinn. Er
það félag skipstjóra og stýrimanna með hinu
minna fiskimannaprófi. Tilgangur félags þessa
er að vinna að hagsmuna og launamálum með-
lima sinna, svo og kynnum þeirra í milli. Þá
vill og félagið vernda rétt meðlima sinna og
einnig láta til sín taka endurbætur á sviði sjáv-
arútvegsins.
Starfsvið félagsins er Reykjavík og útgerðar-
stöðvar við Faxaflóa, þó að Akranesi undan-
skildu. — Þegar hafa nær 100 skipstjórar og
stýrimenn gerst meðlimir, þó mun tala með-
lima aukast enn að mun.
Stjórn félagsins er skipuð fimm mönnum og
þrem til vara. Þessir hlutu kjör í stjórn fé-
lagsins á stofnfundi þess
Formaður: Agnar Hreinsson, ritari: Guð-
mundur Ó. Bæringsson, gjaldkeri: Gísli Jóns-
son. Meðstjórnendur: Valgarð Þorkelsson og
Auðunn Sæmundsson.
í varastjórn félagsins eru:
Varaformaður: Bjarni Þorsteinsson, vararit-
ari: Ágúst Snæbjörnsson, varagjaldkeri: Þor-
steinn Jónsson.
V I K I N G U R
39