Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 12
PÉTUR SIGURÐSSON: HLEÐSLUMERKI Listin að hlaða skip er ekki ný, — hún er jafn- gömul allri sjómennsku, — en fastar, lögboðnar reglur fyrir hleðslu skipa, eru ekki nema rúmlega hálfrar aldar gamlar. Þessar hleðslureglur, eða hleðslumerki, eru allar byggðar á gamalli reynslu. eins og sérhvert nýtt ákvæði þeirra er byggt á nýrri reynslu á því sviði. Hugmyndin að ákveðnum reglum, jafnt fyrir öll skip, er þó allgömul, því að í bókum brezka skipa- eftirlitsfélagsskaparins, Lloyds Register, finnast drög að slíku árið 1774. En það var þó ekki fyrr en heilli öld síðar, að málið var tekið upp á ný, — og þá aftur í Bretlandi, sem æ síðan hefir verið allra þjóða fremst á þessu sviði. Á þeim tíma höfðu siglingar aukist mjög, skip- in stækkað og samkeppnin á höfunum aukist. Af opinberri hálfu var eftirlit með skipum og útbún- aði þeirra því nær ekkert, en kröfur i þá átt urðu æ háværari sökum þess, að ekki þótti grunlaust um, að gömul og ósjófær skip hefðu verið vá- tryggð hátt og síðan send í langferðir. Kröfur þessar náðu hámarki eftir að enski þingmaðurinn Samuel Plimsoll gaf út bókina „Our seaman" (sjó- maðurinn okkar) árið 1872, er fjallaði vægðarlaust um þessi efni. Að tilstilli hans og eftir mikla bar- áttu tókst svo árið 1876 að fá samþykkt lög í enska þinginu um eftirlit með skipum, sem m. a. ákváðu að öll flutningaskip skyldu hafa hleðslu- merki. Með þessum lögum var lagður grundvöllur undir alla lagasetningu síðari tíma um slík efni, því aðr- ar siglingaþjóðir fylgdu brátt eftir hver á sínu sviði. Þegar tímar liðu fram og gagnkvæmar sigling- ar og viðskifti þjóðanna jukust enn meir, varð þó brátt ljóst, að æskilegt var að allar siglingaþjóðir hefðu sömu reglur um ákvörðun hleðslumerkjanna. Varð það orsök þess, að alþjóða-ráðstefna var hald- in í London og þar samþykktar sameiginlegar regl- ur um hleðslumerki hinn 5. júlí 1930. Er ísland meðal annara einn aðili þessara regla, samkv. lög- um nr. 78, frá 11. júní 1938, en fyrir þann tíma giltu hér danskar hleðslumerkjareglur. Alþjóðasamþykkt þessi nær til allra skipa, sem eru í millilandasiglingum og yfir 150 rúml. brúttó að stærð, en þó að undanteknum herskipum, fiski- skipum, skemmtiskipum, svo og skipum, sem hvorki flytja farm né farþega. Samkv. samþykktinni getur þó hvert land sett ákvæði um hleðslumerki fyrir slík skip, og ennfremur getur það leyft öðrum skipum undanþágu frá alþjóðareglum, ef þau ein- göngu eru í innanlandssiglingum. Hér á landi var með lögum nr. 38, frá 30. júní 1942 ákveðið að setja reglur um hleðslumerki fyrir skip, sem undanskilin eru í alþjóðareglum. Reglur þessar hafa nýlega verið staðfestar, og verður nán- ar vikið að þeim síðar. Ákvörðun hleðslumerkja. Þegar hleðslumerki eru ákveðin fyrir skipið, eru þrjú höfuðatriði lögð til grundvallar. í fyrsta lagi er það gerð og lag skipsins, í öðru lagi styrkleiki þess og útbúnaður ofanþilja, og í þriðja lagi þau svæði, sem það á að sigla um, svo og árstíðirnar á því svæði. Útreikningur hleðsluborðsins fer svo fram í stuttu máli eins og hér segir: Úr sérstökum töflum er tekið út svokallað grund- vallarhleðsluborð skipsins, og fer það stighækkandi eftir lengd þess. Síðan er athugað hvort ýmsar stærðir skipsins eru í samræmi við það, sem hleðslu- merkjareglurnar telja hæfilegt. Sé svo ekki eru gerðar leiðréttingar á grundvallarhleðsluborðinu. Ef t. d. dýptin er meiri en hún á að vera, fær hleðsluborðið einhverja viðbót, en sé hins vegar þil- farsrisið (spring) meira en ákveðið er, er gefinn frádráttur fyrir það. Á sama hátt fær hleðsluborð- ið frádrátt, ef skipið hefir einhverja reisn eins og bakka, hálfþilfar eða lyftingu (poop), og er frá- drátturinn hlutfallslegur eftir stærð þessa reisna. Hinsvegar er enginn frádráttur gefinn fyrir venju- leg þilfarshús. Að loknum þessum leiðréttingum og öðrum slík- um, er svo athugað hvort styrkleiki skipsins, svo og útbúnaður á lúkum og öðru á þilfari, megi teljast fullnægjandi til að þola þá hleðslu, er merk- in ákveða. Sé ekki svo, fær hleðsluborðið enn eina viðbót eftir dómi skoðunarmanna, nema úr sé bætt. Hleðsluborðið, sem þannig hefir verið ákveðið, er hið svonefnda sumarhleðsluborð skipsins, og út frá því eru svo hin hleðsluborðin fyrir vetur, fersk- vatn o. s. frv. reiknuð út eftir sérstökum reglum. 76 VIKINGUK

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.