Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 7
M.b. Draupnir I.S. 322 ferst. Föstudagskvöldið 12. febr. fór v/b Draupnir frá Súðavík í fiskiróður og fórst með allri áhöfn. — Lagði hann lóðir sínar 18—20 sjóm. undan Deild. Laugardaginn 13. febr. gerði ofsaveður og urðu flestir bátar fyrir miklu veiðarfæratjóni og sumir svo þungum áföllum, að lán má heita að eigi hlauzt stórfelldara manntjón að. v/b Hjördís frá ísafirði átti lóðir sínar nærri v/b Draupnir og var Draupnir að draga, er Hjördís hélt til lands. Eftir það hefir ekkert spurst til bátsins. Skipshöfn bátsins voru eftirtaldir menn, sem drukknað hafa allir á bezta aldursskeiði: Guðmundur Hjálmarsson, skipstjóri, 28 ára, átti heimili í Súðavík. Eftirlifandi ekkja hans er Elísa- bet Sigurðardóttir, Péturssonar, Níelssonar frá Símon Gíslason vélamaður, er bjargaðist, skýrir svo frá atburðinum. Við vorum á heimleið úr fiskiróðri. Vorum á hægri ferð, því að mikill sjór var. Ég var staddur í stýrishúsinu, ásamt Þorvaldi Jóhannessyni skip- stjóra. Skyndilega reið brotsjór yfir bátinn að aft- anverðu. Um leið tók ég eftir því, að stoðir í stýr- ishúsinu höfðu brostið. Veit ég svo ekkert af mér fyr en mér skýtur upp kulborðsmegin við bátinn og sé þá, að báturinn er á hvolfi. Ég sé að hjá mér er á floti brot úr stýrishúsinu, ásamt aftur- siglunni. Ég kann ekki að synda, en beitti allri orku til að ná í sigluna og tókst mér það, án þess ég geti gert mér Ijóst með hverjum hætti það varð. Mér fannst ég hafa verið óralengi í kafi. Hélt ég mér svo uppi á siglunni. Litlu síðar kom v/b „Ásbjörg" og bjargaði mér með þeim hætti, að bandi var kastað til mín og gat ég haldið mér í það. M/b „Ásbjörg" frá Hafnarfiröi, — skipstjóri Ragnar Jónsson, var þarna nærstaddur, og tókst skipverjum hans, eins og fyr segir, að bjarga Sím- oni Gíslasyni vélstj. „Ásbjörg" stóð við á slysstaðn- um langan tíma á eftir, en skipverjar urðu einskis frekara varir um þá, er fórust. M/b „Ársæll“ var 22 smál. að stærð, smíðaður í Fredrikssund 1938 og var eign Magnúsar Ólafs- sonar í Höskuldarkoti og annara félaga hans. Hnífsdal, og eitt barn þriggja ára. Foreldrar Guð- mundar eru: Hjálmar Hjálmarsson fyrr bóndi í Hlíð í Álftafirði og kona hans María Rósinkrans- dóttir, bæði nú búsett á ísafirði. Einar Kristjánsson, vélstjóri, átti heimili í Ár- nesi í Súðavík, 36 ára. Eftirlifandi ekkja hans er Kristín Þórðardóttir og 3 börn á aldrinum 1—5 ára. Janus Valdimarsson, 31 árs, átti heimili í Tröð í Álftafirði, var ógiftur og barnlaus en fyrirvinna aldraðrar móður sinnar, Sigríðar Albertsdóttur í Tröð. Rögnvaldur Sveinbjörnsson frá Uppsölum í Seyð- isfirði, 22 ára, ógiftur, sonur hjónanna Sveinbjarn- ar Rögnvaldssonar bónda og Kristínar Hálfdánar- dóttur á Uppsölum. Sigurbjörn Guðmundsson frá Hrafnabjörgum í Laugardal í ögurhreppi, 31 árs, ógiftur. Foreldrar hans látnir, en 5 systkini hans lifa hann. Þrátt fyrir hið versta veður gerðu eftirlitsskipið Richard og allir stærstu fiskibátarnir frá ísafirði, tveir bátar h/f Hugins og 4 bátar Samvinnufélag- sins, mikla leit að m/b Draupnir. Hófst leitin jafn skjótt og unnt var og lauk ekki fyrr en á mánu- daginn 15. febr. Að tilhlutun Slysavarnafélagsins tók einnig flugvél þátt í leitinni. En öll leitin varð þó árangurslaus um nokkra vitneskju um afdrif m/b Draupnis, sem líklegast er að farist hafi af þungum áföllum á heimleið sinni. Álftfirðingar hafa á seinustu 20 árum ekki farið varhluta af slíkum raunum. Á því tímabili hafa þeir misst 4 fiskibáta sína með samtals 17 mönn- um. 1922 Tjald með 3 mönnum, 1930 Sæbjörn með 5 mönnum, 1938 Högna með fjórum mönnum og nú síðast Draupni með 5 mönnum. Er það mikið manntjón og eigna svo fámennu byggðarlagi að eiga á eigi lengri tíma á bak að sjá jafn stórum hóp úrvalsmanna sinna, flestra á bezta aldurskeiði, og fjórum skipum. Þrátt fyrir þessi þungu áföll hefir þó sjávarút- gerð Áftfirðinga á þessu tímabii sízt orðið eftir- bátur annara nágrannabyggðarlaga að framförum og góðum vexti. M/b Draupnir var eign h/f Andvara í Súðavík, keyptur frá Siglufirði haustið 1940, traustur og góður vélbátur, 16 smál. að stærð, eikarbyggður í Danmörku haustið 1931. VlKINGUR 71

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.