Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 10
FISKIVEIÐAR NÝ-ENGLENDINGA eftir MARC A. ROSE Fiskimenn Nýja-Englands hafa löngum verið lofsungnir, bæði í bundnu máli og óbundnu, fyrir þrek og hugrekki við sjósókn á hinu stormasama Nórður-Atlantshafi. Enginn hefir þó ort um þá sem efnaða kaup- sýslumenn. En kaupsýslumenn voru þeir reynd- ar alltaf í vissum skilningi, og nú vel f jáðir. Margir skipstjórar unnu sér inn $ 20,000 1942 og hver háseti þeirra um $ 6000. Einn Glou- cester-skipstjóri fékk $ 9940 á makrílveiðum eftir fimm mánaða úthald, og 14 hásetar hans fengu $ 4262 hver. Gloucester er í uppgangi. — Skipstjórarnir kaupa beztu húsin í bænum og borga út í hönd. Vilja engin eftirkaup eðaaðrar,,landkrabbasnör- ur“ eiga yfir höfði sér. Háseti einn kom til bankastjóra fyrir skemmstu, lagði á borðið hjá honum $ 5000 í böggluðum bankaseðlum og krafðist stríðsskuldabréfa fyrir. Þannig leggja menn til hliðar til hinna lakari daga, en á þeim eiga sjómennirnir von, eins vissa og nótt kemur eftir dag. Skyndilega vantar nú þjóðina miklu meiri fisk en áður. — Fyrir herinn, upp í láns- og leigusamningana, en í þá hefir farið nálega all- ur niðursoðinn fiskur, og fyrir heimafólkið í stað kjöts. En minni fiskur berst nú að en vant er. Upp- skipun við fiskbryggjurnar í Boston — stærsta fiskimarkað í heimi, var ekki nema 60 af hundr- aði miðað við 1941. Flotamálastjórnin er búin að taka svo marga af stærstu togurunum fyrir eftirlitsskip, tundurduflaslæðara o. fl., að Bost- onar-togaraflotinn hefir minnkað um helming. En það eru stóru togararnir, sem sækja á fjar- lægustu miðin og koma með afla er nemur 150,- 000 pundum, eða um 70 smálestir í ferð. 1 veiðistöðvum meðfram ströndinni eru smærri bátar í þúsundatali, er samanlagt færa mikinn fisk að landi. En bátafiski hefir ekki verið gott síðustu vertíð. Margir ítalskir fiski- menn, sem ekki hirtu um að taka sér borgara- rétt fyrir stríð, fá nú ekki að stunda fiskveiðar vegna ákvæða í strandvarnareglugerðum. Fiskverð hefir meir en tvöfaldast. Ýsa, sem kostaði 3 sent lbs. á fiskbryggjunni í Boston 74 fyrir einu ári, kostar nú um 7 sent. Hámarks- verð er ekkert á nýjum fiski. Ef við viljum fá menn til að fara út í kafbátahættuna, auk annarra venjulegra erfiðleika við vetrarstorma og þokur á hafinu, verða sjómenn að eiga þess kost að bera meira úr býtum en þeir gera t. d. í skipasmiðjunum, sem sækjast mjög eftir þeim. Og kafbátahættan er engin ímyndun eða upp- gerð. Kl. 4 að morgni dags í júlí í sumar hóf kafbátur skothríð á einn Boston-togarann. Féll skipstjórinn þá strax fyrir sprengikúlu. Því næst fór kafbáturinn í kring um togarann og skaut á hann úr fallbyssum og vélbyssum. Alls féllu fimm menn. Þeir sem eftir lifðu, réru á bjargbátnum í 12 kl.st. þangað til þeim var bjargað af skipi vinsamlegrar þjóðar. Af öðrum stórum togara, sem sökkt var, fórst aðeins 1. vélstjórinn. Þeim 20 sem komust af, var bjargað eftir 46 kl.st. af bát og fleka. Tveimur smá-togurum (draggers), með 7 manna áhöfn, fra Gloucester, var sökt með stuttu millibili. Skipverjar náðu landi aðfram- komnir eftir 36 kl.st. róður, verjulausir í mik- illi rigningu. Fyrsta hugsun þeirra var þó, að ná sér í aðra báta, til þess að komast á sjóinn að nýju. En það er erfiðleikum bundið, sem stendur, að fá nýja báta, og vélar eru nálega ófáan- legar. Sjómennirnir á stóru togurunum frá Boston fara tvær ferðir, hverja eftir aðra, sem standa yfir 8—9 daga hver, en eru svo í landi þriðju ferðina til þess að dreifa vinnunni. 1 Gloucester er aftur á móti vöntun á mönnum, og verður þá að ráða jafnvel 17 ára unglinga og gamal- menni. 1 Boston og Gloucester eru ekki eftir nema 10 skonnortur, sem fiska með gamla laginu, að senda menn út á doríum með lóðir. Er mikil eftirspurn eftir norskum fiskimönnum á þessi skip. Reynist erfitt að fá unga menn, sem vanir eru að róa, og hafa auk þess það sem kalla mætti sjötta skilningarvitið, eins og gömlu sjó- mennirnir, sem er svo tamt að finna aftur skip sitt þegar hinar hræðilegu þokur skella snögg- íega yfir. VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.