Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 23
Járn og stál Það er ekki kunnugt hve langt er síðan jarn- ið fannst. 1 Cheops-pyramidanum hafa fundist járnverkfæri, og bendir það á, að járnið hafi þekkst fyrir 5000 árum. 1 Indlandi hefir fundizt járnstólpi 15 smá- lesta þungur, og er talið að hann sé gerður um 300 árum eftir Krist. En sökum þess hve járnið eyðist fljótt af ryði, finnst lítið af því frá fyrri tímum. Við upphaf járnaldar á Norðurlöndum, um 700 árum fyrir Krist, gátu Kínverjar unnið steypujárn og gert vopn og verkfæri úr hertu stáli. •#;!*! Fyrsta járnvinnslan fór fram í jarðgryfjum, er fóðraðar voru innan með leir. Gryfjumar voru fylltar málmgrjóti og viðarkolum, sem látið var niður í lögum til skiftis. Loftrás var gerð að botni gryfjunnar og lofti dælt inn með físibelg gerðum úr dýraskinnum. Er viðarkolin brunnu náðist hátt hitastig, og smám saman myndaðist seigur járnklumpur á botni gryfjunnar. Járn þetta var holótt eins og svampur,og holurnar fullar af gjalli. Sök- um þess að bræðsluhiti gjallsins er lægri, hélzt það lengur fljótandi. Með því að hamra járnið, náðist nokkur hluti gjallsins úr því. Nokkuð var þó alltaf eftir, og sézt það greinilega af stækkuðum myndum af gömlum vopnum. Á 15. öld var fyrst farið að vinna hrájárn, og eftir það var smám saman hafin járnvinnsla í síbrennsluofnum. Járnbrennslan fór fram við viðar kol, eins og áður er sagt, en með því að erfitt var að afla þeirra, voru reyndar aðrar leiðir. Mr. Did Didley fékk enskt einkaleyfi á ár- unum 1613—’20 til þess að vinna járn með steinkolum, og um 100 árum seinna, 1709, fékk Lord Darby koks-einkaleyfi og varð það upp- haf að járnvinnslu í stórum stíl. Járn finnst mjög víða á hnettinum, þó ekki óblandað, en bundið sýrum og öðrum föstum efnum. Talið er að 5% af þunga jarðarinnar sé járn, og að það sé dreift um öll lönd. Stærsta járnvinnslusvæði jarðarinnar er við vötnin miklu í U. S. A. Sænsku járnsvæðin í Norrland og Grángerberg hafa hingað til gefið eitthvert bezta málmgrj ót sem 1 jörðunni finnst, m'eð allt að 70% járni. 1 Ruhr-héruðunum og Lothringen eru stærstu málmsvæði Evrópu. í VlKINGVR Ukraina og á Krím eru einnig auðugar járn- námur. í hinum síðast töldu námum er einkum svokallaður „hrímmálmur“ með allt að 40% járnmagni. Aðferðin til þess að breyta málmgrjótinu í fljótandi járn er í rauninni mjög einföld. Málm- grjótið er að miklum hluta járnsýrlingur, sem breytist við brunann með koksinu, gefur frá sér sýrur og myndar hrájárn og kolsýru. Við bræðsluna er svo bætt í kalksteini. Hreinsar hann málminn með því að hann blandast stein- efnunum og myndar léttan slagga eða gjall, sem flýtur ofan á járninu, og er auðvelt að skilja það frá. Við notkun háofnanna opnuðust möguleikar til stóriðju. Árið 1820 nam framleiðsla í hrájárni um 4.8 milljónum smálesta, árið 1900 um 18 milljón- um og 1935 nálega 66 milljónum smálesta. Tala þessar tölur sínu máli. Háofninn með búnaði sínum, svo sem leiðn- ingum, hreinsitækjum, súgvélum, yfirhiturum og vélamiðstöð, er nú orðinn geisi mikið fyrir- tæki. Hæð ofnsins er oft um 35 m. og breidd um 6 metrar. Um þá eru stórir múrveggir og stál- brýr er bera uppi lyftitæki fyrir málmgrjót og kol. Það er geisilegt magn af kolum, málmgrjóti. kalki og gjalli sem flytja þarf að ofninum og frá. Eimknúnir vagnar draga flutningsvagn- ana eftir sporum fram og aftur óaflátanlega daga og nætur. Stöðugt er hráefni steypt í ofn- inn og úr honum tappað járn og gjall. í ofn, sem bræðir 1000 smálestir af hrájárni á dag, þarf 2000 smálestir af málmgrjóti, 900 smál. koks og 250 smál. kalk, samtals 3150 smál. og er það hleðsla úr 315 járnbrautarvögnum 10 smálesta. Á stama tíma er tappað úr ofninum 100 vagnhleðslur af hrájárni auk slagga og ösku. Ur ofninum er tappað 6 sinnum á dag. í efri endann er ofninn búinn sjálfvirkum lokunartækjum, og kemst varla nokkurt gas þar út, þó fyllt sé í hann. Tólf smálestum er steypt í ofninn í einu. Nemur hleðslan staðar í efri hluta ofnsins, og er hitinn þar um 400°C. Ofan til í næsta hluta ofnsins fer málmurinn að bráðna við 6—800°C, og neðst í þessum hluta blandast hið nýbrædda járn kolefni við um 1000°C. I bræðslusvæði ofnsins er hitinn um 1200—1400°C. Fyrir hverja smálest af hrájárni myndast um 4500 rúmmetrar af gasi. Er það meðal ann- ars notað í orkustöð háofnanna; eru þar vélar allt að 6000 hestafla, sem brenna gasi. Enn- fremur er gasið notað til hitunar á blásturs- loftinu; hitunar á nærliggjandi húsum o. fl. 87

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.