Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 11
Handveiddur fiskur er verðmeiri á sölustaðn-
um, því hann er síður marinn en sá, sem veiðist
í botnvörpur. Hinsvegar veiða togarar tvöfalt
meiri fisk á helmingi skemmri tíma.
Ríkisstjórnin reynir að fá sjómennina til þess
að hirða lifrina, því hennar er mikil þörf tii
bætiefnavinnslu. En þeim er að því mikil töf,
þegar þeir slægja fiskinn af kappi til þess að
hafa undan. Það er að vísu rétt, að verðið á
lifrinni er hátt, en það þarf margar smálifrar
í heila smálest, en það mundi gera $ 10 á mann
í ferð í lifrarpeninga, og virðist ekki mikið.
Sum skipin hafa því í’áðið lifrarmann, sem hefir
þetta verk með höndum.
Fiskveiðar á þessum stríðstímum eru vissum
vandkvæðum bundnar. Talstöðvar skipanna eru
innsiglaðar, og má ekki nota þær nema í ýtr-
ustu nauðsyn. Næturstarfið er mest unnið í
myrkri, því ljósin bjóða heim kafbátaflotan-
um. Hver sjómaður verður að hafa borgara-
rétt, vera skráður og eiga fingurmark sitt hjá
strandvarnaliðinu. Hver skipstjóri verður að fá
aðgangsorð dagsins, og sýna það með merkja-
flöggum þegar hann lætur úr höfn.
Gúmmístígvél fást aðeins eftir tilvísun skömt-
unarskrifstofunnar, og með því að framvísa
þeim slitnu. Enn er nóg til af léreftsvetlingum,
en þeir endast sjómönnunum ekki nema dag-
inn að sumrinu, en skjólvetlinga gegn vetrar-
kuldanum mun farið að skorta. Hörtvinni er
kominn á þrjá dollara pundið. Manillahampur í
reiða og vörpur er ófáanlegur, og öll gerfiefni
í hans stað reynast illa nothæf. Net er erfitt
að fá, því þau eru svo víða notuð í yfirbreiðsl-
ur til sjónhverfinga.
Á öllum fiskiflotanum er hlutaskifti. Á stóru
togurunum fær ,,skipið“ helming aflans. Af því
greiðir eigandinn kostnaðinn. Borgar skipstjóra
það sem um semst, oft 6—10% og fæði. Af hin-
um helmingnum greiða hásetar fæðispeninga
$ 1 á dag. Vilja þeir hafa það gott og mikið.
Steik til morgunverðar, nýbökuð brauð, nýtt
grænmeti, egg og — einkum fisk. Af honum
borða þeir mikið. En uppáhaldsmatur þeirra er
chowder, en það er réttur úr fiski og fleski,
sem stappað er saman við kex o. fl.
Af hluta skipshafnarinnar fær 1. vélstj. 25
dollara í ferð, og II. vélstjóri, stýrimaður og
matsveinn 15 hver. Afganginum er skift jafnt
á milli allra á skipinu, frá skipstjóra til mat-
sveins. Setjum svo að veiðin hafi verið 150,000
pund af ýsu á 7 cent pundið. Með 17 staða skift-
um verður hluturinn þá um $ 300 og er það
sæmilegt fyrir 8 daga vinnu.
Nú til dags vilja sjómennirnir ekki fást við
VlKlNGUR
að skipa upp fiskinum. Fá þeir menn úr landi
fyrir sig og borga þeim ákveðið verð fyrir. —
Fyrir nokkrum árum fengust nógir menn til
þessa starfa fyrir $ 4, en sjómenn gerðu þá hin
venjulegu skipsstörf sjálfir. Nú taka landmenn
úr verkamannafélögunum $ 8 fyrir sömu vinnu,
og hafa á orði að krefjast $ 10.
Aðal fiskveiðarnar fara fram á landgrunninu,
sem liggur meðfram ströndum Atlantshafsins.
Hér og hvar rísa fjöll á hafsbotninum eða há-
sléttur (bankar), en á þeim er krökt af fiski.
Skoðanir manna, eða staðhæfingar, um það, að
sjórinn sé fullur af fiski, eru rangar. Fiskimað-
urinn mundi svelta til bana úti á djúpinu, og
svo mundi einnig fara fyrir fiskinum. Fiskurinn
lifir mest á smáverum (plankton), en þær eru
ekki í stórum stíl á miklu dýpi.
Ekki eru nema 36 tegundir fiska nefndar í
hagskýrslum Nýja Englands. Er ein tegundin
þar yfirgnæfandi. Ekki þó hinn heilagi þorskur,
sem sýndur er í gullnu líki í þinghúsi Massachu-
setts, til þess að minna löggjafana á hina fjár-
hagslegu undirstöðu ríkisins. En það er ýsan
— hún er svipuð þorskinum á bragðið. Eru
gnægðir af henni um 200 mílur frá Boston,
en á þorskmiðin eru um 600 mílur. Af 500,-000,-
000 punda allra tegunda, sem veiddist við Nýja
England síðastl. ár, var nálega einn þriðji ýsa.
Aðeins ein tegund af fiskinum, sem veiddist
við austurströndina nálgast ýsuna að magni, en
það er rose-fiskurinn. Var honum fleygt þang-
að til 1937. Voru seld af honum s. 1. ár um
100,000,000 pund. Er engin furða þó Gloucester-
búar nefni hann stundum gullfiskinn, enda er
hann ekki ósvipaður, þó stærðarmunurinn sé
nær því að vera pund á móti uncu.
1 St. Louis og Missisippi-dalnum þar sem ros-
fisksalan byrjaði, kölluðu menn hann „Ocean
perch“. Líkist hann á bragðið vatnafiski, með
því nafni, sem nú er sjaldgæfur. Þessi innflutn-
ingur frá Nýja Englandi kemur sér því vel.
Suðurríkin kaupa hann einnig í stað Mullet
(vatnafiskur).
Rosefiskurinn er ódýrasti fiskurinn á mark-
aðnum og kostar 3V2 sent lbs. á Gloucester-
bryggju. Er hann allur flakaður og frystur, en
ekki hirt nema lítil sneið af hvorri hlið. Hitt
fer í fiskimjölsverksmiðjurnar. Rosefiskurinn
er veiddur í net og kemur aðeins í að degi til.
er mönnum enn ókunnugt um hvernig á því
stendur.
Fiskneysla Bandaríkjanna var í stöðugum
vexti fram að stríðinu. Nam hún 12 pundum
á mann 1932 og 15 pundum á mann 1942 sam-
kvæmt hagskýrslum. Réttara væri þó að segja
(Framh. á bls. 85).
75