Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 24
Gasið er hreinsað í þar tíl gerðum stöðvum, og mikið af föstum efnum sem hreinsuð eru úr því, eru pressuð saman í töflur og flutt í ofn- inn aftur og brennt þar. Lækkar það vinnslu- kostnað járnsins um 10%. Fyi’rum olli allt gjallið, sem myndaðist við járnvinnsluna, miklum erfiðleikum. Það var vandkvæðum bundið að koma því frá, enda var það 4—5 sinnum meira að magni en hrájárnið. Nú er það orðið til ýmsra hluta nytsamlegt, t. d. múrsteinsvinnslu, einangrunar, þvottaefni, möl o. fl. Þá hefir fínmulið gjall hin síðustu árin verið notað í tilbúinn áburð. Þannig hafa til dæmis slétturnar í Ukrainu fengið veruleg- an hluta af áburði sínum úr járnbræðsluofn- unum á Krímskaga. Ennfremur hefir hiti gjallsins, er það kemur úr ofnunum, verið notaður til þess, að fram- leiða eim fyrir L.Þ.-túrbínur. Hafa með þessu móti náðst 36 hestöfl fyrir hverja smál. af gjalli, sem sent er úr ofnunum. Þegar hrájárnið kemur úr ofninum, er því rennt í mót, sem grafin eru í sand og hafa samband hvert við annað. Er þetta járn nefnt á ensku Pigiron. í U. S. A. eru mótin víða höfð á bandi, er rennur fram hjá ofninum með hæfilegum hraða. Á leið sinni að járnbrautar- vagninum storknar járnið og fellur síðan úr mótinu og niður í vagninn. I iðnaðinum eru notaðar margar teg. járns, og eru eiginleikarnir mest háðir kolamagni þess, en einnig mangani, Silicium og brenni- steini, sem í það hefir verið blandað. Járn með miklu kolefni, t. d. frá 2,3—4%, er ekki hægt að smíða, heyja eða hamra, því þá springur það, hvort sem það er heitt eða kalt. Er þetta kallað steypujárn, og er bræðslumark þess 1100—1200°C. Eftir því sem kolamagn járnsins er meira, er bræðslumark þess lægra. Hreint járn — eða járn með litlu kolefni — er mjúkt við venjulegt hitastig, en bráðnar ekki fyrr en við 1528°C, er það lítið notað til iðnað- arþarfa. Eiginleikar stáls eru einkum metnir eftir því, hvort hægt er að herða það og smíða. Smíða- stál getur í mesta lagi haft 1.5% kolefni. Við hita mýkist það löngu áður en bræðslumarki er náð, og er þá hægt að hamra það og teygja og jafnvel sjóða. Járn með 1.5—2.3% kolefni er lítið notað. Til þess að hægt sé að herða stál, þarf að vera í því 0.5% kolefni. Nöfnin járn og stál gefa ekki fulla skýringu á því, hverskonar efni um er að ræða. Hefir því nafnið verið dregið af vinnsluaðferðinni, og 88 er því allt járn, sem unnið er við bræðslu, nefnt heildarnafninu stál. Hrájárnið úr háofninum er mjög kolaríkt, og áður en það er notað í steypu, er það brætt um í svonefndum kuppelofni. 1 þessari um- bræðslu má breyta kolamagninu og öðrum eig- inleikum og efnainnihaldi þess. Járn með miklu Silicium verður grátt steypujárn, sé það hins vegar blandað mangani, verður það hvítt steypujárn. Brennisteinn og fosfor hafa mikil áhrif á járnið. Er brennisteinninn mjög skaðlegur, ger- ir hann járnið brotgjarnara við hita og hækkar bræðslumark þess. Fosfor hefir að vissu marki góð áhrif á steypujárn, en er skaðlegur smíða- járni. Það af hrájárninu sem ekki er brætt um í steypujárn, fer í stálvinnslurnar, og er þar breytt í stál með mismunandi aðferðum, sem kenndar eru t. d. við Bessemer-Thomas, Siem- ens og Martin, og stálið þá kallað því nafni. Einnig er unnið svokallað deiglustál og stál- steypuhlutir. Nokkur hluti hrájárnsins fer til vinnslu á verkfærastáli og ýmsra annara hluta. Járnhreinsun með svokallaðri eldglóðun og „puddling“ fer eiginlega þanni gfram, að kol- efninu í hrájárninu er brennt. Áður var not- aður viðarkolaeldur og hrájárnið brætt í hon- um. Var það svo kælt annað hvort með blásturs- lofti eða sýrublönduðu gjalli. Nú eru aftur á móti notaðir bálofnar, og kolefni járnsins eytt með kolaeldi sem beint er yfir og undir járnið. Járnvinnsla með þessari aðferð er þó ekki almenn, því hið mjúka stál er orðið almennast. Verkfærastál er unnið úr svokolluðu deiglustáli með flóknum umbræðslu- aðferðum á deigu járni í deiglum. Þessar vinnsluaðferðir eru þó stórum sein- virkari en hinir miklu og fullkomnu háofnar. Árið 1855 hélt Englendingurinn Bessemer fyrirlestur, þar sem hann útskýrði skoðun sína á stálvinnslunni, og gaf yfirlit yfir nýjar að- ferðir sem nota mætti til þess, að vinna stál fljótt og ódýrt. Megin-uppfinning hans var í því fólgin, að brenna kolefninu með því að blása lofti í fljót- andi hrájárnið, mætti gera þetta í sérstökum ofni án sérstakra bræðslutækja. Við blöndun kolefnis og sýru, og einkum við blöndun Silici- um og sýru, myndi fram koma nógur hiti til þess að halda járninu bráðnu. Iblöndun af 1% Silicium eykur hitann í baðinu um 287°C og 1% af kolefni um 9°C. Við blöndun með mang- an, þ. e. manganríku járni, hverfur járnsýr- lingsmyndun. Hugmynd Bessemers var rótt, en hann eign- VlKlNGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.