Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 9
eða eftirlits. Þá er annað, hvort báðar þessar vélar yrðu látnar vinna á einum og sama skrúfu- ás, eða hafa skrúfurnar tvær. Ef tvær skrúf- ur ekki yrðu til óþæginda fyrir veiðarfæri og annað slíkt, mundi ég telja það heppilegri lausn á því máli. Þá er hin leiðin að hafa vélarnar fleiri, 5 til 10 stykki. Ættu þá allar vélarnar að vera af sömu gerð og sömu stærð og mættu þær þá gjarnan vera hraðgengar og léttbyggðar, og hafa hver sinn dynamó. Skipið væri svo drifið af einum eða tveim rafmagnsmótorum, auk allra hjálparvéla, sem einnig yrðu rafmagns- mótorar. Því miður virðist vera erfitt að fá þessu líkt vélasett í þeim löndum, sem við nú höfum aðgang að. Að sjálfsögðu komi til greina að hafa raf- magnseldavél í stað kola, hvaða véiategund sem notuð væri, og sömuleiðis rafmagnsstýri i sam- bandi við vökvaþrýstidælur. Allar lýsisvinnslur á afturskipi tel ég að ætti að flytja fram á, undir bakkann. Lýsisvinnsla á mótorskipi er dálítið erfið viðureignar, og veit ég enga leið aðra en að hafa gufuketil fyrir hana. Sá ketill yrði að sjálfsögðu í sjálfu bræðsluhúsinu svo að þá ætti ekkert að vera til fyrirstöðu fyrir því að bræðslan yrði fram í skipinu. Þá yrði allt afturskipið laust, til í- búðar. Ef stýrisvölurinn yrði framlengdur upp á bátapall og yfirbyggingin (Ceisinger) byggð aft- ur úr, og jafnvel út á öldustokkana; alla leið fram undir togblakkarkifa, mætti gera góð í- búðarherbergi, borðsal, W.C. o. fl. á aftur- og mið-skipum. Togvindum og akkerisvindum má breyta fyr- ir rafmagnsdrif, með litlum kostnaði, saman- borið við nýjar vindur. Læt ég nú ,,falla“ í bili, en æskilegt væri, að sjómenn segðu álit sitt um þessa hlið málsins. Rvík. 20. febr. 1943. G. Þorbjörnsson. FYRIRSPURN SVARAÐ. Út af fyrirspurn i síðasta tbl., í sambandi við tundur- duflarekið, hefir blaðið snúið sér til forstjóra Skipaút- gerðar ríkisins, og fengið þau svör, að sömu ráðstafanir séu enn framkvæmdar eins og hafist var handa um, að varðskip ríkisins starfi að tundurduflaeyðingum. Er verkaskifting þannig milli skipanna, að v.s. Richard starf- ar fyrir Vesturlandi, v.s. Óðinn við Austurland, v.s. Ægir við Suðurland og v.s. Sæbjörg við Faxaflóa. Og að ein- hverju Ieyti munu skip setuliðsins starfa að eyöingu tundurdufla þegar þeirra verður vart. LEIÐARLJÓS í Sandgerði. Mér hefir dottið í hug, herra ritstjóri, að biðja um rúm í Víking fyrir eftirfarandi. Sandgerði er ein af stærztu verstöðvum við Faxaflóa. Berst þar að árlega mikill afli á land, og þar af leiðandi miklar tekjur, beinlínis og óbeinlínis, sem renna til ríkissjóðs, og til þeirra sem stunda þar atvinnu, bæði verandi og farandi menn. Samt sem áður er ekki sjáanlegt, að frá hinu opinbera hafi neitt verið gert til hagræðis fyrir hina ötulu sjómenn, sem þaðan hafa stundað sjó í marga áratugi, við hin erfiðustu skilyrði, annað en leiðarljósin þrjú, sem eru þó mesta ómynd að allra dómi, sem til þekkja. Það er kastað hundruðum þúsunda víða kring um land til lendingarbóta og hafnai’mannvirkja, þar sem aldrei geta orðið veruleg not af, vegna legu staðanna, t. d. Borgarnes (sjálfsagt með duglegan þingmann) og víðar. Ég ætla ekki að stinga upp á neinu stórvirki með línum þessum, en aðeins benda á hvað er mjög nauðsynlegt og aðkallandi: 1. Innsiglingarvitann þarf að hækka að mun, og setja í hann miklu sterkara ljós. 2. Það þarf að hækka báðar stengurnar, sem notaðar eru til merkis inná leguna, og setja betri dag- og náttmerki á þær. Bestur væri góður hornviti þar sem neðra merkið er. 3. Vörðuna á heiðinni fyrir ofan þorpið þarf að stækka svo, að hún verði mjög áberandi. Eins og er, er hún næsta ónothæf, og þar af leið- andi mjög nauðsynlegt að bæta hana hið bráð- asta. Á jafn hættulegri leið eins og Hamarsund er, virðist ríða mikið á því að innsiglingarmerki séu ekki það léleg, að stappi næx'ri ágizkan hvort þau eru fyrir stafni eða eitthvað annað í líkingu við þau. Sjófarendur, sem eiga leið framan við Sand- gerði, ættu að gera samanburð á ofannefndum vita og blossa af þeim, sem stöku sinnum sézt skammt fyrir innan, en sá blossi er ekki mældur á íslenzkan grútai’týi'umælikvarða, en sýnir glöggt, að hann er settur á sinn stað til að sjást, en ekki sýnast, eins og t. d. kosningaloforð, sem sjást bæði seint og illa. Ofanritað er bending til þeirra, sem með vita- mál fara. H. M. VlKlNGU R 73

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.