Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 21
berðust fyrir því að þau væru ekki til siðu sett. Þörfin á slíkum málsvara á þingi verður þeim mun ljósari, sem bændavaldið þar gerist ásæln- ara á almannafé, og bændadekur flokkanna yfii' leitt gerir þá óhæfari um að reisa þar skyn- samlega rönd við. Mál það, er að framan getur, hefir nú aftur verið tekið upp á þingi og verður sennilega löngu afgreitt endanlega, áður en þessi grein kemst í prentun, en hverjar sem endalyktir þess verða, þá breytir það ekki þeirri staðreynd, sem þegar er kunn, að Framsóknarflokkurinn lagðist þeg- ar á móti því og sýndi þar með sinn skilning við sjávarútveginn í þessu máli. R Fiskveiðar Ný-Englendinga (Framhald af bls. 75). að tala þeirra Bandaríkjamanna sem eta fisk hefði aukist. Gæði fiskjarins eins og hann kemur í hendur neytenda hefir stórum batnað. Fisk- og lyfja- sölueftirlitið tók rögg á sig fyrir nokkrum árum og hóf hreingerningu í þessum iðnaði. Var þetta þakkar vert, því góð vara eykur neytendafjöld- ann. Endurbætur á kælivögnum og járnbrautar- samgöngum hafa og fært út sölutakmörkin á nýjum sjávarfiski, frá Buffalo til Chigago og St. Louis. Flökunin léttir fyrirhöfn húsmóður- innar og gerir fiskinn aðgengilegri. Með fryst- ingu og nýtísku umbúðum, er fisksalan flutt af torginu og inn i grænmetisverzlanirnar. Árang- urinn varð sá, að Amerískar húsmæður keyptu 246,000,000 lbs. af frosnum sjávarafurðum 1941 í stað 140,000,000 1930. Þá hefir hraðfrystingin leitt til þess, að sjáv- arfiskur er nú til sölu á þeim stöðum, þar sem enginn hafði bragðað hann áður. Arizona t. d. kaupir nú heilar vagnhleðslur af hraðfrystum fiskiflökum. Og vissulega er langt til Arizona og vart hugs- anlegt að þangað mundu berast ómar frá klukk- um ,,Our lady of Good Voyage“ — sjómanna- kirkjunnar í Gloucester. En hún hefir að geyma minnisvarða 8000 bæjarmanna, sem látið hafa lífið síðan 1632 við hið gamla og virðulega starf „að sækja sjóinn". (Lausl. þýtt úr „Readers Digest“). Ilallgr. Jónsson. Carsien Jörgensen fimmtugur. Carsten er fæddur 11. mars árið 1893 á Seyðis- firði. Hann var sonur hjónanna Caroline og Anders Jörgensen bakarameistara, er fluttu ung til Seyð- isfjarðar frá Danmörku, og bjuggu þar til dauða- dags. Nutu þau almennra vinsælda fyrir rausn og höfðingsskap. Árið 1909 tók Carsten að nema járnsmíði hjá Jóhanni Hanssyni, vélsmið á Seyðisfirði, og var þar til ársins 1928, er hann tók að gæta véla á togur- unum, er þeir lágu hér í höfninni, fyrst á b.v „Geir“ og síðar á fleirum. Hefur hann gegnt því starfi síðan, ásamt vélgæzlu við Síldarverksmiðjur ríkis- ins, en þar hefur hann starfað í sex sumur, og þar af í þrjú sem yfirvélstjóri. Carsten er giftur Sig- urfljóð Jakobsdóttur, og er hún ættuð úr Húna- þingi, hin mætasta kona. Eiga þau fjögur börn, sem öll eru hin mannvænlegustu, tvær stúlkur og tvo drengi. Carsten nýtur almenns trausts í starfi sínu, og munu margir vélstjórar hafa notið hinna stuttu tíma á heimilum sínum betur en ella, vegna þess að Carsten gætti vélarinnar á meðan, og honum gátu þeir treyst sem sjálfum sér. Carsten er hreinlyndur maður og stefnufastur og segir hverjum manni sannfæringu sína afdrátt- arlaust. Slíkum mönnum verður ávalt vel til vina. Því munu þeir margir, sem hugsað hafa til hans með þakklæti á þessum merkisdegi ævi hans, og minnst góðrar samvinnu frá starfsdögum og glað- værðar í góðra vina hópi. Vélstjóri. VlKlNGUR 85

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.