Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 2
ÞriSja sjóslysiS gerSist 4. marz. Fiskibátar frá Keflavík voru á heimleið af fiskimiðum. Veður
hafði stórversnað og skipin leituðu til lands. Á einum bátnum m.b. Árscel frá Ytri-Njarðvík brotn-
aði stórsjór, er hvolfdi skipinu, drukknuðu þar fjórir af fimm skipverjum, en einum bjargaði m.b.
Ásbjörg, er var þarna nálcegt.
Þeir, sem hafa sjómensku og siglingar að lífsstarfi, eiga þess jefnan von, að þann háska beri
að höndum, er geti kostað þá lífið, þeir hafa tamið sér þessa tilhugsun sem óumflýjanlegan mögu-
leika í starfi þeirra, hversu heilbrigðir og hraustir sem þeir eru. Þeir þrá samt alltaf hafið með
öllum hcettum þess og kunna ekki að hrceðast. Hitt er óvenjulegra að ferðafólk tíni lífi á stuttum
ferðum milli íslenzkra hafna, fyrir því verður slys sem það, er m.s. Þormóður fórst, mörgum enn
eftirminnilegra en ella. Átakanlegast er tjónið tyrir hið litla þorp Bíldudal, þar sem svo má segja,
að það snerti á einn eða annan hátt ncerri hvert heimili, þó að missirin sé ens og ávalt sárastur,
svo að ekki verður með orðum umbcett hjá ástvinunum.
Við hvert slíkt stórslys vakna menn við, og sjá hvílíkur missir steðjar að aðstandendunum
er feður og fyrirvinna, fellur burt á snöggu augabragði, úr lífinu. Hér stóð þannig á, að sum heim-
ilin urðu einnig móðurlaus. Enda hafa samskot, er stofnað var til út af slysi þessu glögglega sýnt,
hve túsir menn hafa verið til þess að leggja sinn bezta skerf til þess, ef hœgt vceri þó, á fjárhags-
legan hátt að létta eitthvað undir þeim byrðum, sem lagðar eru á þá, sem svo snögglega standa
einir og óstuddir. .................
Öll þjóðin hetur fundið til við hið sviplega Þormóðs-slys. Margir hafa orðið fyrir slíkri reynslu
áður og þekkja því af eigin raun, hve ólceknandi sár slíkir atburðir skilja eftir.
En þjóðin öll drúpir höfði, og hugsar með samúð til heimilanna, þar sem söknuðurinn ríkir.
M.s, ÞORMOÐUR FERST
M/s Þormóðurfór í síðustu ferð sinni til Hvamms-
tanga til þess að taka þar afurðir. Kom við á
Bíldudal og Patreksfirði í bakaleiðinni. En lagði af
stað frá Patreksfirði 16. febr. og var búist við að
skipið kæmi til Reykjavíkur að morgni 17. febr.
(miðvíkud.) ef veður hefði haldizt sæmilegt. En það
fór á annan veg. Veður stórversnaði og á þriðju-
dagskvöld var komið ofsaveður.
Loftskeytastöðin hafði samband við skipið kl. 7
á miðvikudagskvöld og spurðist fyrir um, hvenær
það væri væntanlegt. Svarið var þannig: „Slóum
Faxabugt. Get ekki sagt um það núna“. — En á
ellefta tímanum um kvöldið kom svolátandi skeyti
frá „Þormóði": „Erum djúpt út af Stafnesi, mikill
leki kominn að skipinu. Eina vonin að hjálpin komi
fljótt". En þá var ógerningur að láta hjálpina koma
fljótt, vegna foráttu veðráttu, sem var með því
versta, sem hér hefir orðið um langt skeið.
Þegar skip komu á vettvang var veðrinu tekið
að slota. Og á fimmtudagsmorgun fundu leitarskip-
in brak úr skipinu um 7 sjómílur undan Garðs-
skaga og eitt konulík, sem björgunarskútan „Sæ-
björg“ flutti þegar til Reykjavíkur. Var það lík frú
Jakobínu Pálsdóttur, konu Ágústs Sigurðssonar
verzlunarstjóra. -— Skömmu seinna fann norskt
skip lík Bjarna Péturssonar. Á sunnudagsmorgun-
inn fundust tvö lík rekin við Akranes, þeirra Lár-
usar Ágústssonar vélstjóra og frú Salóme Krist-
jánsdóttur. Nokkru síðar fannst lík Guðmundar
Péturssonar frá Súluvöllum í Húnaþingi.
Þormóður var rúmlega 100 smálesta vélskip, eign
Gísla Jónssonar alþingismanns, sem hafði leigt
Skipaútgerð ríkisins skipið, til flutninga milli Vest-
fjarða og Reykjavíkur.
Skipverjar á Þormóði voru:
Gísli Guðmundsson, skipstjóri, frá Bíldudal. Hann
var kvæntur dóttur Ágústs Sigurðssonar verzlunar-
stjóra og frú Jakobínu Pálsdóttur. Átti tvö börn.
Bárður Bjarnason, stýrimaður, frá ísafirði, fædd-
ur 1904. Kvæntur og átti tvö ung börn.
Lárus Ágústsson, 1. vélstjóri, Kvæntur og lætur
eftir sig 2 börn.
Jóhann Kr. Guðmundsson, 2. vélstjóri, Laugaveg
159A, fæddur 1904. Lætur eftir sig unnustu, sem
áður hefir misst þrjá bræður sína í sjóinn.
Gunnlaugur Jóhannsson, matsveinn, frá Bíldudal.
Fæddur 1914. Kvæntur Fjólu Ásgeirsdóttur og son-
ur Salóme Kristjánsdóttur, sem báðar fórust með
skipinu. Þau hjónin áttu eitt barn.
Björn Pétursson, háseti, frá Bíldudal, fæddur
1920. Lætur eftir sig unnustu. Bróðir Bjarna, sem
var farþegi á skipinu.
ólafur Ögmundsson, háseti, frá Flateyri, fæddur
C6
VlKlNGUR