Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 19
Styrjaldarpólitíkin.
öllum hugsandi sjómönnum, og raunar von-
andi mörgum öðrum hugsandi mönnum, ætti að
vera það ljóst, hvílíkur voði stendur fyrir dyr-
um, ef áfram heldur sem hingað til aðgerðum
og aðgerðarleysi þings og stjórnar í sjávarút-
vegsmálum vorum. Skipastóllinn gengur stöð-
ugt saman, afkastamestu skipunum fækkar, og
engin koma í staðinn. Vísir til þess að halda
í horfinu eru nokkrar nýbyggingar smærri skipa
hér heima fyrir, svo rándýrra, að ekki er útlit
til að verða muni til annars en þess að auka
þeim, tr í það hafa ráðist, vonbrigða og tjóns,
nema að skilningur valdhafanna gjörbreytist á
þessum málum.
Sá kostnaðarauki, sem á lang tilfinnanlegast-
an hátt er við byggingu þessara skipa, er hin
svo oft um rædda og að svo miklu leyti heima-
tilbúna dýrtíð, sem svo hart kemur niður á
framleiðslu þessara skipa.
Þegar nú á það er litið, að til þess að mæta
aukinni dýrtíð og yfirleitt til allra sinna fram-
kvæmda, bæði verkfærakaupa og annars, eru
bændum greiddar tugmiljónir króna, og þegar
þess er gætt, að þetta fjármagn verður því
einhversstaðar annarsstaðar að koma en frá
bændum sjálfum, að þetta fé kemur óvéfengjan-
lega frá sjávarútveginum og i gegn um hann.
Er það ekki nema normalt búvit, að sjá svo fyrir
þessari arðbærustu atvinnugrein landsmanna, að
hún ekki færist of mikið saman á þessum erfiðu
tímum, ef mögulegt er.
Eins og ríkissjóði hefir nú verið gert, að
greiða ógrynni fjár til bænda til að mæta auk-
inni dýrtíð vegna aukins framleiðslukostnaðar,
hefði því mátt vænta þess af bændaliði Alþingis,
að það ekki hefði snúist öndvert gegn þeim lítil-
fjörlega styrk, til nýbygginga, báta allt að 150
tonna, eins og nú er á daginn komið, og var
þó hvergi nærri svo hart í sakirnar farið, að
þeim þyrfti þessvegna að ofbjóða, enda styrk-
urinn svo lítill, að hvergi nærri náði fullri dýr-
tíðaruppbót á hérlend vinnulaun á þessa smíði,
heldur miklu frekar sem uppörfun.
hafa farist með allri áhöfn og hefir því höggvist
stórt skarð í okkar fámennu sjómannastétt, það
stórt skarð, að við bíðum seint bætur. Þessvegna
verða allir, sem hlut eiga að máli, að vera sam-
taka um það, að skapa eins mikið öryggi og
hægt er, og ég vona einnig, að útgerðarmenn
láti ekki sitt eftir liggja, þegar þeir sjá, hvað
það hefir mikið að segja.
VlKlNGUR
Styrkjasaga þessara manna á þingi þjóðar-
innar er sú, að þess er ekki að vænta, að þeim
hafi klíjað við, en andúð þeirra virðist svo mik-
il á sjómensku og sjávarútvegi, að þeir virðast
sjaldan setja sig úr færi til þess að hamla gengi
sjávarútvegsins. Þessi andúð er að dómi okkar
sjómanna mjög þjóðhættuleg, og kemur raunar
oftar fyrir en í þessu tilfelli, er þeir koma svo
óbóndalega fram, að þeim þykir engin þörf á
að hyggla sinni beztu mjólkurkú. Verður þó
ekki séð að bændum sé minna áríðandi en öðr-
um að sjávarútvegurinn geti staðizt, eða hvaðan
á annars að ausa í þeirra botnlausu hít?
Það mundi vissulega enginn sjómaður harma
það, og sennilega fáir þeir, sem við sjávarsíð-
una búa, þó að sú stefnubreyting verði hjá
bændavaldinu yfirleitt, bæði utan þings og inn-
an, að niður skyldi fella alla styrki hjá at-
vinnuvegunum eða sem mest það. Að kjörorðið
ein þjóð í einu landi, eða eins og við segjum:
ein skipshöfn á einu skipi, verði meira raun-
hæft, þar sem hverjum er gert að skyldu að
sjá um sín störf og skipa sitt rúm, svo fullt sé.
Er mér kunnugt um það, að það er trú fjölda
sjómanna og örugg sannfæring, að þá muni
betur fara, að þá muni afrakstur iðju þeirra
nægja, og vel það, til þess að viðhalda þörfum
útvegsins.
Er það og mála sannast, að styrkjapólitíkin,
þegar um atvinnumál þjóðarinnar er að ræða,
er mjög vafasöm, og beinlínis neikvæð, nema
um tímabundna örðugleika sé að ræða, eins og
t. d. nú, um nýbyggingu skipa og viðhald þeirra
tækja, sem til þess þarf að afla gulls úr greip-
um Ægis. Aftur á móti þegar að svo er komið,
að um varanlega styrkjaþörf er að ræða, eins
og nú hefir verið um langt skeið, hvað landbún-
aði vorum viðvíkur, þá horfir málið öðruvísi
við og þá vaknar óhjákvæmilega sú spurning,
hvort það raunverulega borgi sig að reka þenn-
an sífellt styrkþyggjandi atvinnuveg. Þegar svo
mismunurinn verður svo stór, að hann blátt
áfram ógnar með því að gleypa allt það, sem
er afgangs frá öðrum atvinnuvegum, og ætti að
vera þeim til uppbyggingar, þá vaknar önnur
spurning, og hún er sú, hvort meiningin sé að
láta þennan atvinnuveg ríða öllu á slig — gera
þetta allt að einum stórum félagsdauða.
Ég býst við að flestir menn líti svo á, að af-
rakstur íslenzkra botnvörpunga sé svo mikill
það sem af er þessum ófrið, að nægja myndi til
þess að byggja upp sérhvert skip, ef til haga
hefði verið haldið, sem var hin sjálfsagðasta
skylda við sjómannastéttina, sem alein lagði á
sig mikið erfiði og hættur til þess að afla þess-
ara tekna. En í stað þess að festa sem mest
83