Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 31
haldandi sókn á Donvígstöðvun- um, og tilkynna að þeir hafi tek- ið 11 borgir og bæi á þessum slóð- um, þar á meðal Georgievsk, sem er hernaðarlega mikilvæg. * 5./1. Rússar tilkynna að þeir hafi tekið Chernikov, sem er 160 km. fyrir vestan Stalingrad. 8. her Breta fyrir vestan Bue- rat býst til árása á Zam Zam. 14./1. Þýzka herstjórnin til- kynnir, að Rússar hafi byrjað sókn í V.-Kákasus, eftir alllangt hlé á þeim vígstöðvum. * Stjórnmálahorfur eru taldar al- varlegar í N.-Afríku, en þar hefir Giraud tekið einn fyrv. ráðherra Petains og sett hann í háttsett embætti. * 16./1. Rússar hafa gert mikil á- hlaup á stöðvar Þjóðverja við Stalingrad. Búist er við að sókn áttunda hersins hefjist þá og þeg- ar til Zam Zam. Mikið hefir verið um árásir flugvéla Bandamanna um þessar slóðir. * 19./1. Rússar hafa rofið hring- inn umhverfis Leningrad og leyst borgina úr umsát, er staðið hefir frá haustinu 1941. Tóku Rússar j árnbrautar stöðina Schlusselburg og komust yfir Neva ána, og hröktu burt fjögur herfylki Þjóð- verja. * Áttundi herinn brezki hefir tek- ið Zam Zam og heldur enn áfram sókn sinni af miklu kappi, en her Rommels hörfar undan. Brezki herinn er nú aðeins 150 km. frá Tripólí. * 26./1. Þjóðverjar tilkynna, að þeir hafi yfirgefið Voronesh. í Kákasus halda Rússar áfram sókn VlKINGUR sinni til Rostov. Bretar fylgja fast á eftir Rommel til Tunis. * Rússneskar fregnir herma, að hernaðaraðstaðan á austurvíg- stöðvunum hafi gerbreyzt þeim í vil síðustu daga. Innikróaðar þýzkar hersveitir í Stalingrad séu óðum að gefast upp: Búist er við að Rússar muni ná Kharkov á sitt vald ef sókn þeirra heldur áfram. * 21./1. Hersveitir Rommels eru nú að yfirgefa Tripolis, en Bret- ar nálgast hratt borgina í sókn sinni. Útvarpið í Marocco hermir, að Rommel flýi með her sinn til landamæra Túnis. * 27./1. Rússneska herstjórnin til- kynnir, að gereyðingu þýzka hers- ins í Stalingrad sé nú lokið. Að aðeins séu nú eftir 12.000 manns af 200.000 þúsund er enn verjist á tveim stöðum, én innan skamms verði yfirbugaðir. Segjast Rússar hafa tekið stórkostlegt herfang. * 23./. Bretar hafa tekið Tripoli og elta hersveitir Rommels á flótta þeirra til Tunis. * 30./1. Rússar tilkynna, að þeir hafi tekið Kropootkin í Kákasus, sem er mikilvæg frá hernaðar- sjónarmiði. * 30./1. í Þýzkalandi minnst 10 ára valdatöku nazistaflokksins, Göbbels og Göring héldu ræður og boðuðu ofstækisfulla baráttu þýzku þjóðarinnar, hún yrði að sigra eða farast. Göbbels las upp boðskap frá Hitler. * 2./2. Rússar tilkynna, að þeir hafi handtekið Paulus marskálk, er stjórnaði her Þjóðverja við Stalingrad, ásamt 15 hsrshöfð- ingjum hans. Einnig tekið til fanga um 40.000 hermenn. Enn- fremur upplýst, að hinn innikró- aði her Þjóðverja við Stalingrad hefði verið um 300.000 og hefði allt það lið ýmist verið fellt af Rússum eða látist af hungri, drep- sóttum og kulda meðan á umsát- inni stóð. * Churchill fór til Tyrklands eftir fundinn í Casablanca, þar sem hann ræddi við Roosevelt er kom í flugvél til fundarins. En fund þenna sátu helztu stjórnmála- og hersérfræðingar Breta og Banda- ríkjamanna. * 4. /2. Þýzka stjórnin hefir fyrir- skipað 3 daga þjóðarsorg í Þýzka- landi vegna afdrifa 6. hersins, við Stalingrad. * 5. /2. Rússar tilkynna, að þeir hafi tekið 27 þús. fanga við Voro- nesh, sömuleiðis borgirnar Tim, Kupyansk og Schigi'y. * 9,/2. Rússar tilkynna, að þeir hafi tekið Kursk. Rússar telja að Þjóðverjar muni verja Rostov til hins ýtrasta, en lausafregnii' frá Tyrklandi herma, að Þjóðverjar séu í þann veginn að yfirgefa borgina. * 16. /2. Þjóðverjar gerðu skyndi- áhlaup í Túnis á stöðvar Banda- ríkjamanna og sóttu fram um 30 km. og nálgast Gafsa. * Grimmilegar orustur standa við Kharkov. Rússar hafa tekið Ro- stov og Voroshilovgrad. * 25./2. Gagnárásir Bandamanna í Túnis hafa borið þann árangur, að her Rommels hefir hörfað að Kasserin-skarði. * 17. /2. Rússar tilkynna fall Kharkov-borgar, en bardagarnir um hana hafa verið með þeim allra hörðustu á austurvígstöðv- unum. Borgin hafði verið 16 mán- uði á valdi Þjóðverja. * Stalin hélt ræðu 22. febr. í til- efni af 25 ára afmæli rauða hers- ins, og sagði meðal annars, að 4 millj. Þjóðverja væru fallnir á austurvígstöðvunum. 95

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.