Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Blaðsíða 4
gjalda þung afhroð fyrir styrjaldaraðilum. öll nýsköpun í landinu til að fullnægja aukinni fólksfjölgun og auknum menningarþörfum hefir og verið stöðvuð um mörg ár. Upp í þessi skörð hafa þjóðinni á síðustu árum safnast nokkrar innstæður erlendis. Þær eru eign tveggja banka, sem báðir eru þjóðareign. Innstæður þessar eru því óskipt þjóðareign í eiginlegasta skilningi, líkt og t. d. almenningar á landi eða í sjó eða hið ytra, eins og Jónsbók kallar þá. Geti þjóð vor haldið þessum innstæðum, varið þær frá að verða að eyðslufé, unz hún getur hagkvæmlega breytt þeim í atvinnutæki af fullkomnustu gerð, virðast allar líkur til, að slík eign gæti stóraukið afköst vinnunnar í landinu til hags- bóta fyrir allan landslýð. Ágóðinn ætti fyrst og fremst að koma fram sem aukin vinnulaun og bætt skilyrði fyrir menningarlífi í landinu. Vér teljum oss eiga þessar erlendu innstæður, og svo er það. En í rauninni eru þær aðeins sýnd veiði, en ekki gefin, meðan land vort er í raun- inni ekki samkeppnisfært á atvinnusviðinu við aðrar þjóðir. Meðan svo stendur, er yfirvofandi háski á því, að þessi dýrmæta eign verði eyðslu- fé, og vonir vorar um betri framtíð aðeins hé- gómlegur draumur. Er verðið á útflutningsvörum fslands tekur að falla, hefst atvinnusamkeppni vor við aðrar þjóðir. Og þá hefst um leið baráttan um það, hvað verði af innstæðum íslands erlendis, hvort þær verði eyðslufé eða stórvirk atvinnutæki í höndum íslendinga í framtíðinni. En verði inn- stæðurnar erlendis eyðslufé, stöðvast skriðan naumast við það, heldur verður lánstraust fs- lands einnig étið upp og sjálfstæði landsins teflt í voða. Einungis með samkeppnisfærum, stöðug- um og arðberandi atvinnurekstri getur þjóð vorri haldist á innstæðunum erlendis. Að því verður að keppa. Þínir eigin peningar og innstæður eru ekki krafa á fé erlendis, heldur íslenzkar krónur, er hvergi munu gjaldgengar utan vors eigin lands. Með hinni taumlausu og samvizkulausu seðlaút- gáfu er búið að margsvíkja og margfalsa þessa peninga vora, svo að líklega er kaupmáttur ís- lenzkra pappírskróna ekki tíundi partur réttrar krónu. Er verðfallið á útflutningsvörum íslands hefst, hefst um leið barátta um það, að gera þessa margföldu íslenzku pappírskrónu gersam- lega verðlausa. Verði látið skeika að sköpuðu um þetta, merkir það tvennt: Fé það, sem þú hefir sparað saman, verður gert að engu. Fé það, sem þér verður greitt í krónum framvegis, verður í sísviknari og falsaðri mynt og loks einskis virði, hversu há sem upphæðin er. Kaupmáttur íslenzkrar krónu er orðinn svo lítill, að verði farið lengi’a inn á þá braut, að eyðileggja hana, getur slíkt ekki endað nema í almennu þjóðargjaldþroti. Óskar þú eftir því, að íslenzka þjóðin éti þann- ig sjálfa sig út á gaddinn í ráðleysi og ó- mennsku ? Úr einum stað hefir heyrzt ómengað lof um seðlaflóðið og dýrtíðina. Það var sagt, að ólíku væri saman að jafna, seðlaflóðinu hér eða á Þýzkalandi o. fl. löndum í og eftir fyrri heims- styrjöld, því íslenzku seðlarnir væru tryggðir með miklum erlendum innstæðum. Nú er það að vísu svo, að á rólegum tímum í samkeppnisfæru landi eru góðar erlendar innstæður fullgild seðlatrygging. En er verðfall hefst á útflutn- ingsvörum fslands, er það ekki lengur sam- keppnisfært með því uppskrúfaða verðlagi inni í landinu, sem hin taumlausa seðlaútgáfa hefir skapað. Og í ósamkeppnisfæru landi geta er- lendar innstæður verið eyddar áður en varir. Og þótt bankarnir eigi innstæðurnar, er þó svo að sjá, sem aðilar fyrir utan bankana hafi ráðin yfir þeim. Eftir ástæðum virðist því efasamt, að í þessum erlendu tryggingum sé nokkur eig- inleg trygging fyrir seðlaflóðinu, er virðist vera tíu sinnum fram úr hófi að stærð. Verði ekki ráðin bót á þessari meinsemd munu erlendu inn- stæðurnar reynast lítils virði. Það er þetta taumlausa seðlaflóð, sem er ó- gæfa íslands. Vegna hins óeðlilega og geysi- háa verðlags, sem seðlaflóðið og hinn falsaði kaupmáttur þess hefir skapað oss verður ís- land, er verðfall útflutningsvaranna skellur á, álíka statt og stjórnlaust skip með fullum ríg- bundnum seglum í ofviðri. Það keyrir fyrr eða síðar í kaf, nema úrræði verði fundið. II. Úrræði fram úr þessu öngþveiti er aðeins eitt. Það er að hverfa frá því að reikna eftir hinni bandvitlausu og ómögulegu vísitölu, sem nú er farið eftir, og taka í þess stað upp — að dæmi feðra vorra — að reikna allar kaupgreiðslur eft- ir vísitölu fiskverðsins, þar sem sérhver grein sjávarafurðanna fær réttláta hlutfallstölu. Sum- ir kunna að vilja taka vísitölu verðsins á út- fluttum landbúnaðarafurðum með í vísitölu fiskverðsins. Verðfall þeirra er ekki væntanlegt fyrr en miklu síðar en á fiskinum. En þar sem þessi útflutningur er tiltölulega lítill, mætti — ef vill — taka hann með að ósekju og láta hann ganga sem lið inn í vísitölu fiskverðsins. En allir verða að gera sér það ljóst, að þótt hægt verði að greiða vísitölu fiskverðsins með 100% unz verðfall sjávarafurðanna byrjar verður þetta ekki hægt eftir það, af því að verðfallið verður á undan vísitölureikningnum. Fyrir þeirri VÍKINGUR i

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.