Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 16
Æ - A FRI VÁKTINNI . [Svarta hafifl SUÐUR. AFRÍKA SUEZ-SKURÐURINN. Þegar siglingar Evrópumanna hófust fyrir alviiru til hinna fjarlægu Austurlanda var eina leiðin hinn langi vegur suður fyrir Afríku eða jafnvel Ameríku og mönn- um varð því æ ljósara hve óskaplega leiðin myndi stytt- ast, ef hægt væri að gera skipgcngan skurð í gegn um Suez-eiðið, sem aðskilur Miðjarðarhaf og Rauðahaf. Úr þessu varð þó ekki fyrr en franska verðfræðingnum de Lesseps tókst að koma verkinu af stað með dugnaði sín- um. Var byrjað á greftri skurðsins árið 1859 og sex ár- um síðar fór fyrsta skipið í gegn um hann, enda þótt honum væri ekki lokið fyrr en árið 1869. Fyrir þann tíma hafði þó annar Suez-skurður verið á sömu slóðum, líklega gerður á tímum Faraómanna, forn- konunga Egyptalands. Þessi skurður fylltist þó síðar af sandi, en Trajanus Rómverjakeisari lét gera hann skip- gengan aftur. Þar fór þó aftur á sömu leið, því að skurð- inum var ekki haldið við og hann fylitist líka af sandi og gleymdist. Af siðari tíma mönnum var það Napóleon sem einna iRLANDf ^ ENGLAND _ / 4° í SOVJLT- RUSSLAND ! V, PÓLLAND l'VZKALAND'» «aWr#rKAKKl.AND* BW/ÍM » ,SVÍ.«>™CVU,JALANy^~ V W/JBM *'^^TvMENÍá I __ <SIK1LLY tt WB. JJ^T^ALGIERSl BIZERTEg—IlPf. ■BfCASABLANCA MiAjarAarhafið ODES5A ROSTOV BATU DARDANELLE-SUNDJÐ TYRKLAND lEHRAN ES SYRLAND y jL-<í*AO\ ALEXANDRÍA súti- | "*V»^ O Skurðurinn n. . MAROKKÓ TRJPOLIS1 / BENGASI ALGIER \ IIRVA KAIROVjsWurðunnn pc„nesUTO^ -K\ ‘\ ■•s. Ín..x-.L EGVPTALAND VAh.fiO ' - ARABÍA . RANSKA VrSTUR-AFRÍKA / • \\ AR r" ERITREAV^ A _________v i ensk- W-- ( ..?f < EGYPZKA y'o Yr^iTh FREETOWN /NICERIA./'c'franska\ súdan i % | f I i s/ : EOUATOR C ETHIOPIA ÆSh RJO ORO •' j EQUATOR S.ETHIOPIA V* - ‘r^v^Wiglii ^Leopoldville -'SgœJHu|Kw ^ANCOLA J'-L B Ukameroon^^ V MH)JARDAKLINA^-J í Atl.msh.if ið ___^ \^HODESIA-j V^C UÐVESTUR ■ \ l' /MADAGASCAR AFRÍKA jWCHUANA-^ | |J O Indlandslufið s HOFÐABORG & fyrstur kom auga á þýðingu skurðarins, en hann ætlaði að nota hann til þess að klekkja á sjóveldi Breta, og ná beinustu leið til Indlands. í þeim tilgangi lét hann bieði mæla og gera teikningar af hinum fyrirhugaða skurði, en við fall hans féll hugmynd hans einnig í gleymsku. Hinn núverandi skurður er 87 mílur á lengd og getur tekið skip með allt að 10 metra djúpristu. Er stöðugt unnið að því að dýpka hann og bæta, cnda hefir umferð um hann aukizt stöðugt frá því hann var gerður. Fyrir núverandi styrjöld fóru um hann milli 5 og 6 þúsund skip á ári. Af meðfylgjandi mynd má glöggt sjá hvílikur geypi munur er á því, að þurfa að fara suður fyrir Afríku eða að geta farið gegn um Miðjarðarhaf og Suez-skurðinn. Hafa. t. d. Bretar fengið að finna til þess í núverandi styrjöld, þar eð Miðjarðarhaf er þeim að mestu lokað sökum yfirráða ítala og Þjóðverja á sundinu milli Sikil- eyjar og Bizerta. Fiska-upptalning: Þorskur, smokkur, áll og ýsa, upsi, koli, marhnútur, stökkull, karfi, lúða, lýsa, langa, keila, steinbítur. 1 ágjöf: Þó að úfið öidukast ólgi á mínu baki, aldrei skal ég uppgcfast á illu færa-skaki. Lélegur sjósóknari: Áfram knýr hann öldudýr, aflarýr að landi snýr; undan vífum Ægis flýr, ekki hlífir þriðja gir. AndrÓ8 //. Valberg. FLUGVÉLAR EYÐA SEGULMÖGNUÐUM TUNDURDUFLUM. Eins og kunnugt er nota hernaðarþjóðirnar nú á tím- um allmjög flugvélar til þess að leggja út tundurdufl á siglingaleiðir óvinarins. Er þeim fleygt út úr flug- vélunum á meðan þær eru á flugi, og svífa niður að sjó í fallhlífum, svo að þau hvorki springi né skemmist að iiðru leyti við fallið. Aðallega eru það segulmögnuð dufl, sem lögð eru út á þennan hátt, þar eð þau þykja mjög skæð á grunnsævi, til dæmis í ármynnum eða fyrir utan hafnir. Ilinað til hafa aðallcga smáskip verið notuð til þess að eyða þcssum segulmögnuðu duflum, og var hafður ýmiskonar útbúnaður til þess, en nýlega var tilkynnt opinberlega í Brctlandi að síðastliðna mánuði hefðu flug- vélar einnig verið notaðar til þess, — og með góðum árangri. oO

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.