Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 13
Undantekningar frá þessum almennu atriðum eru þó margar. Til dæmis fá olíuskip (Tankskip) leyfi til þess að hlaða meira, sökum hins sérstaka byggingarlags síns, og sama er að segja um skip, sem flytja timburfarm, ef sá hluti farmsins, sem er á þilfari, er rígbundinn eftir vissum reglum. — Hinsvegar er seglskipum gefið allmiklu meira hleðsluborð en vélskipum, og ennfremur tréskipum meira heldur en járnskipum. Sömuleiðis er fjöldinn allur af skipum, sem ætl- uð eru til þess að flytja léttavöru eða þá farþega, byggð með „hleðsluborði" (with Freebord) sem kallað er, en það þýðir, að skipið er mikið veik- byggðara en hleðslumerkjareglurnar gera ráð fyrir, og hleðsluborðið því nær eingöngu ákveðið eftir styrkleikanum. Mörg þessara skipa hafa því það, sem kallað er „stöðugt" hleðsluborð, þ. e. a. s. að hleðsluborðið er hið sama hvort heldur er um sumar eða vetur er að ræða, þar eð það skiftir litlu máli, vegna þess hve hleðsluborðið er mikið. Eldri gerðir af skipum, sem byggð eru „með hleðslu- borði", eru t. d. hin svonefndu „Awningdeck“- og „Shelterbek“-skip. Hin skipin, sem byggð eru eftir fyllstu kröfum hleðslumerkjareglanna, eru hinsvegar nefnd „fullsterk" (Fuld strength). Ctltt hleðslumerkjanna. Otlit hinna alþjóðlegu hleðslumerkja eru í stuttu máli eins og sýnt er á meðfylgjandi mynd. Þau eru grópuð inn í hliðar skipsins og síðan máluð dökk, ef hliðin er ljós, en hvít, ef grunnurinn er dökkur. Sjálft hleðslumerkið er sett á milli stafna, en beint upp af því lárétt lína, jafnlöng hringnum, og sýnir efri rönd hennar efri brún þilfars við skipshlið. Fjarlægðin frá efri rönd þeirrar línu og að efri rönd línunnar, sem gengur í gegn um miðjan hring- inn, er sumarhleðsluborð skipsins. Stóru stafirnir sitt hvoru megin hringsins eru einkennisbókstafir þeirrar stofnunar, sem sett hefir merkin á skipið. Stafirnir I og H merkja þannig ís- lenzkt hleðslumerki og sýna að merkið er ákveðið af íslenzkri skipaskoðun. Af öðrum stöfum, sem oft sjást bæði á innlendum og erlendum skipum, má t. d. nefna: D. L. = Dansk Lov (dönsk skipaskoðun). B. V. = Bureau Veritas (franskt flokkunarfélag). N. V. = Norsk Veritas (norskt flokkunarfél.). L. R. = Lloyds Register (enskt flokkunarfél.). B. C. = British Corporation (enskt flokkunarfél.) G. L. = Germanischer Lloyd (þýskt fl.fél.). Fyrir framan hringmerkið er lóðrétt lína og út frá henni nokkrar láréttar línur merktar bókstöf- om, og merkja efri rendur láréttu línunnar hleðslu- borðið, en bókstafirnir sýna undir hvaða kringum- stæðum það gildir. S táknar t. d. sumar og er jafn langt frá þilfari og miðlína hringsins, en F táknar VlKINGUR Mce / / k va tSi ■ ... -----------■ 10» o IOO 300 300 HOO 5oo Trt'm Alþjóðahleöslumerki. Svörtu línurnar sýna hleðslumerkið eins og það er á vcnjulegum íslenzkum millilandaskipum. Skástrikuðu línurnar sýna hvaða önnur merki skip geta haft undir vissum kringumstæðum. ferskvatn og sýnir hleðsluborðið í fersku vatni að sumri til. Bilið milli efri randa línanna F og S sýnir þá hve mikið skipið léttist við að fara úr fersku vatni í sjó, sökum þess að eðlisþyngd sjávar er meiri en vatns. Þessi mismunur mun ca. 10—15 cm. á skipum á stærð við íslenzku millilandaskipin. Af öðfrum stöfum táknar V vetur og VNA vetur á Norður-Atlantshafi, eða nánar tilgreint, siglingar að vetri til milli Evrópu og Norður-Ameríku. Þar sem Island telst til Evrópu má því hlaða upp að merkinu V í siglingum milli Evrópu og íslands að vetri til, en aðeins að merkinu VNA ef farið er milli Islands og N.-Ameríku á sama tíma. Merkið VNA gildir þó aðeins fyrir skip, sem er undir 330 ensk fet (100,58 m.) á lengd. Auk fyrnefndra merkja geta verið tvö önnur fyrir skip, sem sigla til hitabeltislanda, nefnilega H er merki hitabelti og HF er merki hitabeltisferskvatn. Stafirnir, sem hér hafa verið nefndir, eru þó ekki alþjóðlegir, heldur nokkuð breytilegir, eftir hinum ýmsu tungumálum. Á málum nokkurra nágranna- þjóða okkar eru stafirnir þannig: ísland Norðurlönd England Frakkland S S S E V V W H VNA VNA WNA HAN F F F D H T T T HF TF TF TD Eins og áður er getið, er skipum, sem eru í timb- urflutningum leyfð meiri hleðsla en venjulegt er. Fyrir slíka flutninga eru einnig sérstök merki, nefnilega hin svonefndu timburhleðslumerki, þau 77

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.