Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 25
aðist marga mótstöðumenn þar til hún var við- urkennd. Voru í byrjun margir erfiðleikar, sem þó tókst að yfirvinna. Bezt gekk honum er hann fékk hrájárn með litlu fósfórmagni, því fósfórinn spillti innmúruninni 1 ofninum, sem var úr eldföstum steini og muldum sandsteini, svokölluð „súr“-múrun. Árið 1858 fann verkfræðingurinn Thomas múrunaraðferð sem stóðst hin skaðlegu áhrif kalksins. Aðferð Thomasar var svokölluð „bos- isk“ múrun, úr dolomit og tjöru, gagnstætt Bessemer-aðferðinni hinni „súru“ múrun. Að öðiai leyti eru innmúrunaraðferðirnar svipaðar. En nú tókst að nota hrájárn, þó ríkt væri af fosfor, með því að áður en járnið var sett í ofninn var það blandað kalki, sem bindur fos- forinn og myndar gjall, eins og áður er sagt. Er það malað og nefnt Thomas-fosfat og notað til áburðar. Afkolun járnsins er svo fullkomin með þessari aðferð, að ávallt verður að „kol- setja“ stálið með kokssalla. Áður en aftöppunin fer fram eru tekin smá sýnishorn til þess að rannsaka kolamagn stáls- ins. Bæði Bessemer og Thomasaðf-erðirnar eru mikið notaðar, en meginhluti stálvinnslunnar fer þó fram eftir aðferð Siemens Martins. Frakkinn Pierre Martin gerði hina þriðju stálspónum og afgöngum sem til falla í véla- mestu uppgötvun innan stálvinnslunnar. Hann fann aðferð til þess að nota allt það magn af verkstæðunum, og yfirleitt allt gamalt járn og stál, sem afgangs verða í iðnaðinum. Martin tókst að bræða saman hrájárn og járn með litlu kolefni og vinna úr því stál. Verkfræðingnum Siemens í Þýzkalandi hafði gaskynnta endurbræðsluofn, sem bar mjög af nokkru áður tekizt að finna upp hinn svonefnda um hitanýtingu, og kom það síðar Martin-að- ferðinni að notum. Svíinn Göransson í Sandvík endurbætti síð- an Siemen Martin-uppgötvanirnir, svo að þær urðu nothæfar. Þróunin í stáliðnaðinum leiddi síðan til þess, að þessum uppgötvunum var báð- um slegið saman, og Siemen—Martin-ofninn varð einn af þeim fulkomnustu. Afkolunin fer fram með blásturslofti, og sýrumagnið er temprað með því að blanda í nýju málmgrjóti, og eftir því sem það bráðnar, losna úr því sýr- ur, sem koma brennslunni að gagni. Hrájárni, sem ríkt er af fosfor og Silicium, má breyta í stál. Hefir Siemen—Martin-ofninn náð mikill útbreiðslu í U. S. A., en þar hefir málmgrjótið ekki nægilegan fosfor eða Silicium fyrir Thomas eða Bessemer-aðferðirnar. Það er geisi-mikilvægt fyrir nýtingu járnsins VIKINGUR í heiminum, að hægt er að nýta alla afganga og brotajárn, og þá einkum fyrir þau lönd, sem annars hafa ekki stálvinnslu og eiga því ekki háofna. Þar kemur Siemens—Martin-ofninn í góðar þarfir Járnið úr honum er hreinna og jafnara en t. d. það sem unnið er eftir Bessemer- aðferðinni. Er hægt að steypa stykki allt að 150 smál. f löndum þeim, sem eru rík af vatnsafli, hef- ir mikið verið unnið að því, að bræða hrájárn með raforku. í nokkrum löndum, svo sem Sví- þjóð, Ameríku og Ítalíu, hefir því farið fram um hríð. Einkum er það þó svonefnt elektro- stál sem unnið hefir verið. En það er fullkom- lega samkeppnisfært. við deiglustál, og er unnið úr tiltölulega lélegri úrgangsefnum. Vinnsla elektro-stálsins eykst með ári hverju, og nemur milljónum smálesta. í Svíþjóð hefir Kjellin fundið upp ofn, er vinnur gott stál úr hrájárni og stálrusli. Bræðslan getur farið fram á tvenn- an hátt: Annað hvort með rafstraum, sem fer gegnum málminn, myndast þá mótstaða svo mikil og-hiti að nægir til þess að bræða hann, eða menn nota hitann frá bogaljósi sem mynd- ast á milli tveggja elektroða. Oft eru báðar aðferðirnar notaðar í sameiningu, svonefndur Þ'ósbogamótstöðuofn. Rafmagnsofnarnir eru einkum notaðir til vinnslu á úrvalsstáli, sem blandað er nikkel, kromi, kobalt, vanadíum og wolfram. Eftirfarandi töflur eru frá árinu 1935, en nú eru þessar tölur miklu hærri: Hrájárnsfmmleiðsla í milljónum smálesta: Ameríka 21.7 Rússland 12.5 Þýzkaland 12.4 England 6.5 Frakkland 5.8 Belgía 3.1 Japan 2.2 Luxemburg 1.9 Stálframleiðsla heimsins var samanlagt 99 milljónir smálesta, og voru framleiðendurnir: þessi lönd aðal- Ameríka 34.6 Þýzkaland 16.2 Rússland 12.5 England 10.0 Frakkland 6.3 Japan 4.5 Belgía 3.0 T .uxemburg 1.8 Ttalía 1.8 Tíekkóslóvakía 1.2 Svíbjóð 0.9 Pólland 0.9 89

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.