Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 29
Skrif í hugsunarleysi. 1 1. tölublaði Sjómannablaðsins Víkings 1943 birtist grein eftir hr. kaupfélagsstjóra Hrein Pálsson frá Hrísey, sem hann kallar lögbrot 1 hugsunarleysi. Virðist grein þessi meðal annars ætluð sem ádeila á þá menn, sem eru leiðsögumenn fyriv brezku herstjórnina og munu aðallega vera teknir hér í Reykjavík sem kunnugir menn við strendur landsins. Ég undirritaður, sem hefi farið með 2 skip fyrir áður nefnda herstjórn, skipin fóru bæði til Vestur- og Norðurlandsins, vil taka þetta fram til skýringar fyrr nefndri grein: Þegar ég var beðinn að fara þessar ferðir tók ég það skýrt fram við viðkomandi af- greiðslumann beggja skipanna, að skipin borg- uðu hinum lögskipaða leiðsögumanni, sem kynni að hafa það svæði, er skipin sigldu um, leiðsögumannsgjald, ef hann krefðist þess gjalds, sem ákveðið væri eftir íslenzkum lögum, enda þótt að hann yrði ekki tekinn um borð í skipið, því það er auðvitað á valdi skipstjóra skipsins. Afgreiðslumenn beggja skipanna kváðust taka ábyrgð á öllu slíku, þannig að ég skyldi engin óþægindi af því hafa. Aftur á móti kvaðst skipstjóri þessara beggja skipa engan leiðsögu- mann annan taka, en þann sem færi héðan úr Reykjavík, því að hann tæki ekki aðra en þá sem væru kunnugir við strendur landsins. Aftur á móti virðist mér i skrifum hr. Hreins Pálssonar að hann vilji álíta að það sé á okkar valdi hvort skipstjóri tekur þá, þessa lögskip- uðu leiðsögumenn, eða ekki, á þeim stöðum þar sem þeir sitja, og þessi skip sigla um, en það get ég fullvissað Hrein um, að svo er ekki. Auð- vitað er það á valdi skipstjóra skipsins. Ég vil taka það fram, að ég lét báða þessa skipstjóra vita af hafnsögumanni í Hrísey og Skagaströnd. brigðum gestrisið og sjálfur var húsbóndinn jafn- an hrókur alls fagnaðar í vina hóp. Við, sem þekkt- um hann bezt, þökkum honum sem hinum góða dreng fyrir allar gamlar og góðar stundir. Og við erum sannfærðir um, að hann á þökk sjómannanna og enda allrar þjóðarinnar skilið fyrir vitavarðar- starfið og vökunæturnar mörgu, sem hann átti, er aðrir sváfu, til að bjarga frá slysum eða tjóni. — Það er hið góða og göfuga starf allra vitavarða. Grindavík 18. jan. 1943. Brynj. Magnússon. Um vorið 1941 kemur svo kæra á okkur 3 skipstjóra, sem höfðum verið leiðsögumenn á skipum fyrir herstjórnina. Kæran var send frá hafnsögumanni á Skagaströnd. Fór ég þá til vitamálastjóra og benti honum á, að ef hann óskaði eftir að þessir lögskipuðu leiðsögumenn yrðú teknir þá fyndist mér rétt að hann sjálfur færi til herstjórnarinnar (Ship Control) og ósk- aði eftir að skipin tækju hina lögskipuðu leið- sögumenn, sem væru á þeim stöðum er skipin færu um. Að endingu vil ég taka það fram, að við þessir 3 menn vorum allir sýknaðir af þessari kæru leiðsögumannsins á Skagaströnd, svo sjá má að þarna eru engin lögbrot framin í hugs- unarleysi. S. J. Dómurinn hljóðar þannig: Árið 1942, föstudaginn 27. nóvember, var í Hæstarétti í málinu nr. 62/1942: Valdstjórnin gegn Theódór Gíslasyni, Snæbirni Stefánssyni og Stefáni Jóhannssyni uppkveðinn svohljóðandi dómur: Skip þau, er hinir kærðu leiðbeindu, voru í þjónustu og á valdi brezku herstjórnarinnar. Verður eigi talið, að réttur leiðsögumanns sam- kvæmt lögum nr. 48/1933 taki til slíkra skipa, og að hinir kærðu hafi því eigi gerzt brotlegir við þau með leiðsögu sinni. Samkvæmt þessu verður að sýkna kærðu af kærum valdstjórnar- innar og skaðabótakröfum í máli þessu og leggja allan sakarkostnað á ríkissjóð, þar með málsvarnarlaun skipaðra talsmanna kærðu í héraði, 100 kr. hvoru og málflutningslaun skip- aðs sækjanda og verjanda fyrir Hæstarétti, 300 kr. til hvors. Samband var ekkert milli athafna þeirra, sem hinum kærðu var gefin sök á í máli þessu, og átti því eigi að steypa sökunum saman. Því dæmist rétt vera: Hinir kærðu, Theódór Gíslason, Snæbjörn Stefánsson og Stefán Jóhannsson, eiga að vera sýknir af kærum og kröfum valdstjórnarinnar og skaðabótakröfum í máli þessu. Allur sakar- kostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun verjenda hinna kærðu í héraði, hæstarétt- arlögmannanna Jóns Ásbjörnssonar og Svein- bjarnar Jónssonar, 100 kr. hvorum, og mál- flutningslaun sækjanda og verjanda fyrir Hæstarétti, hæstaréttarlögmannanna Garðars Þorsteinssonar og Jóns Ásbjörnssonar, 300 kr. til hvors. VlKlNtiVR 93

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.