Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 26
YFIRLÝSING
í tilefni af skrifum „Hannesar á horninu“ í Alþýðu-
blaðinu fyrir skömmu, og heimskulegum tilgátum hans
um höfund að smápistli í síðasta tölubl. Víkings útaf
vanrækslu blaðanna fyrir hinn íslenzka málstað, skal það
skýrt tekið fram, að aðdróttanir hans eða tilgáta um
höfund greinarinnar, eru algjörlega úr lausu lofti gripn-
ar. —
Blaður „Hannesar“ um stríðsgróðamenn tekur sjó-
mannastcttin sér ekki nærri, en varast skyldu þeir að
kasta grjótinu, sem í glerhúsi búa Hannes sæll.
Ritstjóri og ritnefnd.
Gamlar formannavísur frá Vopnafirði, eftir borstein
Gunnarsson, sem kallaður var Norðlendingur. Veit ég
'ekki nánar um ætt hans, né hvaðan hann var, en hann
hrapaði á milli Leiðarhafnar og kauptúns og beið bana
af, hér á Vopnafirði. Nikulás.
Albert lætur Iúðufrón,
löngum væta súðaljón.
Þótt Hefringsdætur hefji tón,
hans ágæt er fyrirsjón.
Þó að skoli súg til sands
sævarþolinn öldudans.
Ei við dvalar yggur brands,
Andrés Falmar, bróðir hans.
Á ölduhundi um upsafen,
ýtir lundu glaður.
Þótt raust sé stundum Kára óklén,
Karl Guðmundur Níelsen.
Einar tiðum Bjarnarbur,
brims við hlíðar alvanur,
strengja á skiðum starfsamur,
stýrir prýðis hugdjarfur.
Stálvinnslan er allmikið meiri en vinnsla hrá-
járns. Petta er aðallega af notkun Siemens—
Martin-ofnanna. í þeim er unnið úr geisi-miklu
af járnarusli svo og málmgrjóti.
Járn er nóg til í jörðu um ófyrirsjáanlega
framtíð, jafnvel þó vinnsla aukist til muna.
Sama verður ekki sagt um olíuna. Járnið hverf-
ur ekki eins og olían, því stór hluti af brota-
járni er hagnýtt á nýjan leik.
Fjöldi nýrra málmblandana hafa fundizt hin
síðari ár, og eru léttu málmarnir þar fyrir-
ferðarmestir. Enn er þó járnið og stálið í önd-
vegi, þau eru 90% af efnivið málmiðnaðarins.
(Lauslega þýtt úr „Maskinbefálsförbundets
Tidskrift").
Hallgr. Jónsson.
Lífil leiðréffing
Vegna þess að veizt hefir verið að prestum lands-
ins í einni grein í sjómannablaðinu, þar sem tekið
er svo til orða, að orðatiltæki, sem haft hefir verið
um sjómenn, svo sem þessi: „hetjur hafsins og
hermenn þjóðarinnar", hæfði bezt sem hræsni við
minningarathafnir og jarðarfarir, þykir rétt og
skylt að taka fram, að þessi fullyrðing greinarhöf.
um téð orðalag mun byggjast á því miður mjög al-
gengum misskilningi, eða löngun til þess að segja
eitthvað smellið. Það er sem sé vitað, að allra
manna hreinlyndastir og óeigingjarnastir í garð sjó-
manna eru einmitt prestarnir. Til þeirra er alltaf
leitað er í nauðirnar rekur, þegar slys ber að hönd-
um, þegar tilkynna þarf það, sem aðrir treysta
sér eigi til að gjöra svo að í lagi sé. Og eigi er
það vitað, að þeir telji eftir sér að inna þessi störf
og gera þeir það án gjalds. Enda er það mála sann-
ast, að þeir hafa á margan annan hátt reynt að
veita sjómönnum lið.
Þessu til sönnunar nægir að benda á tvö dæmi,
'þótt önnur mýmörg séu fyrir hendi. Prestur aust-
an úr sveit leggur á sig ferð um vetur í skammdeg-
inu til þess að flytja ræðu í útvarp á kvöldi slysa-
varnafélagsins. Mönnum er í fersku minni, er sr.
Sig. Z. Gíslason, sem var prestur á Þingeyri, fórst
um áramótin af áhuga fyrir að rækja sitt starf,
þrátt fyrir illveður og torfærur, er voru á leið
þeirri, er hann varð að fara.
Menn muna einnig, er „Talismann" fórst við
Sauðanes milli Súgandafjarðar og Önundarfjarðar.
Eftir að það hörmulega slys varð, tók hann af
einskærum áhuga að beita sér fyrir því, að reistur
yrði viti á Sauðanesi til þess að leiðbeina sjómönn-
um og varna þar slysum. Ferðaðist hann víða um
Vestur- og Norðurland, til þess að greiða fyrir
málinu. Enda þótt að árangurinn hefði ekki orðið
í samræmi við fyrirhöfnina. Þá var söm hans gerð.
Til mun þó vera einhver lítill sjóður fyrir hans verk,
og nefnist hann Minningarsjóður sjómanna á Talis-
mann.
Þótt nú sé skarð fyrir skildi í röðum prestanna
á Vestfjörðum, þar sem tveir prestar voru meðal
þeirra, sem létu lífið við „Þormóðsslysið“, eitt-
hvert hið átakanlegasta slys, er hér hefir orðið í
seinni tíð, þá má gera ráð fyrir, að maður komi
í manns stað, og væri það víst í anda þeirra góðu
manna, er þar fórust, ef verki því hinu góða, er
hafið var af Sigurði Z. Gíslasyni, yrði haldið áfram
af þeim, er kæmu í hans stað og annarra, er Vest-
firðir hafa orðið að sjá á bak við áður umgetið
slys.
A. S.
90
VlKINGUR