Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 17
Þessar flugvélar eru venjulega meðalstórar sprengju- vélar, sem hafa verið útbúnar með stórum hring úr einangruðum rafmagnsþráðum. Hringnum er fest lárétt undir flugvélina, og nær hann alla leið út á miðja vængi og langt aftur á bolinn. Inni í vélinni sjálfri er svo höfð rafmagnsvél er sendir straum í gegn um hringinn, en við það myndast sterkt segulmagn undir flugvélinni, sem orsakar að tundurduflin springa þegar flogið er yfir þau. Verður flugvélin því að vera allhátt uppi til þess að farast ekki sjálf við sprengingu duflanna. Aðferðin hefir ekki einungis verið notuð við strendur Hretlands, heldur og til þess að halda Suez-skurðinum „hreinum", cn sem kunnugt er hafa Möndulveldin all- mjög reynt að trufla siglingar um hann með tundur- duflum. IIEILI MANNSINS. Ileili mannsins vegur um þrjú pund. Hann er um 20 sm. á lengd og um 10 sm. á þykkt, þar sem hann er þykkstur. Hann er mesta undrasmíði sem til er í veröldinni. Hin stærsta og fullkomnasta vél, sem menn hafa smíð- að, er barnaleikfang í samanburði við heila mannsins. Hv.er maður hefir heila. Þessi fullyrðing virðist ósenni- leg, en læknar segja, að það sé staðreynd. En það sem menn hugsa sízt um, er að þroska og auka orku hins dásamlega heila síns. (Casson). MIKlLSVEItT EN VANMETIÐ STARF. Sumir menn vinna miklu mikilsverðari störf en við gerum okkur ljóst, t. d. kyndarar. Rétt kynding krefst mikillar leikni og kunnáttu, auk þess þarf kyndarinn að vera áreiðanlegur og samvizkusamur, því að hann vinnur sjaldnast undir cftirliti. Góður kyndari getur dregið úr kostnaðinum við kolakaupin, jafnvcl svo mikið að það greiði kaup hans og skili jafnframt fyrirtækinu hagnaði. Til gamans má geta þess, að fjöllistaháskólinn í Man- chcrster heldur námskeið í kyndingu. Hvað er gert til þess að fullkomna íslenzku kyndarana í starfi sínu? KÆRULEYSI. Við vitum ekki hversu mikið tjón við biðuin árlega af kæruleysi, en ef við vissum hversu mikið það kostar í mannslífum og peningum og eignum, myndum við verða sem þrumu lostin. Hyggingar brenna, járnbrautarlestir fara af teinun- um og eyðileggjast, fólk limlestist og bíður bana á göt- um og vegum — allt vegna kæruleysis. Hvar sem er verður alltaf við og við að hefja baráttu gegn kæruleysi. Hver sem er óviðhjarganlega kærulaus, er ekki starfi sínu vaxinn. Það er sannleikur. HUGVITSSEMI. í Vínarborg hefir verið fundin upp snjöll framreiðslu- Vasa-varðskipið Óðinn tekur togara. aðferð i veitingahúsum og hefir hún flutzt til Banda- ríkjanna. Maður situr við borð sitt, en allt sem er á boðstólum, rennur framhjá á reimum. Svo tekur hver það sem hann kýs. Greiðslan er reiknuð eftir litnum á diskunum sem notaðir hafa verið. Bandaríkjamenn hafa fundið upp litla gasframleiðslu- ofna fyrir bóndabæi og má brenna í þeirn sorpi, heyi og ýmsum úrgangi. Tvær smálestir af sorpi framleiða gas til suðu, Ijósa og hita í þrjá mánuði. Bandaríkjamenn hafa fundið upp örsmáar töflur sem menn geta borið í buddu sinni eða vasanum. Þegar þær eru lagðar í vatn, þenjast þær út og verða að þvotta- svömpum, sem nota má þegar í stað. SKRÍTLUR. „Hefir nokkur spurt cftir mér mcðan ég var fjarver- andi?“ spurði forstjórinn. „Já“, svaraði sendisveinninn. „Hér kom maður, sem sagðist þurfa að lemja yður þangað til beinin hringluðu í skinninu“. „Jæja, og hvað sagðir þú?“ „Ég sagði, að mér þætti leitt að þér væruð fjarverandi". Drengur: „Gerið svo vel að selja mér flibba, lianda honum pabba“. Kaupmaður: „Viltu liafa liann eins og þann sem ég nota?“ Drengurinn: „Nei, hann á að vera hreinn". Ult er að þola auðnurán, allra helzt á vorin; það er eins og lífið Ián leggi, í fyrstu sporin. Byljir þjóta, kyljuköst kæla æfintýri. Lífs er úfin „Látraröst“, lætur illa’ að stýri. G. S. Nokkur töf hefir orðið á útkomu blaðsins, þessi þrjú hefti ársins, sem komin eru, sem stafar aðallega af flutn- ingi ísafoldarprentsmiðju úr hinu gamla húsnæði í Aust- urstræti í hið nýja húsnæði í Þingholtsstræti. 81

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.