Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 15
NÝIR FÉLAGAR — NÝ STEFNA Farmanna og fiskimannasamband íslands hefir í vetur bætt við sig tveimur sambandsfélögum. Það eru Skipstjóra- og stýrimannafélagið Grótta í Rvík og skipstjóra- og stýrimannafélagið Þjálfi á Norð- firði. Bæði þessi félög eru einkum skipuð mönnum, sem stunda veiðiskap á hinum minni fiskiskipum. Þar sem þau nú hafa gerst aðilar að þeim hug- sjónum, sem felast í því að bæta og auka menntun allra sjómanna, sem er eitt af stefnumálum sam- bandsins, þá ber okkur, sem fyrir vorum, í fyrsta lagi að bjóða þá velkomna í hóp okkar, og geri ég það hér með af heilum hug fyrir hönd stjórn- arinnar. I öðru lagi vil ég lýsa því, að það er okk- ur hið mesta gleðiefni, að sú stefna virðist vera að fá byr undir báða vængi, að markið sé vel menntuð sjómannastétt. Áður fyrr vildi nokkuð skorta á, að allir hefðu þá skoðun. Sumir töldu jafnvel að það væri æskilegt að aukið væri á rétt- indi manna, að sama skapi sem skipin stækkuðu, án þess að auka þyrfti á menntunina. Slík stefna er helstefna með hverri þjóð, enda þótt kröfurnar um slíkt kæmu jafnvel frá löggjöfum þjóðarinnar, en auðvitað sakir umbjóðendanna. Þeir, sem að fylgja þeirri stefnu, eru ekkert ann- að en „ímynd hins gamla og úrelta, kyrrstöðu og afturhalds". Nú eru þeir tímar, er slíkt má eigi eiga sér stað hér hjá okkur frekar en öðrum þjóð- um. Allar þjóðir keppast nú við að auka á mennt- un þegnanna á alla lund, eigi hvað síst er lítilli þjóð nauðsyn á slíku. Einn liður í baráttu sjómanna er það, að sjómannaskóli sá, er nú er hafin bygging á, verði sem fyrst fullger, svo að hans geti orðið full not. Er þess að vænta, að Alþingi og ríkis- stjórn sjái sóma sinn og hag þjóðarinnar í því að svo megi verða nú á þessu eða næsta ári. Þá kemur til athugunar hvort eigi er kleift að veita þeim, er réttindi hafa nú á smáskipum, fullkomin réttindi á fiskiskipum af ótakmarkaðri stærð, með því að þeir auki á menntun sína við hinn nýja og full- komna skóla. Það er mjög óhagkvæmt það ástand, sem nú ríkir, að menn skuli, vegna smávegis við- bótarmenntunar sem þá skortir, þurfa að vera bundnir við smáskipin alt sitt líf, þótt þeir hafi hug og hæfileika til að nema meira, og þannig úti- lokast máske mestu aflamenn frá að reyna sig á stóru skipunum. En þessu verður fyrst kippt í lag er nýi skólinn tekur til starfa. Vegna þrengsla í hinum gamla er það útilokað. Verið velkomnir í hópinn. Við skulum styðja ykkur í því að auka á menntun ykkar og þar með á lífsafkomumöguleika ykkar og velmegun þjóðar- innar. Sjórinn er gullkista íslands. Á. S. VlKlNGUR TSý reglugerS um hleðslumerki. Hinn 12. marz þ. á. var gefin út ný reglugerð um hleðslumerki. Reglugerð þessi er gefin út samkvæmt 2. gr. laga nr. 38, 30. júní 1942, er ákveður að íslenzk skip, sem undanþegin eru því að hafa alþjóðahleðslumerki, skuli þó hafa ákveðið minnsta hleðsluborð. Ákvæði þetta nær til allra skipa, sem eru farþegaskip, og skipa, sem eru í vöruflutningum innanlands, hafna á milli, eða flytja farm milli íslands og annarra landa. Að samningu reglugerðarinnar hefir unnið þriggja manna nefnd, og áttu sæti f henni þeir Ólafur T. Sveins- svon skipaskoðunarstjóri, Pétur Sigurðsson og Guðbjart- ur Ólafsson hafnsögumaður, formaður Slysavarnafélags íslands. Eins og kunnugt er hefir aðdragandi þessa máls verið all-langur, en nú virðist vera endir á bundinn og er það vel, og er vonandi að framkvæmd reglanna takist þannig að sem flestir verði ánægðir, — því að varla er hægt við því að búast að allir verði það. Upphaf krafanna um hleðslumerki fyrir smáskip má eflaust rekja til ísfisksflutninganna til Bretlands í byrj- un ófriðarins, þvi þá .reyndu öll skip, bæði stór og smá, að flytja þangað sem mest af fiski, en sum þessara skipa þóttu, sem kunnugt er, ekki sem bezt hæf til slikra lang- ferða. Auk þess lék líka grunur á, að sum skipanna tækju stærri farm en góðu hófi gegndi, en oftar mun þó frekar hafa verið um vanhleðslu en ofhleðslu að ræða. Kröfurnar um eftirlit í þessum efnum urðu þá æ há- værari, og orsökuðu að hinn 9. jan. 1941 gaf ríkisstjórnin út reglur um hleðsluborð fyrir skip, sem voru í ísfisks- útflutningum til útlanda, en togarar voru þó undanþegn- ir. Til þess að ákveða hleðsluborð skipanna skipaði rík- isstjórnin svo þriggja manna nefnd, nefnilega þá Pétur Sigurðsson, Júlíus Júlínusson skipstjóra og Kristján Schram skipstjóra, en eftirlitið önnuðust menn skipaðir af Skipaskoðun Ríkisins. Við tilhögun þessa, sem síðan hefir verið fylgt, þótti allmjög bregða til batnaðar. Á Alþingi árið 1942 kom svo fram frumvarp um að gefa þessu eftirliti fastara form, og liafði Sigurjón Á. ólafsson, þáverandi alþingismaður, forgöngu í því máli. Orsakaði það að sett voru ný lög, nr. 38, frá 30. júní 1942, er gerðu þá breytingu á gildandi lögum um skipaeftirlit, að ÖII fslenzk skip, sem flyttu farm eða farþega, innan- lands eða til útlanda, skyldu hafa hleðslumerki, og, eins kvæmt þessum lögum. Er ætlunin að reglugerðin komi til og áður er getið, er hin nýja reglugerð gefin út sam- framkvæmda þegar í stað. Rausnaxleg gjöf. Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði hefir á- kveðið að gefa 10.000 kr. til Dvalarheimilis aldraðra sjómanna. 79

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.