Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 22
Eru ókönnuð f iskimið Þorvaldur Jónsson,
r - TVT >C 1 1*0 fyrv- sbipstjóri,
tyrir Norðurlandi?
Norður á Akureyri er gamall sjómaður, er Marteinn
Pétursson heitir, hann er nú sextugur að aldri og hefir
stundað sjómennsku í 40 ár. Hann byrjaði sem háseti
á hákarlaskipum og varð síðar skipstjóri, störf hans og
starfsemi hafa því veitt honum inörg tækifæri til þess
að beita athygli sinni. Það var á yngri árum að hann
stundaði hákarlaveiðar, síðar, er þær lögðust niður að
mestu, tók hann að stunda síldveiðar og aðrar veiðar
fyrir Norðurlandi, hefir hann og verið eitthvað í sigi-
ingum. Hákarlaveiðar voru fyrr á timum hinar mestu
svaðilfarir, útbúnaður allur og siglingatæki mjög af
skornum skammti og ófullkomin, þurfti því mjög á
karlmennsku og athyglisgáfu manna að halda í slíkum
l'erðum. Má óhikað gera ráð fyrir að Marteinn sé gagn-
kunnugur fiskimiðum úti fyrir Norðurlandi, enda eigi
orðinn svo gamall, að hann sé farinn að gleyma, né
blanda því saman, er hann man. Hann segir svo frá.
Fyrir Norðurlandi eru tvö Iandgrunn eða bankar, sem
eigi eru þekkt almennt. Telur hann að á þessum grunn-
um eða bönkum sé mikill fiskur. Það grunnið, sem nær
er landi, segir hann að sé 70—80 sjómilur undan landi,
beint í norður eftir áttavita frá Siglunesi; segir hann
að þar hafi fengizt mikill þorskur og vænn, er þeir
voru þar fyrr við hákarlaveiðar, sérstaklega kvað hann
þar hafa verið fisk á vorin. Dýpi á þessu grunni segir
hann 90—100 faðma og þar yfir. Kveður hann það hafa
verið nefnt Karlagrunn. NA af áðurnefndu grunni segir
hann að sé annað grunn 20—30 sjóm. utar, á því sé um
180—200 faðma dýpi. — Ef að þarna er um fiskimið að
ræða, þá er nauðsynlegt að þau séu endurfundin og
kortlögð hið fyrsta. Eigi er að vita hve lengi gömlu
miðin endast. Ef að gerður yrði út leiðangur í þessu
skyni kveðst Marteinn vera fús til þess að fara með,
ef vera kynni að það gæti orðið til hjálpar. Hann
virðist liafa mjög lofsverðan áhuga fyrir að þetta verði
gert hið fyrsta, og væri vel ef af þessu hlytist gagn
nokkurt fyrir land og þjóð. Varðskipin hafa áður verið
notuð í slíka leiðangra, og virðist einmitt tilvalið, að
gjöra nú nýja tilraun, um leit að fiskibönkum. Þegar
fer að vora og þörfin fyrir duflaveiðar fer að minnka
og aðstoðin við báta og skip sömuleiðis vegna batnandi
veðurs.
Marteinn mæltist til, að ég kæmi þessari hugmynd
sinni á framfæri, virðist mér rétt einmitt að geta
þessa í blaði sjómanna, þar eð það, sem hér um ræðir,
snertir svo mjög störf sjómanna, og ef vera mætti að
hér gæti gott af hlotizt fyrir landsmenn alla. Þetta
þarf náttúrlega undirbúnings, og fyrsta sporið er að
geta þess í víðlesnu blaði. Því næst má gera ráð fyrir
að afskipti atvinnumálaráðuneytisins og Skipaútgerðar
Ríkisins komi til greina. Leiðangrar, sem hér um ræðir,
andaðist að heimili sínu Hallveigarstíg 4, 3. nóv.
s. 1. Þorvaldur var fœddur að Brennistöðum í Mýra-
sýslu 19. sept. 1866. Hann lauk prófi frá stýri-
mannaskólanum í Reykjavík 1893, og var einn
þeirra 6 skipstjóra, sem fyrstir tóku próf frá þeim
skóla. Hann var því einn af þeim fyrstu af skútu-
skipstjórunum. Þorvaldur var tiltekinn reglu- og
snyrtimaður, hann hirti svo vel skip sitt meðan
hann var skipstjóri, að til var tekið. Hann var
mörg ár á togurum eftir að þeir komu hér. Síðan
setti hann á stofn netaverkstæði með Guðlaugi
Ingimundarsyni, og gekk sá félagsskapur mjög vel
og var vinna þeirra mjög eftirsótt. Þorvaldur var
fáskiftinn mjög, en tryggur vinur þeirra, sem hon-
um kynntust bezt. Hann var mjög farinn að heilsu
síðustu árin.
Þorvaldur er nú horfinn sjónum okkar, sem
þekktum hann, en minningin lifir, og verður því
ávallt góðs manns getið, þegar á hann verður
minnst.
G.
hafa verið gerðir út áður, og gefist misjafnlega, en það
er með þetta eins og hvað annað sein þarfnast athugun-
ar og tilrauna, eins og að bora fyrir heitu vatni, þótt
ekkert komi á einum stað, þá er yfirgnæfandi nóg á
öðrum, eins gæti þarna verið um mikil og góð fiski-
mið að ræða, þótt þau hafi eigi verið reynd eða fundin
áður, þannig að víst sé. Á. S.
86
VlKINGUR