Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 8
G. ÞORBJÖRNSSON: ENDURREISN FISKIFLOTANS Víkingur hefir birt margar góðar og athyglis- verðar greinar um ástand íslenzkra skipa og nauðsynina á endurnýjun þeirra, einkum hinna hinna stærri fiskiskipa. Því verður ekki neitað, að meðalaldur togaranna er orðinn ískyggilega hár, og í öðru lagi eru þeir orðnir allt of fáir. það eru því miður engar líkur fyrir því, að úr þessu verði hægt að bæta að nokkru ráði, með- an ófriðurinn stendur og hætt við að það verði erfitt fyrstu árin eftir að friður kemst á, nema að Islendingar sjálfir hefjist handa um skipa- smíði. Það er ekkert sjáanlegt, sem mælir á móti því að þessi leið sé fær, ef stjórn ríkis og bæja væru þessu máli hlynnt, og gerðu iðnaði lands- manna yfirleitt þolanleg afkomUskilyrði. Þetta atriði út af fyrir sig er nægilegt efni í langa grein og mun ég ekki fara lengra út í það hér. Þrátt fyrir hinn háa meðalaldur íslenzkra tog- ara, sem mun vera ca. 24 ár, munu þeir, yfir- leitt, vera miklum mun traustari og betur haldn- ir en jafnaldrar þeirra í nágrannalöndum okkar. Ástæðurnar fyrir þessu eru aðallega fjórar. 1 fyrsta lagi eru flest skipin vel vönduð í byggingu. í öðru lagi hafa flestir útgerðarmenn séð hag sinn í því að halda þeim vel við, og hafa í mörg- um tilfellum látið bæta og treysta þau, ef ágall- ar hafa komið í ljós. 1 þriðja lagi hefir S. I B. auðveldað meðferð tjónsbóta svo mikið, að svo að segja hvert smátjón hefir verið bætt jafn- ótt og þau hafa skeð. I fjórða lagi hafa íslenzk- ir sjómenn haft fulla einurð á að láta gera við hlutina ef eitthvað hefir bilað og að fá ný tæki eftir því sem þurfa hefir þótt. Af þessu hefir sv<? leitt, að skipin hafa verið tekin til viðgerða svo að segja á hvaða tíma sem er, án tillits til flokkunarára, og hafa flokkunarárin í mörgum tilfellum ekki verið meiri viðgerðaár en hir sem á milli voru. Þessi skip eru, þrátt fyrir hinn háa meðal aldur, engar likkistur, ef þau eru ekki of hlaðin, heldur þvert á móti, flest öll, skip á bezta aldri. En þau eru orðin gömul í annari merkingu þess orðs, þau eru öll með tölu úrelt. Svo úr- elt, að litlar eða engar likur eru til þess, að hægt verði að halda þeim út eftir stríð, í sam- keppni við önnur skip, innlend og eriend, ef ekkert er að gert. Það er fyrst og fremst burðarmagn þeirra í hlutfalli við eldsneytisneyslu, svo og allur að- búnaður skipshafnar, sem þarf að breyta, og skulum við íhuga þessi atriði að nokkru, og hvort ekki sé leið til úrbóta. Það hafa verið gerðar nokkrar tilraunir í þessa átt, með því að skipta um vélar, setja Diesel-vélar í stað gufuvélar, í nokkur skip. Til þessa tilrauna hafa verið tekin nokkur af okk- ar elztu línuveiða gufuskipum. Það má deila um það, hvort öll þessi skip hafa fengið nægilega góðar aðgerðir, samfara þessari breytingu, og því miður hafa eigendur þeirra, flestir, freistast til að spara of mikið til þeirra, til þess að þau geti talizt nútíma skip. M.s. Rifsnes,_ sem getið var um í síðasta tbl. Víkings, kemst líklega næst því, bæði hvað snertir aðbúnað skipshafnar rót- tæka skoðun og viðgerð. Árangur þessara breytinga er hinsvegar svo góður, að um hann verður ekki deilt. Þessi skip voru öll svo að segja einskis virði fyrir stríð. Reksturskostn- aður þeirra í engu hlutfalli við burðarmagn, en geta nú fyllilega staðizt keppni um síldveiðar og flutninga, við hvaða skip sem er. Eg tel illa farið, að engum af okkar góðu og g4mhi togurum hefir ennþá verið breytt í Dies- el-skip. Þeir hafa svo margt fram yfir línuveið- arana, og þá fyrst og fremst stærðina, og eru, eins og ég gat um hér að framan, flestir traust- ir, og útilokað að nokkurt vit sé í að leggja þeim upp, þótt við fengjum ný skip. Nei, við get- um breytt þessum togurum í nútímaskip, sem enginn sjómaður þarf að kvarta undan, ef við viljum, og það er vafasamt hvort þeir ættu að verða áfram togarar, ef nýir og væntanlega stærri, væru þeir íáanlegir, eða sem síldveiða- og flutningsskip eingöngu. Nú er ekki kostur á nýjum skipum, og verðum við því að reikna með þeim, sem togurum áfram. I sambandi við þessa breytingu kemur margt til greina, sem væri þess vert, að rætt yrði um. Er þá fyrst fyrir, hvort ekki muni heppilegra, eða sjálfsagt, að hafa aðalvélar skipsins tvær jða fleiri, til öryggis og sparnaðar í rekstri. Það er vitanlegt, að skip sem gengur 10—11 sm. með jafn stórum vélum, fara 7—8 sm. með annari vélinni. Þessi aðferð yrði því til þess, auk meira öryggis, að iðulega væri hægt án þess að þess væri þörf vegna viðgerða VlKINGUR 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.