Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 5
Þormóðsslysið. Skör'ð eru höggvin, skilning vantar, að skýra hið mikla Þormóðs-slysið, voru það forlög, frelsi vönuð, er fjarlægði okkar vina hópinn og þá feigð er fólst í skipun, er flytur með sé dauðans ópin, er það ei trúin töfrum búin er talar við okkur sínu máli. Ó að við skildum skapadóma, að skynja er vor innsta þráin; Það sem hönd guðs réttlát ritar rennur framhjá út í bláinn. Kom nú sálar sjón og kraftur, sýndu öllum réttar leiðir; við erum börn er blundað höfum við brjóst þín móðir vöknum aftur. G. V. J., Bíldudal. Hið minna fiskimannapróf var haldið á Siglufirði dag- ana 25. til 29. janúar þ. á. Prófdómendur voru þeir skip- stjórarnir Aðalsteinn Magnússon frá Akureyri og Axel Jóhannsson á Siglufirði, auk Sveins Porsteinssonar hafn- arvarðar á Siglufirði, sem stjórnað hafði undanförnu námskeiði. Undir prófið gengu 28 nemendur og stóðust þeir allir prófið. Voru það þessir: Alfreð Kristjánsson ........ 92 stig Anton Guðlaugsson .......... 99'/í — Ásgeir Áskellsson .......... 95% — Bessi Guðlaugsson .......... 81 % — Björn Björnsson ............ 97% — Björn J. Friðbjarnarson .... 100 — Björn Þórðarson ............ 100 — Böðvar Egilsson ............ 98% — Grettir Ásmundsson .......... 93% — Guðjón I. Jóhannsson ...... 100% — Ingólfur Sigurðsson ........ 96% — Jóakim Hjartarson .......... 96 — Jóhann Jónasson ............ 98% — Jóhann Ólafsson ............ 93% — Jón Guðjónsson ............. 96 — Jón G. Guðjónsson .......... 97% — Jón M. Jóhannsson .......... 100 — Jón Magnússon .............. 91% — Kristinn Guðjónsson ........ 98% — Lárus Guðmundsson .......... 98 — Lórenz Karlsson ............ 98% — Magnús S. Bergmann ......... 96% — Rögnvaldur Sigurjónsson .... 97% — Sigurbjartur Guðmundsson ... 98% — Stefán Sigurðsson .......... 101 — Sverrir Guðmundsson ......... 96% — Valdimar M. Sigurjónsson .... 95% — Þórhallur Gíslason ........... 98% —< VÍKINGUR Bárður Bjarnason stýrimaöur. Bárður Bjarnason, stýrim. er fórst með m/s Þor- móði, var fæddur 10. marz 1904. Foreldrar hans eru hjónin Kristín Ingimundardóttir og Bjarrti Bárðar- son sjómaður í Bolungarvík, og hafa þau misst sex börn af tólf. Bárður var kvæntur Sesselju Guðbrandsdóttur frá ísafirði og lifir hún mann sinn með tvö börn í ó- megð. Frá unga aldri stundaði Bárður sjómennsku, fór svo í stýrimannaskólann og lauk meira fiskimanna- prófi með ágætis einkunn, enda greindur vel og kappsamur að hverju sem hann gekk. Bárður var vinamargur og vel látinn af öllum, sem kynntust honum, enda drengskaparmaður og dagfarsprúður, ósérhlífinn og afburða verkmaður, virtur af sam- starfsmönnum sínum, hvort sem hann var yfir- eða undirmaður. Hann var því einn af hinum skil- getnu sonum íslenzkrar sjómannastéttar, einn hinna mörgu dugnaðardrengja, sem í raun og sannleika eru máttarstoðir þess atvinnuvegar, sem velferð íslenzku þjóðarinnar byggist á. Maður drukknar af v/s „Magnúsi". Er v/s „Magnús" frá Norðfirði var statt í hafi þann 19. febr. tók út af því tvo menn. Varð öðr- um þeirra bjargað. Maður sá, er drukknaði, hét Ólafur Jónsson og var háseti á skipinu. Maður drukknar á isafirði. Síðast í febrúar drukknaði Stefán Fipnbogason vélstj. á ísafirði. Fannst lík hans í bátahöfninni. Er ætlað, að hann hafi fallið í sjóinn, er hann að nc?turlagi vgr á lóiö í lan<j W þát á bátahöfninni. 69

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.