Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 32
NÝTÍZKU KAFBÁTAR
' Kafbátarnir eru nú drifnir áfram með vetni og súr-
efnisgasi í stað hinna óþæglegu og fyrirferðarmiklu raf-
geyma.
Fyrirkomulag þessara nýtízku kafbáta er álitið eins og
sýnt er hér á myndinni: 1. Tvö tundurskeytarör í skut.
2. Auka tundurskeytabirgðir þar sem rafmagnsmótorar
voru áður. 3. Þéttirúm fyrir frágangsgas. 4. Notað gas
er leitt aftur yfir í rafmagnsuppleysarann. 5. Hrað-
skeytt loftvarnabyssa. 6. 10.5 cm. fallbyssa. 7. Vara-
birgðir tundurskeyta. 8. Fjögur tundurskeytarör í bógn-
um. 9. Aukið rúm fyrir brennzlu olíu í stað rafgeyma.
10. Þrýstiloftsgeymar. 11. Geymar fyrir vatnsefnis-
forða. 12. Eafmagnsuppleysari framleiðir vetni og súr-
efnisgas. 13. Sérstakt rafkveikjukerfi. 14. Geymar fyrir
súrefnisforða. 15. Smá rafvélar fyrir rafmagnsuppleys-
arann. 16. Stjórnborðsskrúfa.
Sjómönnum hefir lengi verið ljóst, að einhverjar stór-
felldar umbætur hljóti að hafa verið gerðar á þýzku
kafbátunum, úr því að þeim hefir tekizt að valda svo
mikilli eyðileggingu og víðtækri siglingatruflun, þrátt
fyrir hinar kröftugustu mótaðgerðir, sem beitt hefir ver-
ið gegn þeim.
Nú hefir tekizt að ná í þýzkan kafbát, þar sem það
kom í Ijós, að ein aðalorsökin fyrir afkastaaukningu kaf-
bátanna stafar af því, að kafbátarnir nota nú vélar, sem
ganga fyrir vetni og súrefnisgasi þegar þeir eru í kafi,
í stað rafmagnsmótora og rafgeyma. En þyngd þeirra
tækja hefir hingað til numið allt að sjötta hluta þunga
alls kafbátsins.
Hinar endurbættu Dieselvélar í kafbátunum brenna
hráolíu þegar kafbátarnir sigla ofansjávar, en sérstakri
blöndu af vetni og súrefni þegar þeir eru í kafi.
Venjulegir kafbátar notuðu hráolíumótora á yfirborð-
inu en rafmagnsmótora þegar þeir köfuðu.
Nýtízku kafbátarnir geta verið minni en þó traustari,
hafa þó rúm fyrir meira eldsneyti og fleiri tundurskeyti,
þeir eiga því hægara með að fara lengri ferðir. Vegna
þess hvað þeir eru traustlega byggðir geta þeir kafað
niður á 600 feta dýpi, eða 300 fetum neðar en áhrif djúp-
sprengjanna ná.
Þeir hafa grennri tundurskeytarör en gömlu kafbát-
SJÖMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR
Útgefandi:
Farmanna- og fiskimannasarnband Islands.
Ábyryðarmaður: HALLDÓR JÓNSSON
Ritnefnd:
Hallgrímur Jónsson vélstjóri; Þorvarður Björns-
son hafnsögumaður; Henry Hálfdánsson loft-
skeytamaður; Konráð Gíslason stýrimaður;
Blaðið kemur út einu sinni í mánuði, og kostar
árgangurinn 15 krónur.
Grímur Þorkellsson stýrimaður.
Ritstjórn og afgreiðsla er á Bárugötu 2, Iteykja-
vík. Utanáskrift: „Víkingurpósthólf i25, —
Reykjavlk. Sími 5653.
Prentaö í ísafoldarprentsmiðju h.f.
V.B. SÆRÚN. (Framh. af bls. 91.
1:4.4. Með 1600 snúningum eyðir vélin ca. 600
lítrum af olíu á sólarhring og er þá gangur
bátsins ca. 9 sjómílur á vöku. Olíugeymar taka
51/2 smálest.
í aftari hluta bátsins er þilfarið hækkað
(hálfdekk) og er þar allstórt sporöskjulagað
þilfarshús. Fremst í því er stýrishús og aftur
úr því stjórnborðsmegin lítill leiðarreiknings-
klefi, en bakborðsmegin niðurgangur í vél og
íbúð (káetu). Þar fyrir aftan er snoturt eld-
hús. Reykháfur vélarinnar liggur upp í gegn
um stýrishúsið, en aftursiglan er hol og notuð
sem reykháfur eldavélar.
Undir bakka (hvalsbak) er salerni og nokkrir
geymsluskápar, en auk þess er þar geymd vara-
skrúfa og legufæri, en af þeim hefir báturinn
eitt „Patent“-akkeri og tvö „stokk“-akkeri.
Vistarverur skipshafnar eru undir þilfari að
framan og aftan. Fremst er íbúð háseta og
gengið þangað niður undir bakka. Eru þar lok-
rekkjur fyrir 8 manns, auk fataskápa, en hæg-
lega má þó bæta við tveimur rekkjum ef þörf
krefur. Að aftan er íbúð yfirmanna með 4
rekkjum. Er þaðan innangengt í vélarúm og
upp í stýrishús eða eldhús. Báturinn er allur
raflýstur.
Báturinn er allur byggður úr eik. og fyrir-
komulag allt og frágangur sérstaklega snyrti-
legt, enda ber allur báturinn þess greinilega
merki, að allir aðilar hafa viljað gera hann sem
bezt úr garði, og ekkert til hans sparað.
arnir til að geta notað sömu stærð tundurskeyta og hrað-
bátarnir og flugvélarnar nota.
Þar að auki hafa svo kafbátar þessir innbyggða fall-
byssu á þilfari, sem er dregin inn þegar kafað er, að
henni kemst engin væta, og þeir geta byrjað að skjóta
af henni undireins og komið er úr kafL
96
VlKlNGUR