Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 1
SlÓmRHHFiBLFiQIÐ
UIKIH6UR
ÚTGEFANDI: FARMANNA- OG FIS KIM AN N AS A M B AN D tSLANDS
V. árg. 3. tbl. Reykjavík, marz 1943
F.IGI ER EIN BÁRAN STÖK...
Við íslendingar höfum lengi átt um sárt að binda í baráttunni við Ægir, óteljandi harm-
sögur hafa gerzt hér á landi, þar sem ástvinirnir, er á sjóinn fóru komu aldrei aftur. Einn og
einn eða margir í hóp, hafa sjómennirnir okkar stundum orðið að lúta í lœgra haldi á litlu fleytun-
um sínum, fyrir hinum stórhrikalegu öflum íshafsveðrátlunnar, sem þeir sífelt heyja stranga lífs-
baráttu við. Á hverju ári berast fregnir um landið af skipstöpum. Þó nokkuð hafi tekizt að verjast
slíku með auknum slysavörnum og vaxandi öryggisaðgerðum.
Það sem af er þessu ári hefir hvert sjóslysið af öðru skeð, sem hafa vakið vábrest um ýms
héruð landsins.
Að kvöldi 12. febrúar héldu um fjórir tugir fiskibáta ai svceðinu frá Súðavík til Flateyrar
út á fiskimið. Sjóveður var sœmilegt og afla von og því sótt af kappi eins og títt er um sjósókn
Islendinga. Daginn eftir skall á ofsaveður. Síðla dags voru 20 bátar ókomnir að landi. Mörg
hundruð manna og kvenna biðu milli vonar og ótta. Einn af öðrum kom utan af hafinu úr storm-
inum, bylnum og frá hinum risavöxnu öldum. Um kvöldið vantaði þó enn fjóra, en til þriggja
spurðist brátt. Fjórði báturinn, ,,Draupnir“ frá Súðavík kom ekki aftur. Fimm vaskir sjómenn létu
þar lífið. Þar af fjórir úr sömu sveit. Fjögur börn ung misstu þar feður og fyrirvinnu. Tvær konur
voru sviftar eiginmönnum og aldraðir foreldrar vöskum sonum.
. .En skömmu síðar varð enn mannfrekara sjóslys. Nóttina milli 17. og 18. febrúar fórst m.s.
Þormóður frá Bíldudal. Skipið var á leið frá Patreksfirði til Reykjavíkur. Með skipinu voru 24
farþegar, þar á meðal níu konur og eitt barn, drengur sjö ára. Skipshöfn voru sjö menn, Þetta
slys mun vera eitt af þeim átakanlegustu, er skeð hafa hér við strendur landsins. Á einni nóttu
misstu þar tuttugu og sex börn feður sína. Átta þeirra misstu þar einnig móður sína, og eitt barn
missti þar fósturforeldra sína báða. Tuttugu og tveir þeirra, er fórust, átti heimili á Bíldudal, sjö
konur, einn drengur og fjórtán karlmenn, allt fullþroskaðir menn, er gegndu þar fjölbreyttum
störfum, og nokkrir þeirra mikilvcegum trúnaðarstörfum. Vinna þeirra allra og velmegun var
var tengd kauptúninu og velmegun þess nátengd atorku þeirra.
Hið síðasta sem heyrðist um afdrif skipsins, er allt þetta fólk var með, var skeyti, er skip-
stjórinn sendi til Reykjavíkur, er var þannig orðað: — Erum djúpt út af Stafnesi. Mikill leki kom-
inn að skinu. Eina vonin um björgun er að hjálpin komi strax. — Ofviðrið þrumaði allt í kring,
hríðarbylur svo varla sást út fyrir borðstokkinn, og hvítfreyðandi öldur á alla vegu. Þannig er al-
gengt umhverfi íslenzku sjómannanna á hafinu. Þeir glúpna ekki við slíku, hugarfar þeirra er
hert af hœttunum, skyldustörfunum verður að gegna til hinztu stundar. Björgun var vonlaus, ham-
farir náttúruaflanna hindruðu alla hjálp.
VlKINGUR
65