Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Blaðsíða 6
Minningar frá Bolungavík Eftir frásÖgn ólafs Guðmundssonar. Veturinn 1908 var ólafur formaður í Bolunga- Vík á litlum vélbáti, er hann átti. Um páskaleytið urðu oft nokkur mannaskipti á skipum í Bol- ungavík, því bændur og aðrir sveitamenn, er stunduðu róðra á vetrum, fóru þá oft heim til búa sinna, en aðrir komu í þeirra stað. Þennan vetur, um hálfum mánuði fyrir páska, kom eimskipið Skálholt að norðan til ísafjarðar, og komu þá með því margir sjómenn norðan úr Strandasýslu, er ætluðu að stunda vorróðra frá Bolungavík. Þeirra meðal tveir, er ráðnir voru hjá ólafi, þeir Sigurður Sveinsson frá Gjögri og Júlíus Árnason frá Þorpum við Steingrímsfjörð. Fóru þá allmargir Bolvíkingar til ísafjarðar, bæði til þess að taka á móti gömlum félögum, svo og til þes að byrgja sig upp með vínföng o. fl. til páskanna. Fóru þeir landleiðina, því brim var á Víkinni og lítt eða ekki lendandi. Tveir af mönnum ólafs, Ingvar Magnússon og Skúli, ættaður frá Patreksfirði, höfðu brugðið sér með í ferð þessa. Segir eigi af ferð þeirra daginn eftir, né dvöl á ísafirði, nema að allríf- lega hafði verið keypt af víninu. Á heimleiðinni, er komið var út að svonefndri ófæru á óshlíð, drógust þeir Ingvar og Skúli aftur úr samferðamönnum sínum. Var veður þá gott, en þung færð. Voru þeir þá að kalla ódrukknir, en höfðu með sér 10 potta kút af brennivíni og eina flösku átekna. Skömmu síðar, eða um 7 leytið um kvöldið, tók að vinda af norðaustri og fylgdi þegar nokkur snjókoma. Klukkan hálf átta höfðu allir, er inn eftir fóru, skilað sér til heimkynna sinna í Víkinni nema þeir Ingvar og Skúli. Kl. 8 voru þeir enn ókomn- ir, og fór mönnum þá að lengja eftir þeim, þótt eigi þætti að svo komnu ástæða til að óttast um seðlarnir hafa verið dregnir inn. Hún ver at- vinnuvegina gegn taprekstri og tryggir þjóðinni, að hún geti haldið innstæðum sínum erlendis ó- skertum og frekar aukið þær. Sjómenn! Látið samtök ykkar krefjast þess, að það verði tekið í lög, að allar launagreiðslur í landinu verði greiddar eftir vísitölu fiskverðs- ins. Og dragið ekki að taka ákvörðun um þetta. Jón Dúason. þá, þar eð veður var enn sæmilega gott full- hraustum mönnum. Kona ólafs var þess þó mjög hvetjandi, að þeirra skyldi leita, og lagði ólafur því brátt af stað við annan mann að nafni Tímo- teus. Seint á níunda tímanum voru þeir komnir inn að Hólum, og var þá komið versta veður, bylur og frost. Fóru þeir þó allgreitt, því undan veðri var að sækja. Hár móður var með fjörum en fannfergi efra. Er komið var inn að Kálfadal, grillti ólafur í eitthvað niðri á móðnum, er líkt- ist svartri flyksu, en er hann aðgætti betur, sá hann, að þetta var Skúli, dauðadrukkinn og skríðandi á fjórum fótum í fönninni. Stóð brennivínsflaska upp úr öðrum treyjuvasa hans og var í henni vínlögg. Ilresstu þeir ólafur og Tímoteus sig á dropanum, en Skúli var eigi við- mælandi, svaraði engum spurningum, hvorki um félaga sinn né annað, öskraði aðeins og var viti sínu fjær af víndrykkju, svo að hann þekkti jafnvel ekki þá ólaf og Tímoteus. Varð nú Tímo- teus eftir hjá Skúla, en ólafur hélt áfram leit- inni einsamall. Gekk hann fyrst að sjóbúðum þeim, er þá voru í Kálfadal og Jökulfirðingar áttu, leitaði þar líklega sem ólíklega, hélt síðan áfram inn með móðbrúninni, kallaði og hóaði, en allt árangurslaust. Sneri hann nú aftur út eftir, þangað sem þeir voru Tímoteus og Skúli, og lögðu þeir nú af stað með Skúla heimleiðis. Ætluðu þeir í fyrstu að leiða hann á milli sín, en það reyndist eigi fært sökum þess, hve drukk- inn hann var og ófærð mikil. Tóku þeir þá til ráðs að draga hann á eftir sér yfir skaflana, þannig, að þeir héldu í treyjujaðar hans að aftanverðu. Vildi ólafur nú stytta sér leið með því að fara upp svonefnda Hólagötu, en er kom- ið var nokkuð upp í brekkuna, tók við harðfenni, því þar hafði skafið af. Reyndu þeir þó að klóra sig áfram, en er skammt var eftir upp á hæðina, runnu þeir úr sporum og stöðvuðust ekki fyrr en við tók lausi snjórinn neðra. Varð ólafi þá að orði, að nú hefði sá gamli kippt í „dröguna“. Urðu þeir nú að krækja fyrir Hóla og að ósvör. Er þangað kom, batnaði dráttarfærið, því nú tóku við svokallaðar Grundir heim að ósi. Komu þeir þangað á fyrsta tímanum um nóttina og vöktu upp Friðrik ólafsson, er þar bjó. Var Skúli þá sem dauður, allur stirður mjög og hætt- VtKlNGUR 6

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.