Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1943, Side 4
Bjarni Pétursson. Málfríður Jónsdóttir. indíana Jónsdóttir og Karl Eiríksson. Iíristján Guðmundss. Jón Þ. Jónsson. Jón Jakobsson, prestur á Bíldudal, sonur Jakobs bónda Jónssonar frá Galtafelli. Lætur eftir sig konu og þrjú börn. Bjarni Pétursson, sjómaður. Kvæntur og átti tvö börn. Bróðir Björns. Karl Eiríksson, sjómaður. Ókvæntur, en átti aldr- aða foreldra. Áslaug Jensdóttir, kennara Hermannssonar á Bíldudal, 18 ára gömul. Gísli Kristjánsson, bifreiðastjóri. Ókvæntur. Óskar Jónsson, verkamaður. Ókvæntur. Kristján Guðmundsson, sjómaður af „Baldri“ og kona hans, Indíana Jónsdóttir. Jón Þ. Jónsson, kvæntur og átti tvö börn. Málfríður Jónsdóttir. Ógift. Fjóla Ásgeirsdóttir, kona Gunnlaugs matsveins á „Þormóði“. Salóme Kristjánsdóttir, móðir Gunnlaugs mat- sveins. Lætur eftir sig átta börn. Loftur Jónsson, kaupfélagsstjóri. Lætur eftir sig konu og barn. Guðbjörg Elíasdóttir, ógift stúlka úr Dalahreppi í Barðastrandasýslu. Síra Þorsteinn Kristjánsson, sóknarprestur í Sauð- lauksdal. Lætur eftir sig tvö börn. Þórður Þorsteinsson, skipstjóri á togaranum „Baldri". Lætur eftir sig konu og tvö börn. Guðmundur Pétursson, frá Súluvöllum á Vatns- nesi. Ókvæntur. — Hann kom með skipinu frá Hvammstanga. Minningarathöfn vegna Þormóðsslyssins fór fram í Dómkirkjunni í Reykjavík föstud. 5. marz. Biskup- inn, Sigurgeir Sigurðsson, hélt ræðu, en Dómkirkju- prestarnir Bjarni Jónsson og Friðrik Hallgrímsson aðstoðuðu. Lík frú Jakobínu Pálsdóttur, Salóme Kristjáns- dóttur, Bjarna Péturssonar, Lárusar Ágústssonar og Guðmundar Péturssonar, voru öll á kirkjugólfi. Að athöfninni lokinni báru prestar út eina kist- una, alþingismenn eina, fulltrúar úr bæjarstjórn Reykjavíkur eina, fulltrúar sjómanna eina og full- trúar slysavarnafélaganna eina. ingarathöfnina, einnig fulltrúar erlendra ríkja, al- Ríkisstjóri og ráðherrar voru viðstaddir minn- þingismenn og fleiri. Skólum, opinberum stofnun- um og sölubúðum borgarinnar var lokað frá hádegi. Þennan dag var þjóðin öll tengd einhverjum sterkustu böndum mannlegra tilfinninga — böndum sorgarinnar. Menn hafa viljað leggja sig fram til hins ýsrasta, að létta eftir föngum byrðar þeirra, sem misst hafa ástvini sína. En oss ber einnig skylda til, að gera allt það, sem mannlegur máttur fær gert, til þess að fyrirbyggja önnur eins slys í framtíð- inni. Minningarathöfn var haldin í Menntaskólanum á Akureyri og Barnaskólanum í tilefni af Þormóðs- slysinu 5. marz. í Menntaskólanum - hófst minningarathöfnin kl. 11 f. h. með því að skólameistari mælti nokkur orð, en síðan talaði séra Magnús Már Lárusson. — Voru sálmar sungnir á undan og eftir. Kennsla féll niður í skólanum. í Barnaskólanum mættu kennarar með börnun- um í samkomusal skólans laust fyrir hádegi. Hélt Kristján Sigurðsson, settur skólastjóri, stutta minn- ingarræðu, en sálmar voru sungnir fyrir og eftir. Allar skrifstofur og verzlanir bæjarins voru lok- aðar hluta af deginum og fánar blöktuðu í hálfa stöng. 68 VlKlNGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.