Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 14
eru eins útlítandi eins og hin, en fyrir aftan hring-
merkið og nokkru ofar á skipshliðinni, að undan-
skildu merkinu fyrir vetur á Norður-Atlandshafi,
sem er jafnhátt hinu. Auk þess hafa allir stafirnir
Mifok i pa.
tfvi bvú.r) þilfa.Yj
• 1 1 :
1 1 1 1 « 1 1 WcSslu bovfi
t I , 25 mtn
_J : : i . £fn bvú.r> vnevh'is
300'mm
/slenzkt hleöslumerki fyrir smáskip, samkvæmt reglugerð
útgefinni 12. marz 1943, samkvæmt lögum nr. 38, 30. júní
1942.
við merkin T fyrir framan stafina á íslenzku og
norðurlandamálunum, t. d. TS, TY, TVNA o. s. frv.,
á ensku L, t. d. LS, LW, LWNA, og á frönsku B,
eins og BE, BH, BHAN.
Sömuleiðis má geta þess, að til eru enn ein
hleðslumerki, hin svonefndu stöðugu merki (con-
stant). Þá er aðeins notuð ein lárétt lína fyrir fram-
an hringmerkið.
Þetta merki er nær eingöngu sett á skip, sem eru
mjög léttbyggð og ekki ætluð til þess aö flytja
þungavöru, eins og t. d. farþegaskip.
Eins og skiljanlegt er, þarf ekki að setja önnur
hleðslumerki á skip, en sem hæfa þeim svæðum,
sem það siglir um, og þess vegna er fært með þau
öll nema þau skip, sem ferðast um allan heim.
Seglskip hafa þó nokkra sérstöðu í þessum efnum,
því á þau eru ekki markaðar aðrar línur en F og
VNA auk hringmerkisins. Lárétta línan í hring-
merkinu gildir þar fyrir sumar og vetur.
lslenzku hleðslumerkin fyrir fiskiskip m.m.
Eins og áður er vikið að, voru samþykkt á Al-
þingi árið 1942 lög þess efnis, að þau íslenzk skip,
sem undanskilin eru frá því að hafa alþjóða hleðslu-
merki, skulu þó hafa ákveðið minnsta hleðsluborð,
eða, eins og lögin segja, þá „— nær þetta ákvæði
til allra skipa, sem eru farþegaskip, og skipa, sem
eru í vöruflutningum innanlands, hafna á milli, eða
flytja farm milli íslands og annara landa“.
Eru þessi lög að ýmsu leyti í mjög svipuðum
anda og samskonar lög hjá nágrannaþjóðum okkar,
en slík lagasetning þó í sumu nokkuð mismunandi,
og mjög háð öllum staðháttum og öðrum aðstæð-
um.
Samkvæmt lögum þessum hafa nýlega verið gefn-
ar út reglur um það, hvernig hleðsluborð þessara
skipa skuli ákveðið, svo og hvernig hleðslumerki
þeirra skuli líta út. Útreikningur hleðsluborðsins
samkvæmt þessum reglum er í aðalatriðum svip-
aður alþjóðareglunum, en þó hefir ýmsu verið breytt
eða vikið við, ef álitið var, að slíkt hæfði betur að-
stæðum hér á landi. Sérstök áhersla hefir verið
lögð á að gera reglurnar sem einfaldastar og óbrotn-
astar í framkvæmd.
Hleðslumerkið sjálft á að líta út eins og með-
fylgjandi mynd sýnir. Skal það grópað í hliðar
skipsins og málað á sama hátt og alþjóðahleðslu-
merkið.
Auk hleðslumerkisins eiga skipin samkvæmt lög-
unum að hafa meðferðis hleðsluskírteini, er sýnir
hleðsluborð þeirra.
Að lokum skal þess getið, að þótt skip „liggi
á merkjum", þá getur það auðvitað verið mjög mis-
jafnt hlaðið, — annaðhvort legið fram eða aftur.
allt eftir fyrirkomulagi farms, kjölfesti, eldsneytis
o. s. frv. Sé fært til í skipinu til þess að breyta
afturhleðslunni, á hleðsluborðið að jafnaði ekki að
breytast neytt, þar eð skip oftast „vega salt“ ná-
lægt miðju sinni. Samt er það dálítið breytilegt
eftir lagi skipanna.
REGLUR UM FARÞEGAFLUTNING.
Hinn 13. marz þ. á. gaf atvinnu- og samgöngumála-
ráðuneytið út reglur um fólksflutninga á skipum, sem
ekki eru farþegaskip. Reglurnar eru gefnar út samkvæmt
Iögum um eftirlit með skipum frá 1938.
f þessum nýju reglum segir meðal annars, að opnir
bátar megi ekki flytja fleiri farþega en þrjá, auk for-
manns og vélamanns, nema að fengnu leyfi skipaskoðun-
armanns, sýslumanns eða hreppstjóra.
Auk þess er þilfarsskipum bannað að flytja farþega
nema með leyfi skipaskoðunarmanns. Þó má ekki veita
slíkt leyfi nema scrstaklega standi á, og ekki fyrir fleiri
farþega en 10. Bjargbelti fyrir alla skulu vera á hand-
hægum stað um borð, og ef farið er út fyrir takmörk
innfjarðarsiglinga, auk þess bátur og bjargfleki fyrir
alla.
Ef sérstaklega stendur á, þannig að fólk kemst ekki
á mannfundi nema á skipi, getur þó skipaskoðunarstjóri
eða annar, er hann tilnefnir, veitt undanþágu frá fyrr-
greindum reglum.
Brot gegn ákvæðum reglugerðarinnar varða allt að
5000 kr. sektum.
Trúlofunarhringar,
BORÐBÚNAÐUR,
TÆKIFÆRISGJAFIR í góðu úrvall.
Guðm. Andrésson, gullsmiður,
Laugaveg 59 — Simi 3607
78
VlKlNGUR