Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 28
JÓN HELGASON vitavörður, Reykjanesi. Fyrir 30 árum skrifaði Guðmundur heitinn skáld Magnússon um ferð sína suður á Reykjanes. Hann líkti skaganum við stefni á skipi. Þar gengi landið lengst í suðvestur. Þar brotnuðu öldur úthafsins á hinum brimsorfnu klettum. Þar væri umhorfs líkt og á fremsta hluta skipsins. Auðn og tilbreyt- ingaleysi. Og lítið um þá fegurð og þá þægilegu verustaði, sem fyrst tækju við, þegar komið væri aftar á skipið. En þar væri þó sá staðurinn, sem sá hefðist við á, sem mest væri undir komið, að gætti vel skyldu sinnar, að verja skipið áföllum og árekstri, þegar siglt væri um viðsjál hættusvæði. Með þessari síðustu athugasemd sinni átti Guð- mundur við vitavarðarstarfið, sem fólgið er í því, að gæta vel vitans, sem vísa á sjómönnum leið og forða þeim frá að koma of nærri hinni hættu- legu strönd. Ef vitavörðurinn gleymir eitt augnablik skyldu sinni eða vanrækir starf sitt, getur það valdið hrakningum og jafnvel dauða margra manna á- samt öllu því hugarangri og sorg, sem þaðan flýtur oftast fyrir fjölda ekkna og munaðarleysingja. Síðan ég gerðist prestur fyrir 30 árum, hefi ég alltaf komið að Reykjanesi á hverju ári og stund- um oft á ári. Hefir mér þótt það góð tilbreytni, því allir hafa vitaverðirnir, sem þar hafa verið þessi ár, verið hinir skemmtilegustu og gestrisnustu menn. Og Reykjanesið, þar sem bærinn stendur með hinu ágæta útsýni, með hafið allt í kring, nema í norður- og norðausturátt, þar sem hin víðlenda sandeyðimörk er, með Eldey í suðri og ,,Hullinu“, þar sem f jölfarnasta skipaleiðin liggur til höfuðborg- arinnar, er þannig, að maður þreytist aldrei á að koma þangað og skoða það, sem fyrir augun ber. Þar skiptast á hæðir og lautir, hverar og hraun, sandar og útbrunnir eldgígar, fuglabjörg og drang- ar, er standa upp úr sjónum. Ég á þannig margar af mínum beztu endurminn- ingum frá Reykjanesi, og þó sérstaklega frá fyrstu árum mínum, er Jón heitinn Helgason var þar vita- vörður. Hann var þar uppalinn og starfaði lengst. Hann var því sérstaklega kunnugur öllu, sem heyrði Reykjanesi til, elskaði staðinn og starfið og vitann og þreyttist aldrei á að sýna manni hann og umhverfið, sem hann þekkti allt út í æsar. og aldrei held ég að Jóni hafi komið til hugar að hann myndi nokkurn tíma þurfa að hrekjast frá Reykjanesi og fara frá vitavarðarstarfinu. Honum var það svo hjartfólgið allt frá bernsku. Og hann Jón Helgason. hafði svo glöggan skilning á, hversu nauðsynlegt starfið var og áríðandi að það væri rækt vel vegna skipanna og sjófarendanna, sem þar áttu beinlínis líf sitt undir. Þetta heyrði ég Jón heitinn oft tala um. En samt kom þetta óvænta fyrir. Jón var leystur frá starfi 1914, eftir að hann hafði verið vitavörð- ur á Garðsskaga og Reykjanesi yfir 20 ár. Hvers vegna Jón var látinn fara, er eitt af þeim dular- fullu fyrirbrigðum, sem stundum gerast á hærri stöðum. Því var borið við, eftir því sem heyrðist, að vit- inn hefði stanzað. En ekkert ákveðið mun hafa sannast um það mál, og sizt trúi ég því, að nokk- urri vanrækslu hafi verið um að kenna af Jóns hálfu. Frá Reykjanesi fluttist Jón til Grindavíkur. — Reisti hann sér fyrst nýbýli, þar sem hét á Hömr- um. En síðar bjó hann sem bóndi á Stað, til dauða- dags. Gerði hann oftast út skip á vertíðum og var jafnan sjálfur formaður, enda sjómaður ágætur. Jón heitinn var norðlenskur að kyni, fæddur 12. júní 1873 að Lómatjörn í Suður-Þingeyjarsýslu, Foreldrar hans voru Helgi Indriðason og Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, bæði ættuð þar norður. Hjá þeim ólst hann upp til 8 ára aldurs, en þámeð móðurbróður sínum, Jóni Gunnlaugssyni, er flutti til Reykjavíkur og gerðist síðar vitavörður á Reykjanesi næst á undan fóstursyni sínum. Kvænt- ur var Jón Helgason ágætri konu, Agnesi Gamal- íelsdóttur, ættaðri úr Árnessýslu. Eignuðust þau 7 börn, lifa af þeim 5 nú, öll uppkomin og gift. Eru það Gamalíel og Bjarnlaug, er búa á Stað. Helgi sjómaður og Vilborg ljósmóðir, bæði búsett í Reykjavík og Jón Gunnlaugsson, búsettur á Ak- ureyri. Jón Helgason andaðist 8. jan. fyrra ár og var grafinn að Stað, að viðstöddu miklu fjölmenni. Maðurinn var sérstaklega vinsæll. Heimilið með af- 92 VÍKINGUII

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.