Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 30
15. /1. Samtrygging ísl. botn- vörpunga hefir í tilefni 20 ára afmælis síns boðið til samkeppni um teikningu að botnvörpuskipi framtíðarinnar. Þrenn verðlaun veitt 10.000 kr. 7.500 kr. og 5.000 kr. * 16. /1. Samkv. bráðabirgðayfir- liti Hagstofunnar yfir árið 1942 nam innflutningur til landsins 247.7 milj. kr., en útflutningur- inn 200.4 milj. kr. I desember var flutt inn fyrir 35 milj. kr., en út fyrir aðeins 6 milj. kr. * 20./1. Lítið norskt skip strand- aði á Leiruboða í Skerjafirði, skipshöfnin bjargaðist í björgun- arbátana. * 19./1. Fjárhagsáætlun Rvíkur lögð fyrir bæjarstjórn, útsvörin áætluð um 17.5 milj. króna. * Vísitalan fyrir janúarmánuð var 263 stig og hefir því lækkað um 9 stig frá desember vísitölu. * Færri bátar eru nú gerðir út á fiskveiðar en síðastliðið ár frá Faxaflóa veiðistöðvum, sem staf- ar frá því að allmikið af bátun- um er í flutningum fyrir setulið- ið. — 5./2. Fregnir berast frá Dýra- firði um að sr. Sigurður Z. Gísla- son hafi farist af slysi á nýársdag. * 7./2. Vetrarvertíð í Vestmanna- eyjum hafin og stunda þaðan um 80 bátar róðra á vertíðinni. * 1./2. Eiríkur Sigurðson sjómað- ur, Akranesi, drukknaði. Fannst lík hans við svonefnda Vestriflös. Eiríkur var 35 ára og lætur eftir sig konu og 1 barn. * 3./2. Vélbáturinn Ægir, eign Finnboga og Þórðar Guðmunds- sona, strandaði fyrir utan Sand- gerði á svonefndri Bæjarkletts- eyri. Tveim dögum síðar heppnað- ist að ná bátnum aftur á flot og unnu við það um 40 manns. V.b. Árni Árnason dró hann síðan til Keflavíkur þar sem gert verður við hann í dráttarbrautinni. * 12./2. Verzlunarjöfnuðurinn við útlönd 1 janúar óhagstæður um 94 15.7 millj. kr., flutt var inn fyrir 22.7 millj. kr., en útflutningur nam 7 millj. kr. I janúar í fyrra var útflutningurinn 13 millj. kr., en innflutt fyrir um 15,5 millj. kr. * James Darkins skipstj. á brezka togaranum Vidonia GY 257 dæmd- ur fyrir landhelgibrot í 29.500 kr. sekt. Varðskipið Óðinn kom að nefndum togara að landhelgisveið- um í Garðsjó 19. nóv. f. á. * Fregnir berast um að íslenzkur sjómaður, Sigurður Einarsson kyndari á e.s. Snæfell, hafi fallið í sjóinn í erlendri höfn og drukkn- að. Hann var kvæntur og átti tvö börn, 10 og 13 ára. Hann var 38 ára að aldri. * 60 Vestfjarðabátar lenda í hrakningum vegna stórviðris. Náðu við illan leik landi. En þó ekki frétt af vélbátnum Draupni frá Súðavík. * 17./2. V.b. Víðir rak upp í fjöru innanvert í Sandgerði. En talið að hægt muni að ná honum út aftur. Eigandi bátsins er Guðmundur Jónsson, Rafnkelsstöðum í Garði. * M.s. Þormóður ferst nálægt Garðskaga í ofsaveðri. Með skip- inu fórust 31 manns. Auk skips- hafnar voru farþegar frá Bíldu- dal, þar á meðal 10 konur og eitt ungbarn. * Vísitala febrúarmánaðar upp- gefin 262 stig. * V.b. Helgi Hávarðsson frá Seyðifirði slitnaði upp á legunni í Sandgerði og rak á land. Óvíst talið að náist út. Báturinn var byggður 1939 og var 27 smál. að stærð. Eigandi Hávai'ður Helga- son útgerðarmaður, Seyðisfirði. * 21./2. Símabilanir urðu allvíða um land, einkum á Vestur-, Aust- ur- og Norðurlandi vegna ofviðris undangenginna nokkurra daga. * 24./2. Fregnir berast af því að Marinó Sölvason að Litla-Árskógs- sandi í Eyjafirði varð úti milli bæja. Er talið að hann hafi dottið á göngu sinni og slasast þannig á höfði að beðið bana. ERLENDAR FRÉTTIR. 3./1. Rússar tilkynna að þeir hafi náð Veliki Luki á sitt vald. Einnig segjast þeir hafa náð Elista höfuðborg Kalmúkafylkj- anna á gresjunum suður af Stal- ingrad. * Þjóðverjar skýra frá sjóorustu, sem háð hafi verið á gamlársdag NA af íslandi eða nálægt Bjarn- arey. Réðust þýzk herskip og kaf- bátar á brezka skipalest, sem var- in var af brezkum beitiskipum. 6. /1. Rússar tilkynna, að þeir hafi tekið Tsimlinskaya, sem er nálægt S.-Donbugðunni. Enn- fremur að þeir hafi tekið Nalchik og Prokladnaya í Kákasus. * 7. /1. Japanir draga saman mik- inn flota við Salomonseyjar og er talið að þeir hyggi á árásir á Guadalcanal. Bandaríkjamenn til- kynna að þeir hafi sökkt 9 skip- um Japana við Rabaul í Nýja- Bretlandi. * Rússar tilkynna, að þeir hafi tekið Tikhoresk og olíulindamið- stöðvarborgina Maikop. * 12./1. Rússar tilkynna áfram- VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.