Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 18
NÓI JÓNSSON: SIGLINGAR Á STRÍÐSTÍMUM Fyrsta stríðsárið, eða þar til árásin var gerð á b.v. Reykjaborg og l.v. Fróða og Pétursey, sigldu öll íslenzku skipin með fullum siglinga- ljósum og vopnlaus eins og á friðartímum og eitt og eitt i einu, án þess að hugsað væri um að láta þau hafa fylgd hvert af öðru. Álitu menn yfirleitt mest öryggi í því að hafa hin lögboðnu ljós, því það var von allra, að Þjóðverjar virtu hlutleysi landsins og leyfðu skipunum að sigla hindrunarlaust, eða að minnsta kosti ef þeir ætluðu að granda þeim, að þeir gæfu áhöfn- inni tækifæri að fara í bátana og bjargast þann- ig, en sú von brást algerlega, eins og kunnugt er, og ég held að skoðun manna hafi þá verið sú, að öryggið væri ekkert meira, þó skipin færu tvö eða fleiri saman út. Eins og menn muna, þá hættu siglingar til Fleetwood á tímabili eftir að árásin var gerð á áðurnefnd skip og var það ekki óeðlilegt, því það bjuggust víst fáir við þvi, að skipin yrðu skotin fyrirvaralaust niður, og enginn ímyndaði sér slíka grimmd, er lýsti sér í því að skjóta á varnarlausa mennina. Að nokkrum tíma liðnum hófust siglingar til Fleetwood aftur og voru þá öll skip vopnuð vélbyssum og rifflum, því ekki þótti lengur öruggt að hafa þau alveg vopn- laus. Þó þetta sé hvergi nærri fullkomnar byss- ur og sennilega til lítils gagns ef um kafbáta- árás er að ræða, þá er mjög líklegt að flugvélar hætti sér ekki eins nálægt skipum ef hægt er að koma því við að nota þær. Til frekara ör- yggis ákváðu togaraskipstjórar að reyna að haga því þannig til, að láta skipin fara tvö eða fleiri saman út. I flestum tilfellum held ég að hægt sé að haga þessu svona til, án þess það komi neitt verulega að sök, en vitanlega má gera ráð fyrir að annað skipið þurfi að bíða nokkra klukkutíma eftir hinu, og svo lika að annað skipið gangi betur en hitt. Getur þetta tafið annað skipið einn og jafnvel tvo sólar- hringa í túr, en við því er ekki hægt að gera, ef hugsað er um að láta þau sigla saman. — Margir hafa nú samt látið sér muna um þetta, því ég hugsa að það séu eins mörg dæmi þess, að skipin hafi siglt ein yfir hafið eins og í sam- fylgd, og er slæmt til þess að vita, því það er engum efa bundið, að það er mikið meira ör- yggi í því, að skipin séu fleiri en eitt á ferð. Við skulum t. d. hugsa okkur, að ef kafbátur gerir árás, eru mikil líkindi til þess að eitt skipið geti sent út neyðarmerki og tilkynnt hvað um sé að vera og hvar þau séu stödd, og er þá ekki ólíklegt að hjálp geti borizt áður en það er um seinan. Þar sem aftur á móti er um eitt skip að ræða, er mjög hæpið að það geti sent út slíka tilkynningu. Svo er annað. Ef skip rekst á tundurdufl, þá eru líkurnar til þess að áhöfnin bjargist mikið meiri, ef annað skip er nálægt. Skips- höfnin getur ef til vill kastað sér í sjóinn áð- ur en skipið sekkur og haldið sér á floti þangað til fylgdarskipið veitir hjálp. Jafnvel ósyndir menn geta haldið sér lengi á floti, ef þeir eru í björgunarvesti. Björgunarvestin, sem sjómenn nú hafa með sér, eru þannig, að án verulegra óþæginda geta menn sofið í þeim. Björgun í liku tilfelli og hér er nefnt, er ekki ólíkleg, ef tvö skip sigla saman, en vonlaus ef skipið er eitt á ferð. Þannig má nefna mörg fleiri dæmi, T. d. ef skip lendir í vélarbilun úti á hafi og þarf hjálpar við að komast til hafnar. Þá verð- ur vitanlega að tilkynna hvar það er statt, og eftir þeirri kynningu, sem við Islendingar höfum af þýzku kafbátunum síðan stríðið hófst, er hægt að ímynda sér, ef þeir væru einhvers- staðar nærri, að þeir myndu nota tækifærið og koma því í botninn áður en hjálp bærist, en þ^tta kæmi ekki til greina ef skipin væru tvö saman, því þá gæti fylgdarskipið dregið það bilaða til hafnar. Hér hafa aðeins verið nefnd örfá dæmi til skýringar því, að það er mikið meira öryggi fyrir sjómenn að skipin sigli tvö saman. Eg ætlast til þess að útgerðarmenn veiti þessu athygli, því vissulega munu þeir, ekki síður en sjómenn, hafa áhuga fyrir því að auka öryggi þeirra, sem á sjónum eru, og skipa sinna. Síðustu þrjú árin hafa íslendingar misst mörg skip, en ekkert getað fengið í staðinn og sér það á, þar sem skipaflotinn er lítill. Ekki þarf að búast við því, meðan stríðið stendur yfir, að hægt verði að fá skip til viðbótar hversu mörg sem týnast, og lítur það því ekki vel út, ef stríðið stendur lengi og skipin týna tölunni, eins og þau hafa gert undanfarin ár. Flest skip- in, sem farist hafa af völdum styrjaldarinnar, 82 VlKlNGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.