Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Side 44
Úr starfskýrslu Vélstjóra-
félagsins 1941
Vöntun á æfðum vélstjórum.
Einhver erfiðasti þátturinn í starfsemi fé-
lagsins er vélstjóraeklan. Fyrir alllöngu er svo
komið, að réttindamenn hafa ekki fengizt, og
óvaninga hefir orðið að setja í þeirra stað, til
þess að koma skipunum út. Þetta er að vísu
ekki nýtt fyrirbrigði hér eða annarsstaðar, en
það er alls ekki æskilegt eigi að síður. Dæmi
eru þegar fyrir hendi um alvarlegar truflanir,
er rekja má til mistaka af þessum ástæðum. En
þegar svo er komið, éins og nú er víða á togur
unum, að ekki er nema einn æfður vélstjóri á
skipi, þá verður aðstaða hans mun erfiðari en
áður, og var þó ekki á bætandi Ýtir það að
sjálfsögðu undir enn meiri flótta frá skipunum.
Sem betur fer, munu nú allflestir útgerðar-
menn komnir á þá skoðun, að starfsemi vél-
stjórafélagsins undanfarið, er miðar í þá átt
að mennta vélstjórana sem bezt, þó ýmsir örð-
ugleikar séu á þeirri leið, hafi verið hin eina
rétta. Samvinna hefir því verið góð bæði við
skipaeigendur og skipstjóra um að bjargast
yfir þessa erfiðleika eftir beztu getu. Við verð-
um að líta á þetta allt sem bráðabrigðaástand
og haga gerðum okkar eftir því.
Þó að telja megi víst, að vélstjórar þeir, er
hafa snúið sér að landstörfum um stund, leiti
til skipanna aftur, ef vinnuskilyrði breytast, þá
er fullkomlega réttmætt, að félagið ýti undir
aðstreymi að stéttinni. — Útlit er að vísu ekki
Enskir sjóliðar, œfðir til þess að geta tekið þátt í
bardögum landgöngusveita.
gott um fjölgun stórra vélskipa eins og stendur.
En það er þjóðfélaginu svo knýjandi nauðsyn,
að það verður að komast í framkvæmd, þó ein-
hver dráttur kunni á því að verða. Munu allir
sammála um það.
Okkar lilutverk er reyndar að búa í hagirm
fyrir þá einstaklinga, sem skipa sér í okkar
raðir. En við megum þess vegna ekki láta okkur
henda þá skyssu, sem ýmsar fagstéttir hér hef-
ir hent, að stefna að eigin innilokun. Heilsteypt
og athafnasöm stétt getur því að eins orðið til,
að nokkurt úrval eigi sér stað; það er undir-
stöðuatriði eðlilegrar þróunar. Áminnstir erfið-
leiltar eru líklegir til að setja mark sitt á stétt-
ina í bili, en sé málinu haldið fram af hendi fé-
lagsins með viðsýni og vakandi áhuga, vex stétt-
in að nýju upp yfir örðugleikana og eflist að,
orku og magni enn meir en áður var.
Aðalfundur F. í. L.
Aðalfundur F .1. L., haldinn 26. júní 1942,
mótmælir eindregið, að fyrirhugaður Sjó-
mannaskóli íslands verði bygður eftir, eða í
líkingu við, þá uppdrætti Sigurðar Guðmunds-
sonar, sem hlutu hæstu verðlaun í hugmynda-
keppni um Sjómannaskólann, og sem síðan
hafa verið birtir í Lesbók Morgunblaðsins (7.
júní 1942).
Álítur fundurinn að hvorki sé hægt að sætta
sig við útlit byggingarinnar eins og hún er á
uppdrættinum, eða þá afstöðu, sem henni er
valin á hinni fyrirhuguðu lóð.
Ennfremur vill fundurinn mælast til þess, að
10—20 utanbæjarnemendum verði trygð
heimavist í skólanum, en ráð er gert fyrir
heimavistarhúsi, er síðar yrði hægt að byggja
á lóðinni.
Fundurinn mótmælir einnig þeirri ákvörð-
un atvinnumálaráðherra, að taka ekki til greina
ítrekaðar samþykktir og áskoranir byggingar-
nefndar sjómannaskólans, um að húsameistara
ríkisins yrði falið að gera uppdrátt að skóla-
byggingunni, eftir að sýnt var að enginn þeirra
uppdrátta, sem borizt höfðu, var af nefndar-
innar hálfu talinn hæfur til 1. verðlauna.
í stjórn félagsins voru kosnir:
Friðrik Halldórsson, Geir Ólafsson, Jón Eir-
íksson, Haukur Jóhannesson og Halldór Jóns-
son.
Stjórnin skiptir með sér verkum.
44
V I K I N G U R