Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 20
af tekjum skipanna í nýbyggingum, og það
fyrstu t»kjum, til að tryggja það sem allra mest
að endurnýjun flotans ætti sér stað að stríðinu
loknu, var stofnaður að nokkrum tíma liðnum
nýbyggingarsjóður, með svo lítilli rausn, að
flestir telja lítils af honum að vænta. Enn-
fremur voru skattalög samin af svo mikilli rök-
vísi, að eftir að skipin voru búin að þéna 200,000
krónur skyldi ríkið hirða 90 af hverjum 100 —
við höfum nú séð til hvers. En af þessu leiddi
svo aftur það, sem hver maður gat séð, að af
hverju þúsundi þénuðu fram yfir 200,000 kr. og
útgerðin ekki nema einn tíunda hlut. Hygg ég
hafa þyrpst að viðgerðarverkstæðum og verið
þar ýmist of mörg í einu eða jafnvel eytt tíma
í það að komast að með bið. Verkstæðin hafa
aldrei séð út yfir það sem þau hafa haft að
gera og óhæfilegur tími af þessum ástæðum
farið í allar viðgerðir, ásamt tilkostnaði, sem
nema mun jafnvel margföldu verði viðkomandi
skipa á sínum tíma.
Útkoman virðist mér því geta orðið nokkurn-
veginn sú, í þessum málum sjávarútvegsins,
að við komum til með að þessu stríði loknu að
sitja uppi með, í nokkurnveginn góðu standi,
gömul og úrelt skip, á þeim tímum, sem aðrar
þjóðir koma sér upp svo góðum og rekstrarhag-
kvæmum skipum, að ég ætla að okkar skip verði
undir í þeirri samkeppni, og eftir svo sem tvö
ár frá styrjaldarlokum, algerlega óútgerðarhæf
af þeim sökum.
Hvað eigum við þá að gera? mundi margur
sjómaðurinn spyrja. Við höfum aflað teknanna,
og þær eru vissulega nógar til nýrra skipakaupa,
en engin trygging fyrir nýjum skipum liggur
fyrir og atvinnan því i veði. Hvert eru pening-
arnir farnir og i hvað hafa þeir verið brúk-
aðir? Vissulega hefði þing þjóðarinnar átt að
sjá betur fyrir þessum málum, en meðan sá
andi rikir, sem verið hefir svo ábei’andi undan-
fai'ið, að meiri hluti þingmanna samþykkja það
æ ofan í æ upp á bændur, að þeir séu ekki menn
til þess að lifa af búskap og yrkja svo íslenzka
gróðurmold að lífvænlegt sé. Styrk skuli þeir
þyggja og styrk vei’ði þeir að fá, hvei'su mikið
góðæri sem sé. Þá er ekki von að vel fari fyrir
íslenzki’i útgerð, því að hún er sá eiginlegi aðili,
sem borgar brúsann.
Þessar 20—30 miljónir, sem bændum hafa nú
að siðustu verið veittar, sem uppbætur á kjöt.
og smjör, hefðu nægt til þess að kaupa um 50
botnvörpunga af þeirri stærstu gerð, sem við
eigum nú, smíðaða um 1930.
Ef ekki íslenzkur landbúnaður getur komist
aftur á þann rekspöl, að vera sjálfum sér nógur,
ég segi a f t u r , vegna þess, að hér var búið að
búa og lifa á landbúnaði um þúsund ár, áður en
styrkjaöldin hófst, þá er eitthvað meira en lítið
bogið við þann rekstur, og þyrfti gagngerðrar
athugunar við, ekki hvað sizt fyi’ir það, að
landbúnaðarafurðir íslenzkra bænda, bæði kjöt
og smjör, hefir verið og er keypt hér á innlenda
markaðnum miklu hærra verði en hugsanlegt
er að fá fyrir þær nokkursstaðar annarsstaðar,
og er það eitt út af fyrir sig enginn smáræðis
styrkur íslenzkum landbúnaði til handa. Þegar
svo við sjómennii’nir bregðum okkur upp í sveit-
irnar og sjáum þar víða búið á örreitu kotum,
við mjög frumstæð skilyrði og forna búskapar-
hætti, þá skiljum við það vel, að þar sé erfitt
til lifsframfærslu með því lagi, en einmitt það,
að þar skuli vera búið, finnst okkur afsanna
þörfina hjá þeim til styrkja, sem á góðum og
auðunnum jörðum búa, en það eru einmitt þeir,
sem mestra styrkja njóta, því þeir hafa mest
að selja. Styrkveitingar til bænda verka öfugt
við það sem venjulegt er um styrkveitingar.
Að þessu athuguðu hlítur maður að sannfær-
ast um það, að bændur þurfa í raun og veru
engir ölmusumenn að vera, fremur en áður var,
og að þeim er bjarnargi’eiði ger með öllu þessu
styi'kjafargani, því að i gegnum það hefir nafnið
bóndi eða sveitamaður fengið aðra og lakari
rnerkingu í hugum ýmsra manna, en það áður
hafði og á skilið.
Það er svo á allra vitorði að mörgum bændum
er sá metnaður í blóð borinn, að þeir þykjast
ekki þurfa að sækja neitt til neins og þeim mis-
líkar þetta. En það eru kannske miklu frekar
þingmenn, sem þurfa þess arna með í atkvæða-
veiðum sínum, og er nú ekki hægt að segja ann-
að, en að allríflega sé á öngulinn smurt.
Þingmenn flokkanna hafa nú nógu lengi hopp-
að í kringum bændafylgið, eins og gullkálf, og
fært því fórnir sinar, á kostnað sjávarútvegs-
ins, og að svo búið má nú ekki lengur standa,
ætti nú öllum sjómönnum og þeim er af sjó
lifa að vera ljóst. Það er því hin brýnasta nauð-
syn, að sjómennirnir athugi nú vel hvað gera
skal. Hvort og á hvaða hátt þeir mega með
samtakamætti sínum vernda hagsmuni sjávar-
útvegsins. Mönnum getur sýnst sitt hvað, hvað
gera beri, en um það verður ekki deilt meðal
sjómanna, að áhrifa þeirra mætti gæta beinlínis
á þingi engu síður en bænda. Bændur eiga sinn
flokk á þingi, Framsóknarflokkinn, sem telur
sig málsvara þeirx’a þar, enda miðar sínar að-
gerðir og fylgi við þá. Alveg á sama hátt ætti
það að vera nauðsynlegt fyrir sjómenn og sjáv-
arútvegsmenn og alla þá, sem telja sig af sjó
lifa, að eiga sér málsvara á þingi, sem hefðu
jafn ákveðið þeirra málefni á stefnuskrá og
84
VlKINGUR